Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Er það líðandi að stolið er af almeningi í skjóli bankaleindar?

Og hér sitjum við Íslendingar og rífumst um hvernig taka skal á Icesave skuldunum, væri ekki ráð að reina að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem flæddu út úr bönkunum rétt fyrir hrunið og láta þá sem komu okkur í þennan vanda sjálfa leggja sitt að mörkum áður en seilst er ofan í vasa almennings. Ef ríkisvaldið gerir ekkert í þessu máli, þá fer hér allt í bál og brand, það getur ekki orðið nein sátt um Icesave fyrr en þessu svínaríi í bönkunum linnir og eignir þessara manna gerðar upptækar hvar sem í þær næst. Allt tal um bankaleind er löngu gengið sér til húðar og á engan rétt á sér þegar svona er komið, bankaleindin var ekki set á til að verja eða hylma yfir með glæpamönum. Er það líðandi að stolið er af almenningi í skjóli bankaleindar?.
mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er loftrýmisgæsla mikilvægari fyrir Íslendinga en landhelgisgæslan og lögreglan.

Á sama tíma og varðskip gæslunnar eru bundin við festar og ekki er hægt að kalla út þyrlu gæslunnar í verkefni eins og sinubrunann austan kleifavatns vegna fjárskorts og löggæslan í landinu  er í molum af sömu ástæðu, þá á að hefja loftrýmisgæslu að nýju við Ísland og eru flugsveitir frá Bandaríkjunum væntanlegar innan skamms til þessa. Það er einkennilegt að fjármunum ríkisins sé forgangsraðað á þennan hátt þegar greinilegur skortur er á fjárframlögum til öryggismála innanlands. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Er loftrýmisgæsla mikilvægari fyrir Íslendinga en landhelgisgæslan og lögreglan.
mbl.is Baldur leysir varðskipin af í eftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ESB aðild Íslands þá í höndum Íra.

Er hugsanleg ESB aðild Íslands þá í höndum Íra, ekki er annað að skilja á umælum Pierre Lellouche Evrópumálaráðherra Frakklands sem átti fund með Össuri Skarphéðinssyni, en hann segir meðal annars í viðtali og á þá við þjóðaratkvæðisgreiðslu Íra um lissabon sáttmálan í byrjun Október.

Verði Lissabon-sáttmálinn ekki samþykktur verðum við í vanda. Þá munum við þurfa að hverfa aftur til Nice-sáttmálans og hann gerir einfaldlega ekki mögulegt að stækka sambandið, kerfið myndi þá ekki virka.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG að breytast í stóriðjuflokk?

Hvað skildi þessi grein segja okkur um samstöðuna innan VG? Hvað er átt við hér? Er verið að beygja einhverja til fylgis við stóriðju framkvæmdir innan VG? Hver er kveikjan að þessari grein sem er að finna á smugan.is

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/ingibjorg-elsa-bjornsdottir/nr/2218

Er VG að breytast í stóriðjuflokk?

Um baráttuna gegn tortímandi öflum innan VG

27.7.2009 14:07 Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Vinstri græn standa nú frammi fyrir vanda sem flokkurinn hefur sjaldan staðið frammi fyrir fyrr. Flokkurinn er orðinn of vinsæll og hann er líka kominn í ríkisstjórn. Segja má að þetta sé draumastaða sérhvers stjórnmálaflokks, en vandi fylgir vegsemd hverri.

Tækifærismennska og hráskinnaleikur

Það eru nefnilega svo margir tækifærissinnar innan stjórnmálanna, aðilar sem einfaldlega skrá sig í þá stjórnmálaflokka sem hafa völd á hverjum tíma, - tækifærissinnar sem síðan reyna að eyðileggja flokkana innanfrá, með því að spilla sannfæringu þeirra og stefnumiðum (sem flækjast hvort eð er fyrir þeim sem eru tilbúnir að selja allt fyrir völd). Þannig fer ekki hjá því að til séu dæmi um það að fólk hefur verið að skrá sig í flýti úr Sjálfstæðisflokknum og skrá sig í VG. Fólk þetta segist einfaldlega hafa „frelsast" og séð ljósið og að það hafi breyst í vinstrimenn á einni nóttu. Þetta kalla ég ekkert annað en einbera tækifærismennsku og hráskinnaleik.

Po príkazaníje tovaríshja Stalína!

Vaxi vinsældir VG um of, þannig að flokkurinn fyllist af fólki sem hefur persónulegan frama eingöngu að leiðarljósi, er hætt við því að stefnumið flokksins, róttæk vinstrimennska, mótmæli gegn stóriðju og andstaða við ESB verði hjóm eitt.  Að vísu hafa alltaf verið stóriðjusinnar innan VG, - gamlir stalínistar og „vinstri menn" sem telja sig einungis til vinstri, en hafna algjörlega grasrótinni og hinum grænu áherslum VG.  Íslenska stóriðjan er einmitt stalínísk og alræðisleg í eðli sínu. Hún vex ekki eðlilega upp úr grasrótinni, heldur er stóriðjuvæðingunni hrint í framkvæmt samkvæmt skipun að ofan líkt og félagi Djúgashvili sæti sjálfur við stjórnvölinn (po príkazaníje tovaríshja Stalína! Allir Rússar muna eftir því hvað það merkti).  Ég skora á þá innan flokksins sem þora að rökræða við mig um stalinisma og marx-lenínisma og stóriðju að koma út úr rottuholunum! Verði ykkur að góðu!

Barátta gegn tortímandi öflum

Það sem mér finnst þó sorglegast í þessu sambandi að við sem höfum staðið umhverfisvaktina í áratugi og þurft að gjalda fyrir með blóði, svita og tárum, skulum nú neyðast til að hefja baráttu gegn tortímandi öflum sem eru að verki innan okkar eigin raða  - innan VG. Hingað til héldum við í íslensku umhverfishreyfingunni  að við værum að berjast við lærisveina Milton Friedmanns í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og jafnvel Samfylkingunni, frjálshyggjupostulana, stórfyrirtækin og hið erlenda auðmagn stórkapítalsins sem hefur verið að fjárfesta í nýtingarrétti á íslenskum auðlindum.  Mér skilst að hagsmunir stórfyrirtækja á borð við Bechtel og Alcoa ráði mestu í lobbýismanum í bæði Washington og Brussel, - ekki hagsmunir einstakra þjóðríkja og við sem höfum barist svo lengi eigum nú að horfa upp á það að VG sé breytt með valdbeitingu í bæði stóriðju og ESB - flokk.  Við getum ekki annað en mótmælt og sagt einfaldlega NEI! Kemur ekki til greina! Það eru ákveðin takmörk fyrir því hvað hægt er að láta yfir sig ganga! Ennþá logar eldurinn í glæðum öreigabyltingarinnar, og þeir sem ekki vita hvað bylting er ættu kannski betur að halda sig heima.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

 


Er VG að klofna út af ESB og Icesave.

Árni Þór Sigurðsson telur umæli Jóns Bjarnasonar vera til heimabrúks í norðvesturkjördæmi, þetta eru furðulegar yfirlýsingar af hans hálfu þar sem Jón Bjarnarson hefur verið yfirlýstur ESB andstæðingur alt frá stofnun þessarar ríkisstjórnar og þarf því ekki að sannfæra sína kjósendur um það hvar hann stendur í þessu máli, það sem vekur athygli mína er að Árni Þór skuli beina spjótum sínum að Jóni, skildi það vera að Árni Þór sé hlynntur ESB aðild, ég er farin að hallast á þá skoðun. Ég get ekki betur séð en að Ögmundur Jónarson sé Jóni Bjarnarsyni samála hvað það varðar að verið sé að beita Íslandi þvingunum og bolabrögðum ef marka má skrif Ögmundar á heimasíðu sinni í gær í greininni „Vinir Íslands" og virðist sú færsla hafa farið fyrir brjóstið á Drífu Snædal framkvæmdastjóra VG en í facebook færslu hennar í dag veltur hún því upp hvort hægt sé að fá nálgunarbann á vinnufélaga sinn Ögmund, og þá vegna þeirrar teiknimyndar sem greininni fylgir og styðst hún þar við túlkun leiðara Fréttablaðsins á myndskreytingu þeirri sem fylgir með grein Ögmundar. Ég held að það sé nokkuð augljóst að komin er upp djúpstæður ágreiningur innan VG um hvernig haldið hefur verið á málum bæði í ESB málinu og nú í Icesave málinu, og ef fram fer sem horfir þá má gera ráð fyrir að sá ágreiningur muni brátt koma enn betur í ljós á næstunni eins og þessar glósur Árna í garð Jóns og ummæli Drífu í garð Ögmundar bera með sér..Er VG að klofna útaf ESB og Icesave.

 

Yfirlýsingar ráðherra skaðlegar

Yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að fresta beri umsóknarferlinu að Evrópusambandinu eru skaðlegar að mati Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns vinstri grænna og formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Hann segir yfirlýsingarnar virðast hugsaðar til heimabrúks í norðvesturkjördæmi en nú eigi fyrst og fremst að vinna að íslenskum hagsmunum.

Jón sagðist í fréttum útvarps um helgina vilja fresta umsóknarferlinu að Evrópusambandinu. Hann hefði meðal annars þungar áhyggjur af samningsstöðu Íslands. Árni segir þessi ummæli koma á óvart. Meirihluti Alþingis hafi tekið ákvörðun og það sé skylda þingmanna og ráðherra, þar á meðal landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, að vinna í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis. Hann segir að vilji Jón fresta umsóknarferlinu sé réttast að hann flytji um það tillögu í ríkisstjórn eða á Alþingi.

frettir@ruv.is

 


Er komin upp klofningur í ESB afstöðu ASÍ.

Eitthvað virðist samstaðan hjá ASÍ í Evrópumálum vera að riðlast, eða var hún kannski ekki eins mikil og Gylfi Arnbjörnsson hefur viljað vera láta, hann fullyrti í blaða skrifum við mig í vor að mikill meirihluti aðildarfélaga ASÍ væru hlynntir ESB aðild. Samkvæmt könnun sem ég gerði var ekki hægt að fá svör frá félögunum um hvort stjórnarmenn þessara aðildarfélaga ASÍ hefðu umboð sitt frá félagsmönnum sínum til að lýsa yfir afdráttarlausu fylgi við ESB umsókn,  þeyr hljóta að þurfa að sækja slíkt umboð frá baklandinu, það er að segja frá félagsmönum sínum annars er lítið mark takandi á slíkum yfirlýsingum. Nú virðist svo vera að einhverjir í forustu VR séu orðnir efins og kæmi mér ekki á óvart að það væri víðar meðal aðildarfélaganna. Því er hægt að spyrja sig hvort komin er upp klofningur í ESB afstöðu ASÍ.

Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson

Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum.

Í kvöldfréttum í gær kom fram að nokkrir stjórnarmanna VR vilji að félagið fari úr Alþýðusambandinu. Ástæðurnar eru meðal annars þær að það þyki of kostnaðarsamt og þá hafi stuðningur ASÍ við aðildarviðræður við Evrópusambandið farið fyrir brjóstið á nokkrum þeirra.

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands segir launþegahreyfinginuna sundrast komi til þess að VR gangi út úr sambandinu. Alþýðusambandið hafi talið mikilvægt að sækja um aðild að ESB og að aðildarsamningurinn yrði lagður undir þjóðina sem tæki endanlega afstöðu. Með VR innanborðs verði áhrif launþegahreyfingarinnar sterkari og þá sérstaklega á þessum tímum. Hundað þúsund félagsmenn eru í ASÍ og er VR stærsta félagið þar inni. VR greiðir 70 milljónir á ári til sambandsins.

 


Rökrétt að fresta ESB viðræðum.

Það er bera hægt að vera sammála Jóni í þessu mati hans, það er öllum augljóst að nota á Icesave samningin til að þrýsta á okkur í komandi ESB aðildarviðræðum. Það á að afgreiða Icesave samningin frá alþingi áður en farið er í viðræður við ESB af augljósum ástæðum við erum ekki í neinni samnings stöðu með hann ófrágengin, það ættu allir að geta séð og gert sér grein fyrir.

Nú er það svo að ekki einungis Jón Bjarnason sér þessi tengsl og talar um þau opinberlega það hefur Ögmundur Jónasson einnig gert og nú síðast á heimasíðu sinni, þannig að ef þingmenn Samfylkingarinnar telja Jón vanhæfan sem ráherra vegna ESB og andstöðu sinnar þá ætti Ögmundur að vera það líka.

Atli Gíslason hefur krafist þess að AGS legði spilin á borðið hvað varðar lánasamningin þeirra við Íslenska ríkið og hvaða skilmálar fylgja honum. Það er komin tími til að þessir hlutir séu upp á borðinu nú þegar svo allir aðilar geti gert sér ljóst hvað þar stendur og hvort það séu ófrávíkjandi skilyrði AGS, ESB og þeirra erlendu ríkja sem ætla að lána okkur fé til uppbyggingar að gengið sé frá Icesave málinu áður en að ESB viðræðum kemur, en því miður þá hafa þessir aðilar verið tvísaga hvað það varðar.Þar af leiðandi er það rökrétt að fresta ESB viðræðum þar til þessi mál eru komin á hreint.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og hótanir

Ég get ekki annað en tekið undir með þeim sem segja að nú sé fjandakornið komið nóg, það er ekki hægt sem þjóð að láta bjóða sér svona framkomu. Nú er enn ein aðilinn með hótanir og nú í nafni Norræna fjárfestingabankans. Það er til vitnis um að verið er að setja þrísting á Íslendinga að þessi umæli og ákvörðun bankans kemur einmitt á þeim tíma sem mjög tvísýnt er um niðurstöðu Icesave málsins á alþingi og er ekki hægt að túlka hanna á annan veg en að verið sé að beita okkur þrístingi sem jaðrar við kúgun. Það á núna að stöðva alla meðhöndlun icesave málsins og gera þessum aðilum sem hafa haft sig í frami með hótanir að málið verði ekki afgreit undir þrístingi og afskiptasemi af þeirra hálfu, við það verði ekki unað og Icesave skuldbinding þjóðarinnar ekki afgreidd með kúgunum og á þann máta að þjóðin sé gerð nánast gjaldþrota. Það mun engin Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu gangast undir slíka afarkosti. Hótanir hafa ekki virkað vel á Íslendinga hingað til og svo ætti að vera áfram.
mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur ESB þjóða við aðildarumsókn Íslendinga.

Í sjálfu sér kemur ekkert á óvart að þjóðir ESB vilji Ísland í sambandið, hinsvegar er ekki víst að þær verði jafn viljugar að til að veita okkur varanlegar undanþágur í þeim málum sem okkur eru nauðsynlegar til að gerast aðilar. Það er allt eins víst að þær verði jafn mótfallnar aðild okkar þegar að því kemur að greiða atkvæði um slíkar undanþágur.
mbl.is Litháíska þingið styður aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng og torfær leið inn í ESB.

Ég held að það sé mikið til í þessari greiningu hjá Economist. Fáist ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu og landbúnaðarstefnu ESB sem sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn getur sætt sig við og sem þjóðin getur sætt sig við, þá mun reynast erfitt að ná fram meirihlut fyrir ESB aðild. Þá er einnig mikið verk fyrir höndum að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í rétt horf og fráleitt að halda að ESB komi okkur til hjálpar með það, við ein þurfum og munum vinna okkur út úr þeim ógöngum og því fyrr sem þjóðin og ráðamenn þjóðarinnar átta sig á þessu því betra. Það mun verða okkur löng og torvöld leið að komast að ásættanlegum samningum við ESB og fyrir ríkisstjórninni að sannfæra þjóðina um ágæti þess samnings sem færst, og því alls óvíst að hún kæri sig um ESB aðild þegar að því kemur.

 


mbl.is Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband