Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hollusta þingmanna.

Það er augljóst á þessari yfirlýsingu Þórunnar hvar hollusta þingmanna SF á að vera fyrst og fremst, eða við flokkinn og svo hugsanlega þjóðina eða hafði það aldrei hvarflað að Þórunni að hún skrifar undir eiðstaf við stjórnarskrá Íslendinga þegar hún tekur sæti á alþingi. Það að Steinunn hafi dregið það allt fram á síðustu stund fyrir sveitastjórnarkosningar að segja af sér er ekkert til að hrópa húrra fyrir, þar var og er verið að hugsa um afdrif SF í komandi kosningum en ekki vegna þess að hún finni hjá sér hvöt til að biðja landslýð afsökunar á dómgreindarleysi sínu. Nú er öllu til tjaldað til að minka fyrirsjáanlegt fylgishrun SF í Reykjavík.


mbl.is Setur þrýsting á aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið:

Er ekki komin tími til að þingmenn og ráherrar VG tali tæpitungulaust um hvað þau vilja í ESB málinu, þessi hringlandi er engum til framdráttar og félagsmenn og kjósendur VG eiga orðið heimtingu á að vita hvar flokkforustan stendur þegar að þessu mikilvæga máli kemur. Það gengur hreinlega ekki að tala gegn ESB á tyllidögum og til að róa félagsmenn og framkvæma svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er komin. Nú viljum við hreinskilin og undanbragða laus svör frá forustu VG um hvar hún stendur varðandi ESB, annað gengur ekki. Þessi hringlandi er ekki í takt við ályktun flokksráðs frá fundinum á Akureyri í vetur þar sem samþykkt var að forustan skildi beita sér gegn ESB aðild.

Nú er nóg komið.


mbl.is Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg ósvífni.

Það er hreint ótrúlegt að 3 maí komi fram krafa um að hækka laun seðlabankastjóra og það um 400 þúsund, og það frá fyrrum fulltrúa Alþýðusambands Íslands sem nú situr á formansstól í bankaráði Seðlabankans. Af hverju var þetta ekki borið undir launþega í kröfugöngum þeirra 1 maí á degi launþega það hefði verið rétti vettvangurinn fyrir Láru að gera það þar, þar hefði hún fengið það svart á hvítu hvað launþegum þessa lands hefði fundist um þessa tillögu hennar, en þetta er kannski lýsandi dæmi um hvað forustufólk verkalýðsins er komið langt frá sínu fólki og svo ekki sé nú talað um verkalýðsarm Samfylkingarinnar. Hafi seðlabankastjóri hætt störfum í betur launuðu starfi fyrir núverandi starf þá á hann það við sig sjálfan og óþarft hjá Láru að gerast einhver undirlægja hans eða fara í launakröfu herferð fyrir hans hönd þar sem seðlabankastjóri er væntanlega full fær um að gera sínar eigin launakröfur. Svo væri kannski ráð að koma þeirri stefnu stjórnvalda til bankaráðsins og annarra ráða sem fara með launamál opinberra starfsmanna og það svo þeir aðilar skilji það að engin skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra.


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér Guðlaugur.

Það er sorglegt hvað fólk getur verið upptekið af eigin persónu, og sér ekki að það vill það engin áfram sem þingmenn. Segðu af þér Steinunn og Guðlaugur það er í það minnsta byrjunin á veg til aukins traust á ykkur og til alþingis.
mbl.is Guðlaugur hyggst ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband