Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Þokast í hvaða átt.

Hefur það nokkuð upp á sig að endurnýja eða gera annan stöðuleikasáttmála, sá sem skrifað var undir í vor hélt ekki og engar líkur á að nýr sáttmáli muni gera það heldur. Það er einnig nokkuð ljóst af ummælum fulltrúa AGS hér á landi að sjóðurinn setur sig upp á móti lækkun stýrivaxta og þar með er það ljóst að ríkisstjórnin og seðlabankinn mun ekki lækka þá í bráð nema með leifi frá AGS. Það er nefnilega þannig að nú eru 2 stjórnarherrar í fjármálaráðuneytinu, það er að segja ríkisstjórn Íslands og AGS og því haldlitlir þeir samningar sem ríkisstjórnin gerir við samtök atvinulífsins. Gylfa Arnbjörnssyni og kollegum hans í ASÍ er það sennilega ekkert ljúft að sverfa að vinum sínum í ríkisstjórninni en það er bara svo að hann gerir sér trúlega grein fyrir að framtíð hans trúverðugleiki sem forustumaður ASÍ er í veði. Margir af forustumönum verkalýðshreyfinganna í landinu höfðu efasemdir um sáttmálan sem skrifað var undir í vor og töldu að hann myndi ekki halda og er spá þeirra að verða að veruleika, því á ASÍ forustan allt undir að sú spá reynist ekki rétt.
mbl.is Þokast áfram í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju BSRB.

Þetta þykir mér gleði fréttir. Við hér á suðurlandi sem þekkjum til Elínar vitum að þar fer mjög hæf kona til að sinna þessu starfi og er hún vel að því komin. Til hamingju BSRB og til hamingju Elín.

BSRB hlotnast þarna mjög hæfa konu í formannsstarfið.


mbl.is Elín Björg kosin formaður BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf samstöðu og samstarfsvilja.

Er ekki hægt að gera þá kröfu til þeirra þingmanna sem nú sitja á alþingi að þeir geimi það til betri tíma að útkljá það deilumál sitt um hverjum sé að kenna að svona sé komið fyrir Íslendingum. Öll umræða um Icesave málið og önnur mál sem komið hafa til kasta alþingis hefur að mér finnst einkennst af þessum deilum og þá sérstaklega nú upp á síðkastið. Það hlýtur að vera að hægt að gera þá kröfu til þingmanna, hver svo sem þeirra pólitíska skoðun er að þeir hugsi núna fyrst og fremst um þjóðarhag og láti af flokkspólitísku argaþrasi um stund. Það lítur að vera hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir snú þessi í stað bökum saman í viðleitni sinni til að ná viðunandi niðurstöðu í Icesave málinu og við endurreisn atvinnulífsins, svo ekki sé nú talað um þá stöðu sem heimilin standa frami fyrir og þá skjaldborg sem reisa átti um þau. Íslenskur almenningur á það ekki skilið að þingmenn eiði dýrmætum tíma alþingis til að skora pólitískar keilur sjálfum sér og flokki sínum til framdráttar, og það á kostnað almennings meðan heimilin og fyrirtækin standa flest hver í ljósum logum. Ég geri í það minnsta þá kröfu til þingmanna að þeir láti nú þjóðarhag ganga fremri sínum eigin og slíðri vopnin um stund.   Stærri og veigameiri mál bíða nú úrlausnar, mál sem krefjast samtöðu og samvinnu allra til þess að vel megi fara. Tími þess að flokkanir og þingmenn komi vel út í skoðandakönnunum ætti að geta beðið um stund, þingmenn verða að gera sér grein fyrir því að þjóðin gerir þá kröfu til þeirra og flokkana að þeir hugsi núna einungis um hvað sé Íslandi fyrir bestu og að þeir vinni sem einn maður að því leysa þau vandamál sem þjóðin á við að etja. Það krefst samstöðu og samstarfsvilja.
mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboðin eru sennilega meðtekin.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta, stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefur einkennst af svona vinnubrögðum frá byrjun, þar sem Samfylkingin hefur helst viljað að þingmannahópur Vg ynni sem einskonar afgreiðslustofnun sem skrifar undir allt sem Samfylkingunni er þóknanlegt og það án athugasemda. Það er því ekki skrítið að hrikti í stoðum þessa samstarfs þegar sumir af þingmönnum Vg hafa vaknað upp við vondan draum og skynjað að þeim var ekki ætlað að hafa neitt um málefni stjórnarinnar að segja.
mbl.is Er að senda VG skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrími J og þingmönnum Vg kom þetta sennilega ekkert við.

Er nema von að illa gangi að halda friðinn og að vinna í sátt á stjórnarheimilinu, þegar vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri er að gera. Jóhönnu hafði víst alveg láðst að láta félaga sinn í fjármálaráðuneytinu hann Steingrím J vita af því að til stæði að birta þessi gögn í dag, ( Honum og hans kemur það sennilega heldur ekkert við ). Þetta ber auðvitað vott um að mikið samband og gott samstarf ríkir á milli ríkisstjórnarflokkana eða hitt þó heldur og það er kannski ekki að furða að illa gangi að fá menn til að tala einni röddu og standa saman á þeim bæ.
mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á samstöðuna.

Nú ætla ég rétt að vona að þingflokkur Vg taki endanlega afstöðu í kvöld til þess hvernig hann vil standa að Icesave samningnum og áframhaldandi samstarfi við Samfylkinguna. Náist ekki samstaða um þetta innan flokksins fljótlega eru allar líkur á því að sú sundrung sem komin er upp innan Vg muni aukast og það svo að erfitt gæti reynst að snúa aftur til fyrri stöðu. Steingrímur J og Ögmundur ásamt forustu Vg standa þar af leiðandi frami fyrir því vali að ná málalyktum eða málamiðlunum sem allir flokksmenn Vg geta sætt sig við. Að öðrum kosti mun Vinstrihreyfingin grænt farmboð líði brátt undir lok í núverandi mynd. Ég trú því ekki fyrr en á reynir að það verði niðurstaðan að forusta Vg sé reiðubúin til að kljúfa flokkinn og leggja framtíð hans að veði fyrir áframhaldandi ríkistjórnarsambúð við Samfylkinguna. Nú reynir á samstöðuna.
mbl.is Þingflokkur VG fundar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt hjá þeim.

Mikið ósköp er samfylkingarmönnum hugleikin sú meinta valdabarátt sem á að ríkja innan Vg að þeirra sögn, af hverju skildi það vera. Það hefur verið öllum ljóst allt frá því að Icesave samningurinn leit dagsins ljós að ekki var samstaða um hann í þingflokki Vg. Í aðdraganda ESB umræðunnar var þingmönnum Vg heitið því að sannfæring þeirra í því máli ætti að ráða við atkvæðagreiðslu þeirra um það mál. Það vita allir sem fylgdust með því máli að svo varð ekki raunin, þingmenn Vg sem voru á móti ESB málinu voru beitir þrístingi og þeim hótað með stjórnarslitum ef þeir gerðu eitthvað sem hindrað gat framvindu þess máls. Sama aðferðarfræðin er nú uppi þegar Icesave samningurinn er borin á borð, semsagt hótanir og yfirgangur. Er nema von að þingmenn sem vilja fylgja sannfæringu sinni spyrni við fótum rétt eins og Ögmundur gerði þegar hann valdi þann kostinn að segja afsér, það færi betur ef fleiri þingmenn gerðu slík hið sama. Það er leit til þess að vita að Samfylkingin skuli meina þingmönnum að fylgja stjórnarskrár bundnum rétti sínum og reyndar skildu sinni að láta sannfæringu sína ráða för í gerðum þeirra á alþingi. Slíkir stjórnunar hættir geta aldrei haft neitt gott í för með sér og það var því einungis tímaspursmál hvenær upp úr siði. Það er einungis til að fagna að þingmenn á borð við Ögmund Jónasson og Guðfríði Lilju ásamt fleirum í þinghópi Vg láti ekki vaða yfir sig og skoðanir sínar jafnt innan flokks sem utan. Kúgun, einelti og hótanir hafa aldrei neitt got í för með sér hvar og hvernig sem slíkt er iðkað. Það er því rétt hjá þeim að þau hefðu ekki verið réttu talsmennirnir fyrir öfl sem svoleiðis hafa hagað sér.


mbl.is Var ekki heppilegur talsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hétu stuðningi.

Ekki efa ég að þingflokkur Vg hafi heitið Steingrími J stuðningi sínum til að ná fram viðunandi samningi um Icesave skuldirnar en það er einmitt það sem allt veltur á, verður sá samningur viðunandi. Sú viðleitni ríkisstjórnarinnar að allir stjórnarliðar tali einni röddu í Icesave málinu hvað sem á dynur er ekkert nema óskhyggja ein. Það hefur allt frá því að málið kom fyrst til kasta ríkisstjórnarinnar og síðan alþingis verið ljóst að ekki voru allir þingmenn ríkisstjórnarinnar sáttir við þann samning sem í boði var og á það jafnt við þingmenn úr röðum beggja stjórnarflokkana, þó svo að sumir þingmenn Vg hafi  verið harðari í andstöðu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar þá var engu að síður urgur í báðum flokkum. Hvernig Icesave málið hefur síðan velkst í þinginu og hjá ríkistjórninni er öllum ljóst sem fylgst hafa með. Það hafa verið málamiðlanir bæði við stjórnarandstöðuna og stjórnarþingmen sem leiddi að lokum til samstöðu um þá fyrirvara sem settir voru og afgreiddir frá alþingi nú í sumar. Eftir kynningu á þeim fyrirvörum hjá Bretum og Hollendingu hefur komið í ljós að þessir fyrirvarar eru þeim ekki að skapi og ríkisstjórn Íslands því hafið samninga viðræður um nánari útfærslu á Icesave samningnum aftur. Það þurfti því ekki að koma á óvart að ekki voru allir þingmenn stjórnarinnar sáttir við það og vildu að málið færi aftur til þingsins og fengi þar þinglega meðferð eins og eðlilegt getur talist. Það er hinsvegar öllum orðið ljóst núna að það var einlægur vilji þeirra Jóhönnu og Steingríms J að ríkisstjórnin og þingliðar stjórnarinnar töluðu einum rómi þegar málið kæmi aftur til kasta þingsins og að þeyr þingmenn sem voru andvígir málinu á fyrri stigum þess létu af andstöðu sinni. Fljótlega hefur þeim þó orðið ljóst að svo myndi ekki verða og því var það að samfylkingin eða Jóhanna greip til þess ráðs sem svo oft hefur verið notað frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum að hóta stjórnarslitum ef þingmenn ekki létu af andstöðu sinni. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að sá tími myndi koma að þingmenn Vg og í þessu tilfelli Ögmundur myndu segja hingað og ekki lengra, og taka þann kost einan sem hann átti eða að segja af sér ráðherra embætti þar sem þessi stjórnunar stíl er búin að viðgangast allt frá því að ESB málið kom til kasta alþingis og honum sennilega ljóst að honum væri ekki vært í ráðherrasæti áfram. Allt frá því að ESB málið kom til kasta alþingis og reyndar frá því að samið var um það mál í stjórnarmyndun hefur það verið vitað að hluti af þingflokki Vg var andvígur því og sá ágreiningur sem upp kom meðal stjórnarliða um hvernig því mál skildi afgreit og einnig sá þrístingur og hótanir sem þessir þingmenn Vg voru beittir hefur haft það í för með sér að mikil tortryggni ef ekki óvild ríkir nú á milli flokkana og því hótanir ekki vænleg leið til að ná fram stuðningi  við Icesave málsið meðal þinghóps Vg. Ætli Jóhanna og Steingrímur sér að halda saman ríkistjórn Vg og Samfylkingar þá verða þau að átta sig á því að með hótunum og þvingunum verður þeim ekki lengur neitt ágengt. Steingrímur J verður einnig að átta sig á því að framtíð Vg í núverandi mynd er að miklu leiti í hans höndum en ekki í höndum þeirra þingmanna Vg sem vilja þinglega og lýðræðislega stjórnarhætti. Því verður hann að sína fram þingmönnum Vg fram á að hann sé vel að stuðningnum komin.


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa Bretar um Lissabon sáttmálan næst?

Nú liggja ESB sinnar sennilega á bæn og biðja þess að Íslandsvinurinn Gordon Brown og flokkur hans vinni komandi þingkosningar í Bretlandi, því annars er eins víst að önnur atlaga verði gerð að Lissabonsáttmálanum þar sem David Cameron og Íhaldsmenn hafa fullan hug á að leifa breskum almenningi að segja álit sitt á Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verða það þá hugsanlega Bretar sem fella þann sáttmála og setja ESB batteríið í uppnám?.

Það er þá kannski eftir allt full snemmt að hrópa húrra fyrir niðurstöðunni á Írlandi. Smile


mbl.is Cameron áfram gegn Lissabon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB fagnar !

Kannski ekki nema von að fagnað sé þar á bæ, því nú er að rætast sú ósk Angelu Merkel sem í forsætis tíð sinni hvatti þær þjóðir ESB sem hafnað höfðu samninginum að greiða um hann atkvæði aftur. Það hefur verið gert í nokkrum löndum en þá án aðkomu almennings í þeim þjóðlöndum, heldur hefur sú atkvæðagreiðsla farið fram á þjóðþingum landanna til að tryggja rétta niðurstöðu. Slík er virðing ESB fyrir lýðræðinu og skoðunum almennings í aðildarlöndunum. Það skal aðeins kjósa í almennri þjóðaratkvæðisgreiðslu í þeim löndum þar sem tryggt er að rétt niðurstaða fæst. Það er núna eitt ár frá því að Írar höfnuðu sama sáttmála og nú var greitt atkvæði um og ekki að furða að hinum almenna borgara hafi ekki fundist ástæða til að mæta á kjörstað þegar svo er farið með lýðræðið. Skildi þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild okkar að ESB fá sömu meðferð? Það er full ástæða til að spyrja sig að því í ljósi reynslunar af þjóðaratkvæðargreiðslum sem tengjast ESB..
mbl.is ESB fagnar írsku jái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband