Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Umbótanefnd til hvers?

Ég hef alla tíð haldið því fram að hrun flokkarnir eru í það minnsta 3 og bera allir ábyrgð á gerðum sínum í samstarfi sínu við hvor aðra, ég hef reyndar oft fengið bág fyrir þessi sjónamið mín frá fylgjendum núverandi stjórnar herra.

Samfylkingin þarf enga nefnd til að átta sig á því hvað betur má fara hjá þeim og hverjir bera ábyrgð á gerðum flokksins í samstarfi þeirra við Sjálfstæðismenn því  það vita þeir mæta vel, hitt er svo hvort félagsmenn SF eru nógu einarðir í sér til að gangast við þeirri ábyrgð og hreinsa út, en eins og hlutirnir eru að þróast núna þá dreg ég það stórlega í efa.

Það hefur verið birtur listi yfir þá þingmenn og flokka sem hafa fengið fyrirgreiðslur hjá bönkunum í formi styrkja og eru þar sumir stórtækari en aðrir, en allt þetta lið sem svo er ástatt með á það sameiginlegt að það á að koma fram fyrir þjóð sína og biðjast afsökunar á því.

Þingmann þeirra flokka sem sátu í ríkisstjórnum sem beint áttu hlut að hruninu eiga að segja af sér þingmennsku þar sem engin getur tekið orð þeirra trúanleg um að þeir hafi ekkert vitað í hvað stefndi  og þar af leiðandi séu þeir án ábyrgðar, það gengur hreinlega ekki upp.


mbl.is Samfylkingin skipar umbótanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður þetta mál leitt til lykta nú.

Vonandi reynist það rétt að Bretar og Hollendinga geti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu án einhliða krafna . Það er farsælast fyrir alla aðila að gera slíkt því einhliða kröfur geta aldrei verið samningsgrundvöllur í neinu tilviki, og ef það á að nást niðurstaða í þetta mál þá er ekki um neitt annað að ræða. Hvort við eigum að borga eða ekki ætla ég ekki að dæma um þar sem ég er ekki  það lögfróður að ég telji mig færan um slíkt, hitt er þó að mínu vit að við eigum að greiða það sem okkur ber og ef það þarf dómstóla til að kveða upp úr um það þá verður svo að vera. En það hljóta allir að sjá að þetta mál verður að taka einhvern endi þar sem ekki er hægt að hjakka áfram í  sama farinu eins og nú er gert og koma engu í verk fyrir vikið.

 


mbl.is Falla frá einhliða skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að virkja Þjórsá.

Og hvert á svo þessi orka að fara? Erum við að tala um Reykjanesið til dæmis? Telur Ólöf að sunnlendingar muni sætta sig við það? Ef á að virkja þarna er þá ekki best að gera það í sátt við þjóðina og heimamenn, eða kemur okkur þetta mál ekkert við.
mbl.is „Hefðbundinn yfirgangur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband