Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Nýárs kveðja.

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur sem

heimsótt hafa síðuna mína í ár óska ég

gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju

ári. Þökk fyrir innlitið á liðnu ári

sjáumst hress á því nýja. Grin


Jólakveðja.

Kæru blogg vinir, ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið eigið friðsæla og notalega hátíð með ykkar fjölskildum.

Það var svo sem ekki við öðru að búast frá honum.

Það var svo sem ekki að búast við öðrum dómi frá honum.  Það virðist orðið einu skipta hvaða fræðimaður eða stofnun kemur með úttekt á þessu máli því ríkisstjórnin með Steingrím J í fararbroddi veit alltaf betur og blæs á allar hrakspár þó framsettar séu af hæfustu fræðimönum. Hvað honum og ríkisstjórninni gengur til með þessari þrjósku er hulin ráðgáta, því ekki hafa komið fram nein haldbær rök fyrir því að vert sé að taka þá áhættu að þjóðin taki á sig þessa skuld.  Að það sé þess virði að taka þá áhættu á að þjóðin verði gjaldþrota vegna þessa er ekki traustvekjandi. Ennfremur hefur þjóðinni ekki verið greint frá því hversu mikið þarf að skera niður í rekstri þjóðarbúsins á komandi árum eða hvaða innflutnings höft þurfi að koma til til að standa undir þessum samning.

Mig grunar þó að það sem hér ráði ferð hjá Steingrími og hjá þingmönnum VG sé sama ástæða og í sumar þegar ESB málið var í vinnslu. Trúlega er það einnig ástæðan fyrir því hversu auðsveip stjórnvöld eru gegn ESB og Bretum og Hollendingum í þessu máli. Það vit það allir að ef Icesave samningnum verður hafnað þá er verður það tómt mál að tala við ESB um inngöngu Íslands í þau samtök. Samfylkinngin hótaði ítrekað stjórnarslitum í aðdraganda ESB kosninganna á alþingi í vor ef VG sæi ekki til þess að ESB frumvarpið yrði samþykkt og þeir hafa reyndar gert það sama varðandi þetta mál, þó ekki hafi farið mikið fyrir þeim hótunum eftir að Ögmundur sagði af sér og hefur það trúlega orðið til þess að þeir gerðu sér grein fyrir því að það vopn gat verið tvíeggjað. Enn og aftur stöndum við því frami fyrir því að líf þessarar ríkisstjórnar veltur á aðildarviðræðum við ESB og að ekkert komi í veg fyrir það og þar er Icesave skuldin það gjald sem við þurfum að greiða til að Samfylkingin fá þann draum sinn uppfylltan. Steingrími J og forustu VG er því alveg sama þó þeir svíki kosningarloforð sín og stefnu VG ef það að gera Samfylkingunni til geðs gæti orðið til þess að halda hrunflokkunum frá völdum og til að halda saman þessari ríkisstjórn, og það jafnvel þó það fari gróflega gegn vilja 3/4 hluta kjósenda. Nei þó mér sé ekki löngun í að fá hrunflokkana aftur að völdum þá er ég ekki reiðubúin að halda þeim burt þaðan gegn hvaða gjaldi sem er.    


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða þingmenn stjórnarinnar velja að hlusta á ákall þjóðarinnar??

Jæja góðir landsmen þá er að sjá hvaða þingmenn ríkisstjórnarinnar velja að hlusta á ákall þjóðarinnar og hafna þessum ofur byrðum sem hún vill leggja á hanna af undirgefni við Breta og Hollendinga, ESB og AGS. Það verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn meta holustuna við flokkinn og ríkisstjórnina meir en holustu sína við landsmenn. Eins og fram hefur komið í skoðanakönnunum og það fleiri en einni þá hafa 3/4 af þjóðinni viljað hafna þessum Icesave samning og hafi þingmenn VG og Samfylkingarinnar ekki þor til að standa á eigin fótum gegn forustunni og hafna Icesave samningnum þá geta þeir þó alltént falið sig bak við þjóðarvilja og vísað þessum samning til þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis því þar á hann heima. Ég skora því á þá þingmenn sem enn eru í efa að fara þá leið í stað þess að láta kúga sig til fylgis við slæmt mál og vegna flokksholustu.
mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðinn þreyttur á vaðlinum í honum..

Mér er skapi næst að halda að þessi kjaftaskur sé betur komin út á sjó en á alþingi en ég vill ekki sjómönnum þessa lands svo illt að burðast með hann nógu erfitt er starf þeirra firrir, og er þetta ekki ein af þeim sem hafa vil af þeim umsamin launakjör með afnámi sjómannaafsláttarins? Þeir hugsa honum sennilega þegjandi þörfina núna og ekki víst nema að þeir hendi honum firrir borð ef hann kæmi á stóin aftur. Ég er allavega orðin þreyttur á vaðallinum í honum.

Annars er það með ólíkindum að hlusta á að allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eru nú kenndar við Norræn velferðar sjónamið og að verið sé að bregða á þá braut þjóðinni til heilla, og virðist þar einu skipta um hvaða mál er að ræða. Mætti þá ekki eins fullyrða að Icesave samningurinn sé í anda Norrænar velferðar? er ekki sífellt stagast á því að AGS og hinir svokölluðu frændur okkar og vinir á Norðurlöndunum heimti það svo hægt sé að greiða út lánin til okkar eða yfir höfuð veita okkur lán? Því hefur alla veganna verið haldið að almenningi að svo sé og því rétt að spyrja sig að því hvort að hér sé um Norrænan velferðar samning að ræða.


mbl.is Engin straumhvörf með lögfræðiálitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vert að leggja við eyrun.

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að svo verði, eða heldur fólk að það verði dregnar einhverjar 100 miljónir á dag til að standa undir vöxtunum af Icesave úr varasjóðum, og það næstu sjö árinn ? Nei auðvitað verður það ekki gert og ekki hægt að standa undir því nema með verulegum niðurskurði hjá hinu opinbera og með aðhaldi á öllum sviðum þjóðlífsins og höfum við nú bara séð byrjunina á þeim ferli. Eða heldur fólk að skatttekjur 80,000 aðila ( UM 40% af skatttekjum einstaklinga) komi hvergi við í rekstri þjóðabúsins? En það er sú sem ríkið stendur frami fyrir að þurfi til að standa undir vaxtagreiðslum vegna Icesave. Eins og fram hefur komið þá er verið að skera niður til hinna ýmsu verkefna af hálfu hins opinbera og og hefur meðal annars verið bent á að niðurskurður til Landhelgisgæslunnar er um 300 miljónir á komandi fjárlögum eða sem nemur þriggja daga vaxtagreiðslum af Icesave, og fleiri slík sláandi dæmi má heyra rætt um þar sem verið er að nurla inn miljón hér og þar í útgjöldum ríkisins en mönnum á þeim bæ finnst það bara flott að gangast við Icesave samningunum óbreyttum, samningum um greiðslur sem okkur ber ekki að greiða nema af litlum hluta, og verið er að taka á sig af siðferðisvitund eins og skilja má af umræðunni á alþingi. Nei við ættum ekki að taka viðvaranir þessa mans léttileg eða eins og heyra má af umræðum hér á blogginu að hann tali svona af því hann sé skipaður af Framsókn í bankaráð Seðlabankans, slík ummæli dæma sig sjálf eða trúir því nokkur að forusta Framsóknar segi þessum manni fyrir verkum. Nei hér er vert að leggja við eyrun og hlusta.
mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband