Löng og torfær leið inn í ESB.

Ég held að það sé mikið til í þessari greiningu hjá Economist. Fáist ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu og landbúnaðarstefnu ESB sem sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn getur sætt sig við og sem þjóðin getur sætt sig við, þá mun reynast erfitt að ná fram meirihlut fyrir ESB aðild. Þá er einnig mikið verk fyrir höndum að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í rétt horf og fráleitt að halda að ESB komi okkur til hjálpar með það, við ein þurfum og munum vinna okkur út úr þeim ógöngum og því fyrr sem þjóðin og ráðamenn þjóðarinnar átta sig á þessu því betra. Það mun verða okkur löng og torvöld leið að komast að ásættanlegum samningum við ESB og fyrir ríkisstjórninni að sannfæra þjóðina um ágæti þess samnings sem færst, og því alls óvíst að hún kæri sig um ESB aðild þegar að því kemur.

 


mbl.is Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband