Icesave og hótanir

Ég get ekki annað en tekið undir með þeim sem segja að nú sé fjandakornið komið nóg, það er ekki hægt sem þjóð að láta bjóða sér svona framkomu. Nú er enn ein aðilinn með hótanir og nú í nafni Norræna fjárfestingabankans. Það er til vitnis um að verið er að setja þrísting á Íslendinga að þessi umæli og ákvörðun bankans kemur einmitt á þeim tíma sem mjög tvísýnt er um niðurstöðu Icesave málsins á alþingi og er ekki hægt að túlka hanna á annan veg en að verið sé að beita okkur þrístingi sem jaðrar við kúgun. Það á núna að stöðva alla meðhöndlun icesave málsins og gera þessum aðilum sem hafa haft sig í frami með hótanir að málið verði ekki afgreit undir þrístingi og afskiptasemi af þeirra hálfu, við það verði ekki unað og Icesave skuldbinding þjóðarinnar ekki afgreidd með kúgunum og á þann máta að þjóðin sé gerð nánast gjaldþrota. Það mun engin Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu gangast undir slíka afarkosti. Hótanir hafa ekki virkað vel á Íslendinga hingað til og svo ætti að vera áfram.
mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Þetta er ekki hótun

Heldur viðbrögð við þeirri hótun alþingismanna að greiða ekki Icesave skuldirnar.

Þú myndir ekki vilja lána nokkrum manni sem þú vissir að væri vanskilamaður. 

Svo einfalt er þetta jafnvel þó mér og þér líki þetta ekki

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:15

2 identicon

Hvernig refsum við Norræna fjárfestingabankanum með því að stöðva afgreiðslu Icesave. Hvað er samhengið þarna á milli?

Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:16

3 identicon

Bankarnir okkar eru búnir að ganga nálægt tví að setja stæðstu banka Evrópu í trot. Teir lugu og sviku fólk í Evrópu. Tetta er bara viðbjóðslegt glæpaland sem á ekki skilið að vera hjálpað. Ég skammast mín fyrir ríkisborgararétt minn og ég verð orðinn Dani innan 5 ára. tað er á tæru!

óli (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Góð grein hjá þér Rafn, ég er100% sammála þér.

En hvað varðar athugasemd þína Jón þá eru nú hlutirnir ekki bara svartir og hvítir eins og þú lætur í skína, Íslenska þjóðin eru ekki vanskila mennirnir í þessu máli heldur þeir sem stofnuðu til þessara ICESAVE reikninga og það voru örugglega ekki við.

Ekki græt ég það þó þú afsalir þér ríkisborgara rétti þínum Óli, ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur, en getur þú ekki farið fyrr til Danmerkur eins og skipsrotturnar ef þér finnst þjóðarskútan vera að sökkva

Pétur Steinn Sigurðsson, 23.7.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Jón ég get ekki annað en verið sammála Pétri hér að neðan, það voru ekki við almenningur sem tókum lán hjá bönkunum erlendis sem leiddi til bankahrunsins og því út í hött að kenna þjóðinni um hvernig fór. Ég geri ekki ráð fyrir að það séu sömu menn sem eru að falast eftir láni frá þeim.

Pétur Það er ekki verið að tala um að refsa einum né neinum heldur er það fráleit að notaðar séu þvinganir eða hótanir til að ná fram niðurstöðu í icesave málinu. Ég skil ekki af hverju þeyr ættu frekar að lána íslenskum fyrirtækjum ef við greiðum Icesave samningin í þeirri mynd sem hann er nú eða yfir höfuð, þar sem sá samningur snertir ekki Norræna fjárfestingabankann að nokkru leiti ef ég skil þetta rétt.

Óli Þú ættir ekki að þurfa að bíða í 5 ár með að sækja um danskan ríkisborgararétt það ætti að ganga hraðar fyrir sig en svo. En ef þú telur þig bera ábirgð á einhvern hátt á gerðum Björgólfs feðga  og annarra útrásar víkinga þá er það skiljanlegt að þú skammist þín fyrir það að vera Íslendingur, en það vil svo til Óli að ég tel mig ekki bera ábyrgð á gerðum þeirra og er ekki reiðubúin að axla skömm annarra. Það væri kannski rétt að reina að hafa þessa hluti í samhengi.

Rafn Gíslason, 24.7.2009 kl. 01:17

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Vil benda á pistil á mínu bloggi um þetta Icesave mál allt saman. Íslenskur almenningur naut mikil ávinnings af þessum Icesave málum, ásamt öllum þeim mörg þúsund milljörðum af erlendu lánsfé sem við þurfum aldrei að greiða til baka. Icesave er lítið brot af því.

En það er svo sem rétt að við sem almenningur tókum ekki þessi lán en við sem almenningur tókum á okkur skuldbindingarnar í gegnum okkar kjörnu fulltrúa eins og svo margoft kom fram hjá þeim í haust og því er það borðleggjandi að skuldum við þessa peninga. Þannig virkar lýðræði í heiminum og eigum við því ekki sama útspil varðandi það að geta skotið okkur undan ábyrgð okkar fulltrúa eins og almenningur í einræðisríkjum hefur. Ef menn vilja hinsvegar meina það að íslendingum sé ekki treystandi fyrir atkvæðisrétti og hafi því ekkert með lýðræði að gera þá er það ykkar orð en ekki mín eða þeirra sem vilja taka ábyrga afstöðu í þessu máli.

Sumsé ef að þetta er afstaða manna að við tókum ekki þessi lán, þá er það mesta lýðskrum og argasti kjánaskapur að lyfta svo brúnum og væla á bloggi ef að enginn vill lána okkur peninga hvort sem það heitir bankar, erlend ríki, AGS eða fjárfestingabankar, því hver fer að lána þjóð peninga sem svo kýs bara nýja stjórn og kveðst ekkert þurfa að greiða neitt til baka því almenningurinn tók ekki þessi lán.

Varðandi þennan Norræna fjárfestingabanka, þá liggur nú fyrir að minnsta landið í þessu samstarfi, við, berum ábyrgð á helminginn á öllu tapi þessa banka á seinasta ári, ætlum við svo að fara tala um kúganir og hótanir þegar hann hugsar sig tvisvar um að lána okkur aftur áður en þetta Icesave mál er frágengið? Maður hefur jafnvel heyrt menn alveg brjálaða út af þessu máli og krefjast þess að íslenski fulltrúinn verði kallaður heim, verði mönnum bara að góðu segi ég nú bara ef þetta á að vera framkoma okkar núna í uppbyggingunni. Vilja þá menn ekki bara líka draga sig út úr AGS prógramminu, norðurlandasamstarfi og EES þar sem liggur fyrir að menn þar klóra sér nú í hausnum varðandi ástandið hér á landi og halda fast í buddur sínar. Það mætti nú alveg bera á meiri auðmýkt íslensku þjóðarinnar eftir allt þetta rugl hennar undanfarinn ár. 

Jón Gunnar Bjarkan, 26.7.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Jón Gunnar ekki hefur ég haldið fram að við eigum ekki a standa við skuldbindingar okkar, það er hinsvegar skiptar skoðanir og það hjá fræðimönum hverjar þær eru, ég greiði gjarnan það sem mér ber en þá á þeim nótum að ég ráði við það, annars er eins gott að vera ekkert að reina það. Það ætti að vera Bretum og Hollendingum jafn ljóst og okkur að ef leggja á þær byrðar á okkur sem við ráðum ekki við þá gagnast það engum og síst þeim sjálfum.

Rafn Gíslason, 27.7.2009 kl. 00:06

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ok, Rafn. En þá skulum við aðeins greina hvað við getum ekki greitt. Samkvæmt útreikningum(sem ég viðurkenni alveg að er óþolandi að það er ekki hægt að vita með vissu hvort þeir standist eða ekki og þannig hversu mikil þessi skuld er á endanum) þá nema þessar skuldir um 20-30% af þjóðarframleiðslu. Ætlar einhver hér að halda því fram í fullri alvöru að þjóðin geti ekki staðið undir því þegar flestar vestrænar þjóðir skuldi langt yfir 100% af þjóðarframleiðslu, og margar svo mikið meira segja fyrir heimskreppuna? Nú ef við getum ekki greitt þetta, hvað í ósköpunum eru þá menn hérna í þjóðfélaginu svona ósáttir við að IMF, norðurlandaþjóðir og svo framvegis séu að tefja lan til okkar, við getum hvort eð er ekki greitt þegar upp er staðið.

Talar einhver hérna í þjóðfélaginu um að við munum ekki geta greitt IMF lánin, eða norðurlandalánin, eða Pólverja og Rússa lánið, eða hvort við getum fjármagnað halla ríkissjóðs, eða byggt tónlistarhúsið eða bjargað sjóvá, eða endurfjármagnað bankanna, tryggt allar innistæður hér á landi upp í topp og svo framvegis. Að sjálfssögðu ekki, því við viljum fá inn sem allra mest af lánum, það þýðir lítið fyrir okkur að segja núna að við getum ekki greitt þessi lán til baka því þá fáum við ekki lánin. Það mun koma í hlut næstu blogg kynslóðar þegar við eigum að fara greiða alla nýjustu lánapakkanna, heyrðu, almenningur var blekktur, við tókum ekki þessi lán, vanhæfir póltíkusar gerðu það, við getum ekki greitt þetta, förum í Parísarklúbbinn eða hvað sem mönnum muni detta í hug þann daginn.  

Staðreyndin er sú að Ísland stendur nú eftir eitt og vinalaust, (reyndar með góðvini okkar færeyingja okkur við eins og alltaf og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hjálpuðu okkur í þessu klúðri okkar )og ef marka má atburði síðustu daga þar sem allt er lok lok og læs allstaðar, þá fer hérna allt til fjandans ef okkur tekst ekki að opna fjármagnsmarkaði. Dæmi: Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, nánast öll fyrirtæki á landinu, útgerðarfyrirtæki, meira segja sveitarfelög eru skuldug upp fyrir haus í erlendri mynt. Þau fá hvergi staðar lán, ekki einu sinni hjá fjárfestingasjóðum sem eiga að styðja við svona fyrirtæki í vanda, hvað þá frá bönkum. Ef þau ná ekki að endurfjármagna þessi lán áður en þau falla á gjalddaga, þá fer þetta allt á hausinn. Það er ekkert fjármagn í boði eins og staðan er i dag, EKKI EINU SINNI FYRIR RÍKIÐ því IMF og norðurlandaþjóðirnar ætla sér ekki að greiða út krónu fyrr en Icesave er samþykkt. Jú jú, seðlabankinn getur gefið út einhverjar marklausar yfirlýsingar eins og núna um daginn, lofaði Landsvirkjun gjaldeyri ef hann þrýtur á næsta ári, en hvar á Ríkið/seðlabankinn að fá allan þennan gjaldeyri til að bjarga öllum þessum fyrirtækjum, sveitarfélögum. Það er allt þjóðfélagið undir hérna út af þessu fylleríi okkar.

Svo að ef það er einhver skuld hérna sem við höfum ekki efni á því að hafna, þá er það Icesave, frekar þá hætta við norðurlandalánin, Pólverjalánið, rússalánið eða hvað það er.  Nú svo ef það kemur í ljós eftir 7 ár að við getum ekki greitt Icesave, nú þá bara getum við það ekkert greitt Icesave, ekkert frekar en við getum greitt neitt af öllum okkar skuldbindingum núna og þá geta viðsemjendur ekkert annað en bara horfst í augu við það og þá verður að endursemja, fella niður hluta lánsins eða hvað það er. En mönnum ber að hafa það hugfast að Icesave er lítill hluti af öllum þeim lánum og skuldbindingum sem við erum að taka á okkur þannig að láta eins og Icesave sé bleiki fíllinn í herberginu í þessum skuldamálum er mikil misskilningu.

Við skulum ekki vanmeta hvað það getur haft mikil áhrif á efnahagslífið ef allt hrynur vegna þess að lán geta ekki verið endurfjármögnuð, króna taki aðra dýfu, hversu mikinn samdrátt getum við þá þurft að taka á okkur í þjóðarframleiðslu, hversu mikið meiri samdrátt í ríkisfjármálum, hversu mikið atvinnuleysi í framhaldi af því. Ef að endurreisnin tekst vel til og hagvöxtur getur hafist á ný, segjum 3% að meðaltali næstu 15 ár(ekki ólíklegt miðað við hrunið sem við höfum þurft að þola nú þegar), þá borgar hagvöxturinn einn og sér upp þessa Icesave skuldbindingu og meira en það, og að samþykkja Iceasave og opna fjármagnsmarkaði aftur er talinn meginforsenda fyrir því að endurreisnin geti heppnast.

Jón Gunnar Bjarkan, 27.7.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband