Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hvað mun flokksráð VG gera núna?

Á flokksráðsfundi VG sem fram fór þann 25-26 júní í sumar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Málsmeðferðartillaga um ESB.
Flokksráðsfundur VG samþykkir að vísa tillögu um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu til málefnaþings, sem haldið verður á haustmánuðum.
Forsendur ESB umsóknar eru breyttar og í því ljósi er mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt felur flokksráð stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúningshóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu vegna fyrirhugaðs málefnaþings.
Flokksráð ítrekar andstöðu VG við aðild að Evrópusambandinu og vísar til fyrri samþykkta í þeim efnum.

Hvað skilda hafa orðið af þessum áætlunum? Heyrst hefur að verið sé að svæfa málið í umræddri nefnd og að af þessum fundi verði ekki eins og til stóð nú í september, og hefur heyrst að í stað þessa fundar eigi að koma fjórir fundir á komandi vetri þar sem ESB umræðan eigi að fara inn í almennar umræður um utanríkismál einhvern tíman seint í haust eða á vormánuðum. Því miður er svona komið í VG þar sem forysta flokksins gerir allt til að þagga niður í grasrót flokksins og svæfa lýðræðislega umræðu um ESB málið, og fara þar fremstir í flokki það fólk sem helst hallast að ESB innan VG og geta menn giskað á hver þar fer fremstur í flokki.  Því miður lesendur góðir svona er farið með lýðræðislega teknar ákvarðanir á þeim bæ, spurningin er því hvort flokksráð og félagsmenn VG ætla að láta þetta óátalið eða spyrna við fótum, framtíð Vinstri grænna veltur á því, þar sem þegar  hefur verið vart við fólksflótta úr flokknum vegna ESB málsins. Hvað mun flokksráð VG gera núna?


Til skammar.

Ótrúlegur poppólismi ráðherrana, ekki var ríkisstjórnin svona fundvís á fjármuni þegar fólk svalt í sumar er hjálpastofnanir lokuðu vegna fría. Þessi hræsni þingmannanna er til skammar.
mbl.is Beinagrind á borði ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ gjörsamlega bitlaust.

Því miður er þetta rétt hjá Vilhjálmi, svona getur þetta farið þegar tengslin hjá forustu verklýðsfélaganna er orðin of náin við stjórnmálaöflunum en svo er orðið með bæði ASÍ og aðildarfélög þess og því ekki von á að menn beiti sér eins og hægt væri að ætlast af þeim.
mbl.is Verkalýðshreyfing með gervitennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál Mörður.

Alveg er ég sammála Merði hér, það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort vilji er fyrir áframhaldi á ESB viðræðunum / ESB aðlöguninni, eða hvort hér skuli látið gott heita. Helst hefði ég þó viljað sjá þessa ákvörðun tekna af þjóðinni sjálfri í stað misvitra þingmanna sem oft á tímum hugsa meira um eigin hag en hag fólksins. Slík ákvörðun þó svo hún færi fram á alþingi væri þó góð niðurstaða fyrir félagsmenn VG sem og kjósendur flokksins, þá kæmi í ljós eitt skipti fyrir öll hvað flokksforustan ætlar sér í þessum máli og í framhaldi af því þá geta félagsmenn VG tekið ákvörðun um áframhaldandi veru sína í flokknum sem og kjósendur um stuðning sinn við flokkinn. Það er að segja þeir sem telja ESB málið forsendu fyrir stuðningi við VG af eða á.
mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit engin hvað hann er að fást við varðandi ESB.

Nú er talað tungum tveim á stjórnarheimilinu og það ekki í fyrsta skipti. Þó svo ég viti að Ögmundu vilji halda þessari ríkisstjórn saman þá er ég ekki svo viss að félagar hans í grasrót flokksins séu honum sammála í því efni sér í lagi ef um aðlögunarferli reynist að ræða, þá á forusta VG erfitt verk fyrir höndum með að sannfæra flokksráð og grasrótina um að halda skuli áfram þessum viðræðum og aðlögunarferli.

En er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir viti hvað þeir eru að fást við þar sem að fram hefur komið að sitt sýnist hverjum um hvað verið sé að gerast í ESB málinu, er nú ekki rétt að doka við og fá það alveg á hreint svo engin sé að misskilja neitt í þeim efnum, það hlýtur að vera lámarks krafa að svo sé gert.


mbl.is Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að grasrótin í VG vilji endurskoða stöðuna hefur verið ljóst lengi.

Þessar fullyrðingar Arnars Sigurbjörnssonar eru mjög í takt við það sem ég hef verið að skrifa um hér á bloggi mínu síðustu daga, ég deili hinsvegar ekki sama trausti á formanni VG og hann gerir þegar að ESB kemur, því Steingrímur J hefur reynt að koma í veg fyrir að flokksráð álykti um málið og hefur reynt að svæfa það mál þegar það hefur borið á góma á þessum fundum og ég held að öllum sem þessa fundi hafa setið eða haft aðgang að stöðu og framvindu mála á þar sé það ljóst. Það verður því ekki lengur undan því vikist að útkljá þetta mál eitt skipti fyrir öll innan VG ellegar er einsvíst að flokkurinn heyri sögunni til í núverandi mynd.
mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og lýðræðisást Árna Þórs.

Sé lýðræðisást Árna Þórs svona mikil þá æti það ekki að þvælast fyrir honum að virða niðurstöðu alþingis og vilja flokks systkina sinna svo ekki sé nú talað um vilja þjóðarinnar. Þar af leiðandi ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að spyrja þjóðina að því hvort hún vill halda þessari ESB umsókn áfram eða ekki. Það sem breyst hefur frá atkvæðagreiðslunni síðastliðið vor og frá því að flokksráð VG gaf vilyrði sitt fyrir myndun þessarar ríkisstjórnar er að nú er verið að tala um aðlögun stjórnkerfisins að ESB og að þær varanlegu undanþágur sem voru allgjör forsenda fyrir viðræðum við ESB eru ekki lengur taldar nauðsynlegar, hefði slíkar upplýsingar legið fyrir 2009 þá hefði Árni Þór og aðrir í forustu VG aldrei fengið það í gegn að farið yrði í ríkisstjórnarsamstarf við Samfylkinguna, það held ég að hægt sé að fullyrða því að mikil kurr var í félagsmönum VG við að gefa eftir í þessu máli og hefur verið æ síðan eins og vitað er. Árni Þór er hér heldur ekki að tala fyrir hönd  meirihluta félagsmanna í VG og það er hann vel meðvitaður um, því í aðdraganda kosninganna um ESB á alþingi 2009 þá glóðu línur á milli landshluta þar sem grasrótin mótmælti þessari ákvörðun forustu VG harðlega og komu margar ályktanir þar að lútandi frá svæðisfélögum víða um landið. Þannig að ef Árni vill vera samkvæmur sjálfum sér í lýðræðisást sinni þá ætti það ekki að velkjast fyrir honum að láta þjóðina um að ákveða framhaldið eða virða vilja alþingis jafnt nú sem og 2009. 


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og ólgan í grasrót flokksinns

Atli Gísla er hér einungis að tala um það hvert hugur grasrótarinnar stefnir, það var og er engin vilji hjá hinum almena félaga í VG til að halda þessu ferli að ESB áfram, því eins og ég blogga um hér að neðan í fyrra bloggi mínu þá hefði þessi ESB hugmynd flokksforustunnar aldrei verið samþykkt í flokksráði hefðu menn átað sig á því hvað var að gerast. Því eru allar forsendur brostnar og þetta á að stöðva þó það kosti stjórnarslit, annars er úti um flokkinn sem slíkan.
mbl.is Ólga í grasrót vinstri-grænna vegna aðlögunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG á grafarbakkanum.

Ef þetta eitt og sér er ekki nóg til að þingmenn VG dragi stuðning sinn við ESB umsóknina til baka, þá hafa þeir gróflega logið að félögum sínum í flokknum sem og kjósendum flokksins. Það var aldrei talað um það á flokkráðsfundi VG þegar stjórn flokksins var gefið grænt ljós á samstarf við SF með ESB í farteskinu að svona ætti að standa að málum, enda hefði flokksforusta VG aldrei fengið þá stjórnarmyndunar hugmynd í gegnum flokksráð. Nú er komið að skuldadögum fyrir þá þingmenn VG sem greiddu atkvæði sitt með þessari umsókn og verði það ekki niðurstaða málefnaþings VG nú í haust að draga skuli umsóknina til baka þó svo að það kosti stjórnarslit, þá hafa þeir hinir sömu þingmenn grafið gröf VG með eigin hendi og geta þá væntanlega verið stoltir af því.
mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og starfsmannaleigur.

Átökin um starfsmannaleigurnar breiðist út í Evrópu.

Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigunum innan ESB hefur nú tvöfaldast á síðustu 10 árum. Á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar og á fyrsta tug þessarar aldar var losað um atvinnulöggjöfina í fjölda Evrópulanda og reglunar um notkun innleigðs starfskrafts urðu frjálsari. Nú um alla Evrópu eykst áhugi atvinnuveitanda á því að notast við lausráðið starfslið sem hefur leitt af sér að þeir sem útleigðir eru til fyrirtækja hafa mun lægri laun en fastráðið fólk hafði áður.

Í Belgíu þar sem starfsmannaleigurnar hafa nú þegar komið sér fyrir á vinnumarkaðinum á sér stað umræða um þetta form ráðninga. - Það er staðreynd að atvinnuveitendur leita nú í auknum mæli eftir lausráðnum starfsmönum til að ná fram sveigjanlegri launakostnaði segir Matthiu Marin frá verkalýðshreyfingunni SETCA þar í landi, en í dag er fjöldi innleigðra starfsmanna frá starfsmannaleigum um 2,49 prósent af Belgíska vinnumarkaðinum og fer vaxandi.

Í Eistlandi er löggjöfin um starfsráðningar frekar laus í böndunum og sveigjanleg.  En þar segir Harri Taliga formaður í Estonian Trad Union Confediration ( EAKL ) að geri það að verkum að auðvelt er fyrir atvinurekendur að losa sig við starfsfólk og með tilliti til atvinnuleysisins þá er það ekki vandkvæðum bundið að finna nýtt starfsfólk á starfsmannaleigunum fyrir lágmarks laun eða lægri. Starfsmannaleigur í Eistalandi eru almennt ekki settar undir neitt regluverk eða löggjöf en starfsemin skal þó greiða föst laun sem ekki eru lægri en lágmarkslaun í því landi sem starfsmaðurinn kemur frá.

Í Finnlandi hefur FFC sem er sambærileg samtök og  ASÍ hérlendis hafið herferð gegn starfsmannaleigunum , þar er því haldið fram að ráðningarsamningar þeirra sem ráðnir séu frá starfsmannaleigum séu ó tryggir og að launin fylgi ekki ráðandi kjarasamningum í Finnlandi að mati FFC. Starfsmenn þessara starfsmannaleiga eru oftast ekki meðlimir í verkalýðshreyfingu og hafa ekki kjarasamninga til að fara eftir, þetta hefur leit til þess að mati FFC að starfsmenn hjá fyrirtækjum allmennt eiga æ erfiðra með að fá fast ráðningar.

Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins. Þessu hefur verið mótmælt harðlega og ríkisstjórn Þýskalands hefur fordæmt það að æ fleiri launþegar séu þvingaðir frá fastráðningu og boðið endurráðning gegnum starfsmannaleigur á mun verri kjörum en áður. Þar var því hótað af atvinnumálaráðherra landsins að ef um smugur í atvinnulögtöfinni væri um að kenna þá myndi það verða lagað hið snarasta, enn er allt við það sama í þeim efnum.

Í Pólandi er það reyndin að allt fleiri fyrirtæki ráða starfsfólk gegnum starfsmannaleigur  og  er það stefna Pólskra yfirvalda að einfalda löggjöfina svo að starfsmannaleigur eigi auðveldara með að athafna sig þar í landi í framtíðinni,  nú verandi löggjöf frá 2003 gengur út á að einungis megi ráða fólk til starfa gegnum starfsmannaleigur í skemmri tíma eða til bráðabyrgða og skal ráðningin vera tengd sérstöku verkefni og ekki til lengri tíma en í 180 daga á hverju þriggja ára tímabili. Löggjöfin setur einnig reglur hvernig vinnu má leysa af hendi með þessum ráðningum og má hún ekki vera áhættusöm eða koma í staðin fyrir fastráðningu. Óþarfi er að taka það fram að Pólsk verkalýðshreyfing er á móti öllum breytingum á þessari löggjöf.

Í Bretlandi er hlutfall innleigðs starffólks það hæsta á vinnumörkuðunum í ESB eða um 4,1 prósent. Síðasta haust meðan á verkfalli póstburðafólks stóð en þar voru um 100,000 mans í verkfalli hjá Royal Mail póstdreifingarfyrirtækinu, þá tók sá atvinnuveitandi þá ákvörðun að fara í kringum verkfallið með því að ráða 30,000 þúsund lausráðið starfsfólk frá starfsmannaleigum. Þetta leiddi til feikilegra mótmæla sem að lokum varð til þess að verkalýðshreyfingin kærði Roayl  Mail til atvinnudómstólsins í Bretlandi.

Til að ryðja brautina fyrir aukin hreyfanleika launþega á milli landa innan sambandsins þá lánaðist ESB árið 2008 eftir langvarandi andstöðu Breta að koma sér saman um löggjöf um starfsmannaleigur, löggjöfinni er ætlað að koma í veg fyrir hindranir gegnt atvinnurekendum sem og starfsmannaleigum í að ráða starfsmenn frá starfsmannaleigum hvort sem þær eru í viðkomandi landi innan ESB eða frá erlendum leigum,  frá og með árinu 2011 á þessi löggjöf að vera komin í gagnið að fullu í öllum löndum ESB.

Í þessari samantekt minni sem byggð er að hluta til á grein Svíans Gösta Torstesson og birt með hans leifi, þá má það öllum vera ljóst  að við inngöngu Íslands í ESB mun allt umhverfi Íslenskra launþega taka verulegum breytingum, þar sem starfsemi slíkra starfsmannaleiga eins og þeirra sem að framan er greint frá mun þá orðin lögleg hér á landi og ekki nóg með það heldur geta þær þá boðið upp á starfsmann frá láglaunasvæðum ESB sem og frá erlendum starfsmannaleigum og þá á þeim launum og kjörum sem tíðkast í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Við höfum vissulega haft erlendar starfsmannaleigur hérlendis áður en þeim hefur verið gert að fara eftir Íslenskum lögum sem og kjarasamningum í einu og öllu hingað til, en það mun breytast við ESB aðild.

Við inngöngu Svíþjóðar í ESB þá var sænskum launþegum heitið því að ekkert myndi breytast hvað vinnulöggjöf landsins varðaði eða rétt sænskra launþega til að gera kjarasamninga við sína vinnuveitendur, það hefur gengið eftir að mestu,  en staða sænskra launþega til að ná fram kjarabótum  í samningum hefur verulega minkað þar sem atvinnurekendur þurfa ekki lengur að sækja starfsfólk á sænskan vinnumarkað þar sem svo er svo komið að starfsmannaleigur ráða orðið miklu um ráðningar og afkomu sænskra launþega og möguleika þeirra til kjarasamninga við atvinnurekendur, og eru þær komnar með starfsemi um allt landið og hafa náð eyrum atvinnurekanda.

Þessi þróun hófst í kjölfar dóms frá Evrópudómnum í hinu svo kallaða Vaxholms máli þar sem tókust á Lettneska byggingarfyrirtækið Laval  og sænska byggnads, en Laval vildi ekki greiða laun eftir sænskum kjarasamningum byggnads fyrir sína Litháeysku starfsmenn.  ( Sjá Færslu hér á bloggsíðu minni frá því í maí 2009 um sama mál ). Í kjölfar löggjafar frá ESB um ó hindraðan vinnumarkað innan ESB sem áður greinir frá er ekkert sem mælir gegn því né getur komið í veg fyrir það að slík starfsemi geti ekki haslað sér völl hér á landi við inngöngu okkar í ESB . Flest okkar muna væntanlega hvernig ástandið var við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og þá viðleitni bæði Impregilo og annarra verktaka þar við að flytja inn til landsins ódýrt vinnu afl, sem og viðleitni annarra fyrirtækja í bygginga geiranum til þess sama og líklega má heimfæra þessa viðleitni á fleiri fyrirtæki en bara þau sem eru í bygginga geiranum og því alveg augljóst að Íslenskir launþegar munu þurfa að takast á við samskonar vanda hvað varðar þessar starfsmannaleigur hérlendis rétt eins og launþegar annarra ESB landa hafa þurft að gera.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband