Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Íslendinga geta ekki setið einir að fiskveiðimiðum sínum ?

Spánverjar segja Íslendinga ekki getað setið einir að fiskveiðimiðum sínum. Er þetta ekki eitthvað sem var löngu vitað og það áður en til umsóknar okkar kom. Auðvitað vilja ESB löndin fá eitthvað fyrir sinn snúð, en það er bara svo að allar væntingar um varanlegar undanþágur frá ESB varðandi fiskistofnanna okkar og nýtingu þeirra eru draumórar einir. Þó ekki verði gert áhlaup á þá núna þá verður uppi sú krafa í framtíðinni að stofnanir verði nýttir af öllum aðildarþjóðum ESB eins og fiskistofnar bandalagsins eru nýttir nú, við munum ekki getað stöðvað þá þróun þegar við erum genginn í bandalagið. Verði ekki gengið frá varanlegum undanþágum um fiskistofnanna okkar strax þá geta ESB sinnar gleymt þessari aðild. Einnig ber að hafa í huga að Spánverjar taka næst við formenskunni af Svíum og því spurning hversu liðlegir þeir verða. 

 

Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum

Diego López Garrido, Evrópumálaráðherra Spánar, telur Íslendingum ekki stætt á því að útiloka aðrar þjóðir frá fiskimiðum sínum eða útgerðarfyrirtækjum þegar til lengri tíma sé litið gangi þeir í Evrópusambandið. Þetta kom fram í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gærkvöld en þar ræddi Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, við ráðherrann.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.

 


Ályktun flokksráðs VG

Það var sem mig grunaði, flokkráðsfundur Vg sem haldin var á Hvolsvelli sá ekki ástæðu til að nefna í ályktun sinni einu orði um afstöðu flokksins til ESB umsóknarinnar og hvernig það mál var meðhöndlað af forystunni og er greinilegt að það mál er orðið af algjöru tabú máli meðal flokksforystunnar.  Hér hafði Vg gullið tækifæri til að útskýra fyrir félagsmönnum og kjósendum hans afstöðu flokksins og fyrir þingmenn að  gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu veigamikla hitamáli sem ESB er meðal félagsmanna Vg og kjósenda hans. Nei heldur var valin sú leið sem síst var að minnast ekki á það óheillamál í þeirri von að yfir fenni, þeim mun ekki verða að þeirri ósk sinni..

Hafið skömm fyrir.

http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4249
mbl.is Fjármagnstekjur skattlagðar eins og laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr samningur.

Þóknist Hollendingum þessir fyrirvarar ekki og ef þeir vilja nýjan samning þá tökum við því, það er það sem Íslenska þjóðin vill. Þá er ég hræddur um að Hollendingum verði ekki eins vel ágegnt og í síðustu samningum, nýir samningar myndu bara þjappa Íslensku þjóðinni en betur saman og ég held að Hollendingar vanmeti samstöðu Íslendinga stórlega þegar að okkur er þrengt, þá yrði ekki um neinn leyni samning að ræða slíkt yrði aldrei samþykkt og augu þjóðarinnar myndu vaka yfir hverju fótmáli samninga nefndarinnar sem ekki kæmist upp með að fela neitt fyrir þjóðinni eins og gert var í vor.
mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

28 ÁGÚST 2009.....

http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY

Ég mun ekki gleyma og ég munekki leggja atkvæði mitt aftur hjá þessum aðilum.

VIÐ GLEYMUM EKKI 28 ÁGÚST 2009.


Flokksrásfundur Vg á Hvolsvelli.

Nú um komandi helgi þann 28 til 29 Ágúst heldur Vg flokkráðsfund á Hvolsvelli , sagt er að þetta sé fjölmennasti  flokksráðsfundur sem flokkurinn hefur haldið til þessa. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða hans verður, mun grasrótin fara fram á uppgjör vegna afstöðu forustunnar í ESB málinu? eða mun hún láta berja sig til hlýðni við formanninn og forustuna eins og sumir þingmenn flokksins hafa þurft að þola eða mun hún láta loforð forustunnar um betrun og önnur vinnubrögð í framtíðinni nægja?.

Vg þarf að koma af þessum fundi með skýr skilaboð til félaga sinna og kjósenda um hvað flokkurinn ætlar sér í framtíðinni varðandi ESB og hvort hann ætli að lúta áfram í duftið hvað Samfylkinguna varðar  í afstöðu sinni til þess máls. Eiga hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit að ráða áfram för og gerðum Vg í þessari ríkisstjórn eða ætlar forusta Vg að hífa upp um sig brækurnar og standa í lappirnar og hætta  að láta Samfylkinguna híða sig til fylgis við sig í nánast í öllum málum.

Ef Vg ætlar sér að endurheimta eitthvað af fyrri trúverðugleika verður að svara þessum spurningum og það strax og láta svo gjörðir fylgja loforðum, annars er ég hræddur um að þeyr félagar sem hafa hvað mest unnið fyrir flokkinn í grasrótinni vítt og breitt um landið leggi niður störf fyrir hann eins og þegar hefur átt sér stað og áður en almennur flótti úr flokknum mun eiga sér stað.

Einnig er það brýnt að flokkurinn myndi sér skýra stefnu um hvað hann ætli sér að gera í málefnum heimyllana því það er orðið brýnt fyrir löngu að eitthvað rótækt sé gert í þeim málum og að menn sýni þor til verka.


mbl.is Ögmundur er ekki vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hannes heilbrigður?

Er þessi maður ekki heilbrigður? Er hann ekki ein af talsmönnum frjálshyggjunnar sem hampaði snilld útrásar liðsins með orðu eins og þeim að þeyr græddu á daginn og grilluðu á kvöldin.  Var hann ekki ein af hugmyndafræðingunum að einkavæðingunni og ein af þeim sem lagði línurnar að þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið. Í þessu viðtali sem ég læt slóðina fylgja að þá kynnir hann fyrirlestu sin um snilld útrásarinnar og einkavæðingarinnar. Það fer ekkert á milli mála hverja hann telji vera snillingana á bakvið útrásinna og hversu frábær hugmynd hún var. Því er það með öllu óskiljanlegt hvað maðurinn er að hugsa með þessum mótmælum og hvað hann telur sig hafa til málanna að leggja, sumir kunna bara ekki að skammast sín.  Það er ábyrgðar hlutur af hálfu Háskóla Íslands að slíkur maður fái að kenna börnunum okkar stjórnmálafræði.

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs&eurl=http%3A%2F%2Fwww.malefnin.com%2Fib%2Findex.php%3Fshowtopic%3D117914%26hl%3DHannes%2BH%C3%83%C2%B3lmsteinn&feature=player_embedded

 

 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögur af Bakkabræðrum.

Í tilefni af kastljósi sjónvarpsins í kvöld.

LoL BAKKABRÆÐUR Grin

Þeir bræður bjuggu eftir föður sinn á Bakka og voru kenndir við bæinn og kallaðir ýmist Bakkabræður eða Bakkaflón. Þeir erfðu Brúnku eftir karlinn og létu sér mjög annt um hana. Einu sinni kom hvassviðri mikið og urðu þeir þá hræddir um að Brúnka mundi fjúka, báru því á hana og hlóðu upp með henni svo miklu grjóti sem á henni - tolldi; eftir það fauk hún hvorki né stóð upp framar.

Einu sinni voru þeir bræður enn á ferð og mættu manni sem hafði dýr í barmi sínum sem þeir höfðu aldrei séð. Þeir spurðu hvað þetta dýr héti og til hvers það væri haft. Maðurinn segir að það sé köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr húsum. Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og spyrja hvort kötturinn sé ekki falur. Maðurinn segir að svo megi þeir mikið bjóða að hann selji þeim hann og varð það úr að þeir keyptu köttinn fyrir geipiverð. Fara þeir svo heim með kisu og láta vel yfir sér. Þegar heim kom mundu þeir eftir því að þeim hafði láðst eftir að spyrja um hvað kötturinn æti; fara þeir svo þangað sem maðurinn átti heima sem seldi þeim köttinn. Var þá komið kvöld og fór einn þeirra upp á glugga og kallaði inn: "Hvað étur kötturinn?" Maðurinn svarar í grannleysi: "Bölvaður kötturinn étur allt." Með það fóru þeir bræður heim, en fóru að hugsa um þetta betur að kötturinn æti allt. Þá segir einn þeirra: "Bölvaður kötturinn étur allt og hann bróður minn líka," og svo sagði hver þeirra um sig. Þótti þeim þá ráðlegast að eiga ekki kisu lengi yfir höfði sér, fengu mann til að stúta henni og græddu lítið á kattarkaupunum.

Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það sundur svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það. Þegar heim kom var keraldið sett saman og farið að safna í það, en það vildi leka. Fóru þá bræðurnir að skoða hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra: "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn þó keraldið leki, botninn er suður í Borgarfirði." Síðan er það haft fyrir máltæki: "Ekki er kyn þó keraldið leki.

 


Þeir hefðu þurft að vakna miklu fyrr!!!!!!

Gylfi og félagar hans í ASÍ hefðu betur eitt meiri tíma í að standa vörð um afkomu launþega á misserum  í stað þess að flandrast um landið og tala fyrir ágæti ESB aðildar sem er beinlínis fjandsamleg verkalýðsfélögum. Sú þjóðarsátt sem skrifað var undir var og er ekki pappírsins virði eins og bent hefur verið á og það af formönnum aðildarfélaga ASÍ. Hér hefur verðlag farið upp úr öllu valdi jafnt hjá því opinbera og í einkageiranum á sama tíma og talað er fyrir launalækkunum. Hvernig getur það komið miðstjórn ASÍ á óvart að heimilin eigi erfitt með að standa skil á skuldum sínum þegar svona er haldið á málum. Vita þessir menn ekki að skuldir heimilanna hafa snarhækkað eftir hrunið samfara því að laun almennings hafa að sama skapi snar minnkað. Það er kannski ekki við því að búast að vel launaðir forystumenn launþegahreyfingarinnar geti sett sig inn í stöðu félagsmanna sinna því svo langt eru þeir komnir frá því að deila sömu kjörum. Þó að nú séu vinstri flokkar við völd í landinu, flokkar sem flestir forystumenn þessara hreyfinga vilja kenna sig við þá er komin tími til að þeir vakni af þyrnirósasvefni sínum og fari að tala fyrir málstað félagsmanna sinna því af þeim eru þeir kosnir og fyrir þá eiga þeir að vinna.
mbl.is ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að moka flórinn..

Það er komin tími til að ljúka þessu Icesave máli, margar af þeim hugmyndum sem fram hafa komið hafa einungis styrkt þennan arfa lélega samning og er það til bóta. Ríkisstjórnin hefur spyrnt við fótum í þessu máli og ekki verið fáanleg til neinna breytinga á Icesave samningnum, hver ástæða þess er ætla ég að láta liggja á milli hluta hér en ég held að bókstafirnir ESB hafi mikið með það að gera. Sé það ætlun manna að setja einhverja fyrirvara við þennan samning þá á að ganga frá því svo að þeyr haldi fyrir dómstólum,  því er hugmynd Indefenc hópsins ekki svo vitlaus það er að segja að samningurinn takki ekki gildi með ríkisábyrgð fyrr en Bretar og Hollendingar hafa staðfest breytingarnar eða viðaukana skriflega. Helst hefði ég viljað sjá þennan samning rifin og samið upp á nýtt, en það eru litlar líkur á því að svo verði og því best að ganga frá þessum samningi með þeim hætti að þjóðin geti staðið við hann og átt sér einhverja framtíð án þess að vera steypt í fátæktargildru um ókominn ár.

Forsendur þær sem seðlabankinn og ríkisstjórnin gáfu sér um greiðslugetu þjóðarinnar eru í bestafalli draumórar eða byggðar á svipaðri hagfræði og þeyr aðilar notuðust við sem komu okkur í þessi vandræði, eða er nokkur ástæða til að halda að hér verði í framtíðinni hagvöxtur sem er langt umfram það sem best hefur berið í sögu landsins og er ekki verið að tala um einhverjar fáar prósentur í því viðmiði heldur margföldun á fyrri met árum eða um 150 % aukningu ef ég man það rétt og það ár eftir ár.

Stjórn Vg hefur verið tíðrætt um að hún sé að moka út flórinn eftir fyrri stjórnarherra og talið að þeim herrum væri best komið í ævarandi stjórnarandstöðu, ekki ætla ég að neita því að flórinn þurfti að moka og það sem fyrst en var það hlutverk Vg einnar í þessari ríkisstjórn var Samfylkingunni ekki treystandi fyrir skóflunni? Samfylkingin hefur farið fram með þeim hætti í þessari ríkisstjórn að Vg hefur allfarið séð um verk húskallsins við moksturinn og hafa þeyr haft fátt til málana að leggja um hvernig megi forðast svona mikla uppsöfnun af flór nema að hóta húskallinum brotrekstri eða að búinu verði lokað ef hann moki ekki eins og húsbóndanum hentar. Það er augljóst að húskarlar eiga ekki að hafa á skoðanir á því hvernig búið er rekið, og eins og góðra húskalla er siður þá mótmæla þeyr ekki húsbónda sínum hvað sem þeim kann að finnst um framferði hans og áætlanir um uppbyggingu búrsins og halda áfram að moka flórinn.


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkjabandalag.

Þessi hugmynd er ekki svo vitlaus og vel athugandi ef við þurfum að gera bandalag við einhverja þjóð yfir höfuð. Við eigum margt sameiginlegt með Norðmönnum og höfum sótt þangað til búsetu þegar illa hefur árað hér heima, einnig eigum við margt sameiginlegt með þeim, svo sem í fiskveiðum og málefnum norðurslóða og fl og fl.
mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband