Hiti í grasrót VG:

Nokkuð er það augljóst að VG er klofin flokkur bæði hvað varðar ESB og Icesav málið, það er nú að koma æ betur í ljós. Ég sem fyrrverandi félagi í VG er að skynja að tvær fylkingar eru að myndast í flokknum í kringum þessi mál og virðist sumum vera stjórnarsamstarfið hugleiknara en málefnin sem við er að fást. Í aðdraganda ESB kosninganna á alþingi reyndi grasrótin allt hvað hún gat til að láta í ljós skoðanir sínar á því máli en sumir þingmen VG völdu að hlusta ekki á þær viðvaranir og hunsuðu þær og báru því við að þeir kisu samkvæmt sannfæringu sinni, það var svosem gott og blessað þó svo að sú yfirlýsing og afstaða hefði mátt koma fram fyrir kosningar, í stað þess völdu þessir þingmenn að koma fram undir fölsku flaggi í því máli og hafa valdið flokknum ómældum skaða. Ég er því ekki hissa að mikill hiti sé í grasrótinni, og margir tengja þessi tvö mál saman sem og þau eru. Afstaða ríkisstjórnarinnar og þá aðallega Samfylkingarinnar til Icesave samningsins afmyndast öll í kringum ESB umsóknina þar sem nauðsynlegt er að sem mestur friður ríki í kringum Icesave til að styggja ekki ESB batteríið og Breta og Hollendinga, því án þeirra förum við ekki þar inn svo mikið er víst, en ég held að þingmenn VG séu farnir að áttasig á því að þessi skollaleikur getur orðið þjóðinni dýrkeyptur og því er það orðið spurning hvað langt á að teygja sig til móts við ESB draum Samfylkingarinnar áður en allt er komið á kaldan kol í flokknum og hjá þjóðinni það svo að ekki verður aftur snúið. Þess vegna held ég að þau átök sem birtast innan VG séu fyrst og fremst um hvar eigi að setja mörkin við Samfylkinguna og hversu dýru verði félagsmenn VG og forustan vil borga fyrir ríkisstjórnar samstarfið. þessu þarf að svara og það fljótlega því fyrirtækin og heimilin geta ekki beðið með sín vandamál á meðan þessi skollaleikur á sér stað. Þetta yfirsandandi sumarþing hefur nú að mestu leiti farið í þessi tvö mál, mál sem hafa klofið þjóðina í herðar niður og aukið á sundrung meðal hennar, ríkisstjórnin hefur valið að leggja ofuráherslu á ESB með Icesave tenginguna sem birtast í þeim arfalélega samningi í stað þess að þjappa henni saman til þess að takast á við komandi erfiðleika, og við skulum gera okkur grein fyrir því að framundan eru mikill niðurskurðir hjá ríkinu og hjá heimilunum og því erfiðir tímar framundan og því brýni nauðsyn en oft áður að þjóðin takist á við það verkefni sameinuð en ekki sundruð.
mbl.is Mikill hiti í grasrót VG vegna Icesave-málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Algjörlega sammála þér, Samfylkingin sér tækifæri á að komast inn í ESB og ætlar sér þangað sama hvað það kostar þjóðina. Sárt að sjá VG falla fyrir þessu og bera fyrir sig velferðarstjórn sem ég því miður sé ekki hvernig virkar sem velferðarstjórn þegar byrjað er að skera niður hjá öryrkjum og eldri borgurum, skólkerfið allt í niðurskurði og heilbrigðiskerfið líka.

Sædís Ósk Harðardóttir, 12.8.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl verið þið nágrannar mínir Rafn og Sædís.

Já, þetta er ljótt að sjá hvernig Samfylkingin getur farið með samstarfsflokka sína, og þá sérstaklega VG sem fólk bjóst við að væri hart í sinni afstöðu til stóru málana.

Samtök Fullveldissinna standa öllum opin ef fólk hefur áhuga á að byggja upp nýtt stjórnmálaafl.  Við tökum við skráningum á póstlista og félagaskrá án nokkurra skuldbindinga.

Svo minni ég ykkur á samstöðufundinn á morgun.

Eigið góðan dag.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.8.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Nei Sædís það er að renna upp fyrir mér að VG virðist ekki vera sá flokkur sem ég hélt að hann væri, því miður. Það er búið að eltast við ESB í allt sumar eins o það bjargi þessum bráða vanda heimmillana og fyrirtækja svo við nefnum ekki stöðu eldriborgara og öryrkja og annarra stofnanna sem þú nefnir.

Rafn Gíslason, 12.8.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Þakka þér fyrir Axel, ég veit af ykkur ef ég hef áhuga á að starfa að stjórnmálum í flokki í framtíðinni, en sem stendur þá hef ég fengið nóg af þeim, það er svo miklu lofað samanber VG fyrir kosningar að ég er hættur að láta draga mig á asnaeyrunum og vel því að hugsa mig vel um áður en að því verður.

Rafn Gíslason, 12.8.2009 kl. 12:11

5 identicon

Satt best að segja vorkenni ég þessu liði sem situr uppi með að oddvitar Ríkisstjórnar tala í kross. Er þetta fólkið sem ætlar að bjarga Íslandi????????

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband