Er Ögmundur örlagavaldurinn eða??

Ég fagna því að þingmenn VG skuli kjósa og fara eftir sannfæringu sinni, var ekki einmitt firr í sumar talað um að þeim bæri að gera það. Að Ögmundur og fleiri þingmenn VG skuli ætla að fara þá leið er bara ástæða til að hrósa þeim fyrir. Samfylkingin verður að fara átta sig á því að hún er í tveggja flokka stjórn þar sem hún ræður ekki öllu. En það verður ekki langt í að menn á þeim bæ fara að tala um svik við stjórnarsamstarfið og að þingmenn VG séu ekki hæfir í stjórn, ég veit að Samfylkingunni svíður það að þingmenn VG hafi sjálfstæðar skoðanir og láti ekki kúga sig út í það endalausa. Eins og ég hef skrifað um áður þá þurfa þessir flokkar að fara að gera það upp við sig á hvaða forsendum samstarf þeirra á að vera. Er Ögmundur örlagavaldurinn eða er það þvermóðska Samfylkingarinnar?


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rafn, þar sem engin flokksleg samþykkt liggur fyrir um Icesave, hljóta þeir þingmenn VG að láta samvitsku sína eina ráða. Þar með er Icesave-samningurinn fallinn og allir virðast raunar meta stöðuna þannig. Sossarnir eru að reyna að bjarga andlitinu, gagnvart vinum sínum í ESB, enga vini eiga þeir á Íslandi.

Væri það ekki með ólíkindum ef Sossarnir hyrfu úr ríkisstjórn með ESB-umsóknina í gangi ? Samfylkingunni er væntanlega orðið ljóst, að hún á hvergi í hús að sækja nema til VG. Ég tel nákvæmlega ENGAR líkur til að þeir láti verða af hótunum um stjórnarslit. Spurningin er bara um, hvenær Steingrímur skilur að hann hefur sterka stöðu gagnvart Sossunum og þarf ekki að lúffa fyrir þeim í neinu máli.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.8.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Rafn og velkominn sem bloggvinur. Ég held að Ögmundur ætti bara að lóga bastarðinum. Þessi stjórn hefur sannað sig vísindalega sem fjandmann íslensku þjóðarinnar, nema fjármagnseigenda.

Theódór Norðkvist, 11.8.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta er með eindæmum þetta mál og hvernig þetta er allt að þróast.. ég er orðin virkilega reið yfir þessu öllu saman og búin að fá upp í kok ef svo má að orði komast.

ný frétt um að þeir sem tóku kúlulán hjá Askar og þurfa ekki að borga það er ekki til að laga þetta.

kv. Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.8.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Þakka ykkur fyrir innlitið.

Já Sædís mín þetta er allt a verða hið versta mál.

Rafn Gíslason, 12.8.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband