Hvað er það sem Steingrímur J skilur ekki?

Hvað er það sem Steingrímur J. skilur ekki þegar þingflokkurinn gefur honum, umboð þarf að útskíra það sérstaklega fyrir honum. Það er augljóst að hann hefur ekki allan þingflokkinn á bak við sig nú frekar en í sumar þegar hann var að reina að troða vondum Icesave samninginum ofan í kokið á þingflokknum. Ég er farin að halda að hann túlki niðurstöður þingflokksfunda Vg eins og honum sýnist og eins og honum hentar. Það er ekki nema von að allt logi í ósætti innan Vg þegar svona er unnið, og með ólíkindum að forustan geri sér ekki grein fyrir því og taki sig saman í andlitinu.

Fyrirvarar á stuðningi við Steingrím

mynd

Atli Gíslason, þingmaður VG.

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þrátt fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið fullt umboð þingflokksins til þess að halda samningaviðræðum varðandi Icesave áfram, setji hann og fleiri þingmenn flokksins áfram fyrirvara við málið. Atli segir að afstaða sín og nokkurra annarra þingmanna VG ráðist að endingu eftir því hver niðurstaða málsins verði. Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun.

Þingflokkur VG fundaði fram til klukkan tvö í nótt og að loknum fundi lýsti Steingrímur J. Sigfússon því yfir við fjölmiðlamenn að hann hafi fengið fullan stuðning þingflokksins til þess að afgreiða Icesave-málið í samræmi við það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Atli segir hinsvegar að í þingflokki VG sé uppi ágreiningur um hver niðurstaða málsins eigi að vera.

„Ég, Ögmundur og fleiri höfum fyrirvara á því að málið fái þinglega meðferð. Hann er með umboð til að semja en það ræðst af niðurstöðunni hver afstaða okkar þingmanna verður," sagði Atli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eg er ekki persónulega á því, að stjórnarkreppa sé mjög líkleg útkoma, á meðan Samfó telur enn vera líkur til að ESB umsókn, leiði til ESB aðildar.

Varðandi Icesave, er sú útkoma er ég vildi helst, eftirfarandi;

-----------------

Bretar og Hollendingar þann möguleika, að krefjast réttar síns fyrir ísl. dómstólum, sem væri þá ein leið, til að svara spurningunni um hina lagalegu og réttarhlið.

En, helst vildi ég að, væri að deilan væri sett í frysti, þ.e. að samkomulag væri gert um að semja um málið seinna, þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar, og Bretum og Hollendingum endurgreitt það verðmæti, sem rennur af eignasölunni upp í þeirra kröfur gagnvart Tryggingasjóði Innistæðueigenda.

Af því loknu, væri óvissan um hvað akkúrat fæst fyrir þær eignir, farin. Þá um leið, væri þá komið fram, hvað akkúrat stendur út af borðinu - að auki, gæti innlenda kreppan verið fyrir bí, hagvöxtur kominn í gang; hættan af hagkerfishruni liðin hjá.

Með öðrum orðum, að báðir aðilar, ákveði að vera ósammála - en einnig, að best sé að ganga frá málinu, seinna.

---------------------------

Með því að setja málið í frysti, um 2 - 4 ár, væri hægt að vinda sér beint í önnur mál.

Hættum við lántökur, fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Tökum einungis ný lán, annars vegar - til að lengja í skuldum sem fyrir eru, og hins vegar - til að skipta út óhagstæðari lánum.

Ég get ekki séð, að nokkurt gagn sé í núverandi grunnstefnu, að ætla sér að taka cirka 1.000 milljarða að láni, til að búa til stóran, gjaldeyrisvarasjóð. Slíkur, gerir minna en ekkert gagn, ef allt annað er í ólagi.

-------------------------

Leggjum áherslu á endurreisn atvinnulífsins, og lækkun skulda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband