Ógn við ESB - aðild ??

Þetta er það sem ég hef verið að skrifa um í bloggi mínu undanfarið, ástæðan fyrir þessum linkindum og undirlægju hætti Samfylkingarinnar og hluta þingmanna Vg er vegna þessa. Það hefur alltaf verið vitað að Bretar og Hollendingar muna ekki hleypa ESB aðild Íslendinga í gegn nema að Icesave málið verði afgreitt á þann veg sem þeim þóknast, og þetta vita Samfylkingar menn ósköp vel. En hefur ríkisstjórn Íslands heimild til að nota framtíð lands og þjóðar sem skiptiminnt í viðleitni sinni til að ganga í ESB, hefur hún fengið óskorðað umboð frá þjóðinni til þess?

Nei umsókn um aðild að ESB er ekki tímabær á meðan Icesave málið er óafgreitt, og það munu aldrei nást hagkvæmir samningar í hvorugu málinu fyrir Íslands hönd meðan verið er að blanda þessum tveim málum saman, það ætti öllum að vera ljóst.


mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, Rafn, þeir hafa örugglega ekki heimild þjóðarinnar.  Og við vissum vel að Icesave væri tengt umsókn þeirra, þó þau neiti að tengsl séu þar.  Það kom meðal annars fram nokkuð skýrt þarna:
"Lausn Icesave-deilunnar myndi flýta fyrir umsóknarferli Íslands í Evrópusambandið," segir Verhagen. Það myndi sýna það og sanna að Íslendingar taki tilskipanir ESB alvarlega.":
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/21/thryst_a_islendinga/

Elle_, 14.8.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Allir nema Icesave-stjórnin hafa skilning á að okkur liggur ekkert á að ganga inn í ESB. Raunar er ég sjálfur andvígur inngöngu að eilífu amen !

Með tímanum mun auðvitað fyrnast yfir Icesave-deiluna og sérstaklega ef við neitum að greiða. Eftir stendur því sú spurning hvort Icesave-stjórnin taki erlenda hagsmuni fram yfir Íslendska ?

Ef VIÐ NEITUM AÐ GREIÐA munu Bretar og Hollendingar vafalaust meina okkur inngöngu í ESB, en þjóðin mun hvort sem er ekki samþykkja inngöngu, hvað sem í boði er. Hvernig stendur á að Samfylkingin er ekki fær um að meta þessa stöðu rétt ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband