Staðfestir heildar myndina??

"Staðfestir heildar myndina..." segir Steingrímur J. Hann hefur þá sjálfsagt gert ráð fyrir að stórfeldur fólksflótti gæti brostið á ef Icesave verður afgreitt óbreitt. Hann gerir ráð fyrir því að ekkert sé að óttast við hagvaxtaspár Seðlabankans, þær séu á góðum grunni reistar þó að þar sé gert ráð fyrir mun meiri hagvexti en verið hefur í besta árferði þjóðarbúsins hingað til og hann gerir ráð fyrir að sá hagvöxtur haldist í mörg ókomin ár, en hann nefnir þó í viðtalinu nokkra óvissu þætti svo sem fiskverð og orkuverð og aðgengi að alþjóðlegum lánamörkuðum. Mér er spurn skyldi það hafa verið tekið inn í spána um komandi hagvöxt? Steingrímur segir að ekki sé ástæða til að tala á þeim nótum eins og heimsendir sé í nánd, ekki hef ég heyrt neinn gera það en það kann að hafa farið framhjá mér, nei það er heldur engin ástæða að mála hlutina svo björtum litum að ekkert sé að og ekkert muni breytast hér við það að samþyggja Icesave samninginn. Það þarf að gera raunsæja úttekt á því hvað Icesave samningurinn hefur í för með sér fyrir Íslenskt samfélag til lengri tíma og þá án allra draumóra, því það er ábyrgðarlaust að halda því fram að ekkert muni breytast hér við undirskrift þessa samnings. Sé meiningin að þjóðin eigi að borga þessa óráðsíu þá hún heimtingu á að vita sannleikann og hvað hennar bíður í framtíðinni, ekki einhver gífuryrði um að allt sé í lagi og hún hafi vel efni á því að taka þessar skuldir á sig. Það vill svo til að skuldir landsins eru viðameiri en bara Icesave skuldirnar ef einhver skyldi hafa gleymt því og í hvervulum heimi er ekki ráðlegt að gera ráð fyrir stórauknum hagvexti mörg ár fram í tímann. Var það ekki einmitt svoleiðis hagfræði sem kom bönkunum í koll og það ætti því að vera víti til varnaðar fyrir ríkisstjórnina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir sem eru frjálsir menn í andanum, láta ekki kúga sig til hlýðni. Nú reynir á að þjóðin sýni hvort hún á skilið að vera áfram fullvalda þjóð, eða sundraður hópur ráðvilltra þræla.

Okkur ber ekki lagaleg skylda til að greiða Icesave, ekki heldur siðferðileg eða tryggingafræðileg skylda. Eigum við ekki bara hafna þessum snepli og láta reyna á styrk okkar. Er ekki ástæða til, að þeir sem sagðir eru vera að hóta okkur, sýni sitt rétta andlit ? Aðrar þjóðir hafa mátt glíma við stærri þursa en við og sigrast á þeim. Er okkur nokkuð að vanbúnaði að taka eina bröndótta ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 23:48

2 identicon

Hér er verið að tala um FRAMTÍÐ BARNA OKKAR. Kveðja til ykkar. 

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:28

3 identicon

Sammála Guðrún Hlín - það er verið að tala um framtíð barna okkar og barnabarna.

Inga (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Sjóveikur

Loftur minn kæri, tökum þessa bröndóttu án vopna, annars er hætt við að þeir sendi friðargæslulið til að vernda núverandi "ríkisstjórn" !!! það er hægt að láta það vera að greiða yfirskuldir og verja heimilin árásum kröfuhafa, hér er ein hugmynd ! látum þá sem stylla sér upp með ólöglegum kröfum, vita að þeir verði listaðir og gerðir "útlægir" hvar sem til þeirra næst, þá meina ég út um allan heim ! þar sem fynnst fólk sem skilur okkar málstað, það kanski gefur þeim kost á því að hugsa sig aðeins um !? þeirra er valið, ef þeir taka þetta að sér, undir hvaða vernd eða embætti sem er, þá eru þeir hinir sömu orðnir fangar á Íslandi um alla tíð og þeirra meðhlauparar líka, hvað segir þú um það karl ? vopn eru hættuleg okkur í okkar höndum ! að þessu sögðu lýsi ég fullkomlega stuðningi við það sem þú skrifar !

kveðja, Pálmar Magnússon Weldingh er "sjoveikur"

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 5.8.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband