Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB.

Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB

Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði á borgarafundi sem nú stendur yfir í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins, að flokkurinn hafni aðild að Evrópusambandinu, eins og marg oft hefur komið fram. „Ég trúi því ekki að Samfylkingin láti stranda á þessu máli," sagði Svandís spurð um möguleika á áframhaldandi samstarfi flokkanna í ríkisstjórn að loknum kosningum.Svandís lagði áherslu á að Vinstri grænir teldu engan asa þurfa í þessu máli og nálgast ætti spurninguna um ESB af yfirvegun. Hún sagðist viss um að hægt yrði að leysa það með hvaða hætti ákvörðun yrði tekin, og hvort sem um yrði að ræða einfalda eða tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, óttaðist hún ekki niðurstöðuna.„Spurningin er svo stór að ég trúi því ekki að Össur Skarphéðinsson ætli að standa fyrir því að láta samstarfið stranda á þessu," sagði Svandís þegar þáttarstjórnandi ítrekaði spurninguna um möguleika á áframhaldandi samstarf flokkana í ríkisstjórn eftir kosningar.Össur sagði Samfylkinguna leggja mikla áherslu á að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst og reynt að taka upp evru. Gríðarlega mikilvægt yrði að hefja viðræður strax í sumar. „Svar Svandísar nægir mér," sagði Össur og vísaði ti þess að Svandís sagði að ekki skipti máli hvort um eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur yrði að ræða.„Svar Svandísar var prýðilegt. Steingrímur J. hefur sagt; við útilokum ekki neitt," sagði Össur. Hann sagðist telja að Samfylkingin og VG muni mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar og flokkarnir hefðu náð að jafna öll ágreiningsmál sín á milli.

Svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband