ESB umsókn þökk sé ístöðulausum hóp þingmanna VG.

Bjarni er hér aðeins að tipla á því sem öll þjóðin veit en af einhverri ástæðu má helst ekki nefna þetta. Samfylkingin fékk ESB umsóknina í gegnum alþingi með hótunum og það var ístöðulaus hópur þingmanna VG sem fyrir alla muni vildi halda saman þessari fyrstu vinstristjórn sem hafði hreinan meirihluta á alþingi sem gerði þeim það kleift, svo einfalt var það. Vg hefur æ síðan verið klofin flokkur sem er komin að því að sundrast út af þessu máli sem og öðrum tengdum málum. Nú í haust mun fara fram málefnaþing hjá VG þar sem ESB umsóknin mun koma aftur til umræðu því á flokksráðs fundinum í sumar þá var það mál aðeins sett á ís fram að þessu þingi, Ég get því ekki séð að ef VG ætlar að starfa áfram sem sá flokkur sem hann var áður en hann fór í þessa ríkisstjórn komist hjá því að afgreiða þetta mál eitt skipti fyrir öll og jafnframt taka þeim afleiðingum sem það mun fá fyrir núverandi ríkisstjórn og VG sem flokk þar sem annað hvort mun undan láta.
mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvernig væri að Bjarni hætti þessu blaðri utan þings og láti reyna á málið. Draga aðildarumsóknina til baka. Þingið samþykkti þetta og þingið á þá næsta leik. Óskaplega er þessi maður þreytandi. Er virkilega ekkert annað blaður sem hann getur fundið uppá.

Gísli Ingvarsson, 15.8.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Gísli þingið er í sumarfríi eins og þú veist en ég hef þá trú að það verði lagt fram frumvarp um þetta í haust en spurningin er frekar hvað gera þingmenn VG þá.

Rafn Gíslason, 15.8.2010 kl. 20:35

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Úr því sem komið er, eftir allt sem á undan er gengið, hef ég litla trú á að VG geti starfað áfram sem flokkur. Við vitum hvaða fólk það er, sem sveigði flokkinn af leið og hvernig það hefur hagað sér gagnvart þeim sem andæft hafa svikunum og yfirganginum. Ég held að spurningin sé fyrst og fremst, hvernig og hvenær uppgjörið innan VG fer fram. Ég er á því að klofningurinn verði fullkomnaður fyrr en flestir hafa reiknað með.

Jóhannes Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 21:30

4 Smámynd: Elle_

Eins og ég var að skrifa í öðru bloggi, Rafn: Pétur Blöndal og Vigdís Hauksdóttir sögðu fyrir löngu að stjórnarskráin bannaði að íslenska ríkinu yrði komið undir erlent vald, man ekki orðalagið.  Nú hvers vegna stoppuðu þau það ekki með lögsókn?  Hví hefur enginn stoppað fáráðsumsóknina enn ef verið er að brjóta gegn stjórnarskránni?? 

Valdimar Samúelsson kærði fyrirætlaða EU-umsókn til ríkislögreglustjóra þann 15. júlí, 09, daginn fyrir svikin.  Og kannski var hann ekki einn um það.  Hefur enginn hlustað?
http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/914328/

Elle_, 15.8.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er að mörgu leiti sammála þér Jóhannes en á ætla að gefa flokknum séns fram til haustfundarins og verða ekki breytingar þá, ja þá er bara að far að vinna í því að koma á laggirnar öðrum flokki með því fólki sem ekki á lengur samleið með VG.

Rafn Gíslason, 15.8.2010 kl. 22:59

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ef að V-G ætlar að vera áframhaldandi stjórnmálaafl þá verða þeir að gera útum þetta ESB mál á komandi málefnaþingi. Ég kaus þennan flokk síðast aðallega vegna eindreginnar andstöðu V-G gegn ESB. Þetta ESB mál er stærsta mál sem núlifandi þingmenn munu nokkru sinni fjalla um, það er mikið í húfi og óþolandi að þingmenn sem náðu kjöri inná alþingi vegna yfirlýstrar andstöðu við ESB-aðildarumsóknarferli skuli svíkja kjósendur!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.8.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algjörlega rétt hjá þér, Rafn, þeir voru ótrúlegar heybrækur í þessu máli, flestir fyrrverandi félagar þínir í þingflokki Vinstri grænna. Svona svik ættu að vera refsiverð. Er enginn skammarkrókur í Alþingi? Verðlauna þeir svikara með bitlingum? Og hvað ætlar grasrótin í VG að gera? Af hverju kasta þeir ekki út Steingrími? Er hann ekki búinn að margsanna, að hann er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu, heldur fyrir sjálfan sig og sinn stól? Þarf ég að nefna málin, sem hann hefur algerlega brugðizt í ? ... kvótamálið, eftirlaunafrumvarpið, Icesave, sjálfstæðis- og fullveldismál Íslands o.fl.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 23:41

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil benda á að fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að tillögunni standa þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi, nema Sossarnir eru auðvitað ekki með.

Flutningsmenn eru: Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Birgitta Jónsdóttir.

Hér er þingsályktunar-tillagan:

http://www.althingi.is/altext/138/s/1337.html

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.8.2010 kl. 11:22

9 Smámynd: Rafn Gíslason

Sæll Jón Valur það var með tilvitnunar til haustþing VG sem ég skrifaði að nú væri komið að uppgjöri um þetta mál, því var bjargað í horn í sumar og frestað fram til haustsins að taka ákvörðun um það, nú í sumar hefur starfað vinnuhópur um ESB málið sem mér skilst að hafi ekki skilað neinu, því liggur það í höndum grasrótarinnar að koma vitinu fyrir forustu VG ellegar mun flokkurinn klofna og flótti úr flokknum mun bresta á.

Guðrún mín ég er þér hjartanlega sammála afstaða mín til þessara svika var að segja mig úr flokknum og frá öllum trúnaðar störfum á hans vegu og ég veit að margir af félögum mínum hér fyrir austan eru að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu þingi nú í haust.

Loftur ég veit af þessu frumvarpi. Þó svo að ég sé ekki í VG þá er ég ennþá í sambandi við þingmenn í flokknum og þar á meðal við Ásmund Einar og fæ að fylgjast með hvað er að gerast þar einnig er eiginkona mín í flokksráði VG og situr þá fundi þannig að ég hef ágætt tækifæri á að fylgjast með hvað er að gerjast á þeim bænum.

Rafn Gíslason, 16.8.2010 kl. 14:07

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir svarið, Rafn, – jú, ég vissi af þessu, að grasrótin komst í gang í sumar og að hún ætlar að fylgja málum eftir í haust. Vonandi leiðir það til þess, að samþykkt verði á flokksþiningi að fara leið Ásmundar Daða og meðflutningsmanna hans að þingsályktunartillögunni, sem Loftur minntist á, um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópubandalaginu ... og þótt fyrr hefði verið!

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband