Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

VG á villigötum:

Árni Þór Sigurðsson sagði á alþingi 10.07.2009 að engin þörf væri á tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu og í dag segir hann í grein í morgunblaðinu að engin þörf sé á bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það svona lýðræði sem VG stendur fyrir ég bara spyr. Sem fyrrverandi félagi Árna í pólitík þá hélt ég í barnaskap mínum að það væri öðruvísi staðið að málum þar á bæ. Ég óttast það að afstaða Árna og hugsanlega annarra þingmanna VG myndist af ótta við að leggja þessar gjörðir sínar í Icesave og ESB málinu í dóm kjósenda, hann veit sem er að það fylgi sem VG fékk í síðustu kosningum mun ekki skila sér í þeim næstu, og þess vegna á að hanga á fengnum hlut út kjördæmabilið sama hvað tautar. Ég tel að VG muni eiga erfitt uppdráttar í næstu kosningum hvenær sem þær nú verða og upp á síðkastið hefur komið upp í huga mér spurning sem varpað var fram á flokksþingi fyrir ekki svo löngu, en þar voru flokksmenn beðnir að velta fyrir sér hvað ylli því að það fylgi sem flokkurinn fengi í skoðunarkönnunum skilaði sér ekki í kjörkassana, ég held að það þurfi ekki að leita langt til að útskíra það eða hvað heldur þú lesandi góður.
mbl.is Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB.

Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB

Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði á borgarafundi sem nú stendur yfir í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins, að flokkurinn hafni aðild að Evrópusambandinu, eins og marg oft hefur komið fram. „Ég trúi því ekki að Samfylkingin láti stranda á þessu máli," sagði Svandís spurð um möguleika á áframhaldandi samstarfi flokkanna í ríkisstjórn að loknum kosningum.Svandís lagði áherslu á að Vinstri grænir teldu engan asa þurfa í þessu máli og nálgast ætti spurninguna um ESB af yfirvegun. Hún sagðist viss um að hægt yrði að leysa það með hvaða hætti ákvörðun yrði tekin, og hvort sem um yrði að ræða einfalda eða tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, óttaðist hún ekki niðurstöðuna.„Spurningin er svo stór að ég trúi því ekki að Össur Skarphéðinsson ætli að standa fyrir því að láta samstarfið stranda á þessu," sagði Svandís þegar þáttarstjórnandi ítrekaði spurninguna um möguleika á áframhaldandi samstarf flokkana í ríkisstjórn eftir kosningar.Össur sagði Samfylkinguna leggja mikla áherslu á að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst og reynt að taka upp evru. Gríðarlega mikilvægt yrði að hefja viðræður strax í sumar. „Svar Svandísar nægir mér," sagði Össur og vísaði ti þess að Svandís sagði að ekki skipti máli hvort um eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur yrði að ræða.„Svar Svandísar var prýðilegt. Steingrímur J. hefur sagt; við útilokum ekki neitt," sagði Össur. Hann sagðist telja að Samfylkingin og VG muni mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar og flokkarnir hefðu náð að jafna öll ágreiningsmál sín á milli.

Svo mörg voru þau orð.


Sinnaskipti hjá forustu VG í ESB málinu:

http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/kosningar/2009/myndefni/nanar/store218/item258495/

Hér má hlusta á hvað formaður VG sagði um ESB aðild fyrir síðustu kosningar í morgunvaktinni á rás 1 þann 31 03 2009. Sama afstaða var endurtekin í yfirheyrslu formanna flokkana í síðdegisútvarpi rásar 2 þann 21 04 2009.

Þar segir Steingrímur J að það sé ekki á stefnuskrá VG að ganga í ESB og segir að rökin gegn aðild hafi jafnvel dýpkað. Þannig að öllum má vera ljóst að afstaða sumra þingmanna VG og forustu flokksins hefur breyst verulega frá því að þessi upptaka fór fram, og er hægt að fullyrða að kjósendum VG voru gefin önnur fyrir heit varðandi ESB aðild fyrir kosningar en þau sem við horfum fram á af hálfu meirihluta þingmanna og forustu VG í dag. Kjósendur VG og þeyr félagsmenn flokksins sem eru á móti ESB aðild eiga kröfu á forustu og þingmenn VG, sem hafa skipt um skoðun hvað aðild varðar að þeyr útskýri fyrir okkur hvað hafi valdið þessum sinnaskiptum. Ég vill ekki trúa að ráðherrastólarnir vegi svona þungt og að samstarfið við samfylkinguna sé þeim svo mikilsvert að þeyr séu reiðubúnir að svíkja kjósendur sína og félaga í VG í ESB málinu. Kjósendur og félagsmenn VG eiga heimtingu á að gert sé grein fyrir þessari  u beygju í ESB afstöðu VG forustunnar og það strax.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrsögn úr VG.

Hvort sem yfirlýsing Steingríms J er sönn eða ekki þá er meðferðin á Ásmundi Einari VG til skammar. Hafi þessar átillur sem Ásmundur fékk komið frá samfylkingunni þá átti forusta VG að koma honum til varnar af meyri krafti og sannfæringu en hún gerði. Þessi afstaða Steingríms J til málsins og sá stuðningur eða skildi ég segja stuðningsleysi forustu VG var dropin sem fyllti mælin hjá mér. ÉG er ekki reiðubúin að starfa fyrir flokk sem meðhöndlar stefnu hans og kosningarloforð eins og raun ber vitni, svo ekki sé talað um sinnuleysi forustunnar í garð ungs þingmanns sem er að fara eftir sannfæringu sinni eins og forusta VG hefur að  svo margsinnis sagt að þingmenn eigi að gera. Ég hef því ákveðið að frá og með deginum í dag að segja mig úr Vinstrihreyfingunni grænt framboð og hef sent flokknum tilkynningu þess efnis.
mbl.is Sló ekki á fingurna á Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingar.

Eru nú að endurtak sig hótanir samfylkingar gegn stjórnar samherjunum, voru ekki sjálfstæðismenn í sömu sporum í síðustu ríkisstjórn með samfylkingunni, á þetta að viðgangast í íslenskri pólitík í dag að flokkum sé hótað með öllu illu ef ekki er farið sé að vilja samstarfs aðilans. Ég held að forusta VG hefði betur hlustað á Atla Gíslason þegar hann hvatti samfylkinguna til að leita annað um stjórnarsamstarf ef allt ylti á ESB aðild í síðustu stjórnarmyndun. Ég sem kjósandi og félagsmaður VG vill heldur láta af stjórnar samstarfi við samfylkinguna en að beygja mig undir þetta oflæti. Haldi forusta VG áfram að láta samfylkinguna svín beygja sig þá endar það aðeins á einn hátt, eða með uppreisn innan eigin raða. Ég hvet þingmenn VG til að láta þetta ekki viðgangast og fara eftir stefnu flokksins varðandi ESB aðild, og standa við þau loforð sem flokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar þó það orsaki stjórnarslit. Sé samfylkingunni ekki meyra annt um samstarfið en raun ber vitni þá er betra að því ljúki hér og nú.
mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og frumvarp um ESB aðild.

Á morgun hefst önnur umræða á alþingi um aðildarumsókn Íslands að ESB. Eins og margoft hefur komið fram í skrifum mínum hér á blogginu þá er ég alfarið á móti því að þessi leið verði farin, ef það á að sækja um aðild að ESB þá á þjóðin sjálf að skera úr um það, ekki bara þessir fulltrúar flokkana sem á alþingi sitja. Nú þessa síðustu daga hafa verið að koma ályktanir frá svæðisfélögum VG þar sem þingmenn og forusta flokksins er mynt á fyrri kosningaloforð og á stefnu VG í Evrópumálum, það er von mín að þingmenn hlusti á þessar ályktanir, því að þær endurspegla meirihluta vilja félagsmanna VG og kjósanda flokksins. Velji forusta VG hinsvegar að hunsa þessar ályktanir þá óttast ég að hætta sé á verulegum klofningi og flótta úr flokknum. Ég er því miður ekki einn um þessa skoðun ef einhverjir skildu halda það, því vona ég að forustan fari eftir ályktun landsfundarins frá í vor, en sú ályktun var samþykkt með miklum meirihluta fundarmanna, annars er hætt á að illa fari og mun þá forusta VG verða kölluð til ábyrgðar. 
mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífni Björgólfsfeðga:

Ég er sammála Vilhjálmi Bjarnarsinni það er ekki hægt að bjóða þjóðinni svona lagað, það eru gjörðir fyrirtækis þessara manna sem íslenskur almúgi á að borga reikningana fyrir í formi Icesave skuldanna, er mönnunum ekki sjálfrátt hvernig dettur þeim þetta í hug og hvað er stjórn Kaupþings að hugsa, hafa þessir menn ekkert lært á fyrri mistökum hvað varðar niðurfellingu skulda auðmanna þar á meðal fyrri eiganda Kaupþings, halda þeyr að þjóðin láti bjóða sér svona yfirgang. Nei nú er mál að linni og farið verði í að frysta eigur þessara manna. Þeir sjá greinilega enga sök hjá sjálfum sér og hafa fyrirgert sér alla vorkunn frá Íslensku þjóðinni og réttast væri að gera þá landlausa og burtræka frá Íslenskri grund um aldur og ævi.
mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB umsókn er tímaskekkja:

ESB umsókn er algjör tímaskekkja við núverandi ástand, nema það sé stefna ríkisstjórnarinnar að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar og koma af stað óróa og sundurlindi meðal landsmanna, við þurfum á einhverju öðru að halda eins og komið er fyrir okkur.
mbl.is Fundað fram á kvöld um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í dóm eða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég ætla bara að segja en og aftur að það á að greiða úr þessu máli fyrir dómstólum annars greiða Íslendingar ekki krónu: Það ætti lík að vera skilyrðislaus krafa að Icesave samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi hringlanda háttur gengur ekki lengur, það verður að fá dómsniðurskurð í málið annars verður engin friður um þetta mál. Ríkistjórnin getur ekki keyrt Icesave í gegn um þingið með eins eða tveggja manna meirihluta ef hann er þá til staðar. Þing hópur VG hefur ekki verið sammála um hvort við eigum að samþiggja þennan samning og því ekki stætt á því hjá Steingrími J að ætla að keyra þetta í gegn hvað sem tautar, þar sem hans eigið fólk er ekki viss í sinni sök eða á það að vera svo til frambúðar í þessari ríkisstjórn að forusta VG ætli að keyra hvert málið á fætur öðru í gegn um þingið án þess að þingmenn VG séu samstíg og geti sætt sig við þau, svo sem í ESB málinnu. Hvar er samstaðan í þinghópnum og er forustu VG alveg sama þó farið sé á svig við helstu loforð flokksins fyrir síðustu kosningar, telja þau sig ekki þurfa að stand í neinu við fyrri loforð og ályktanir flokksins, sé svo þá er illa komið fyrir flokknum mínum.
mbl.is Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögsókn gegn Íslandi.

Frystum allar Icesave greiðslur þar til Hollendingar og Bretar eru búnir að gera það upp við sig hvað það er sem við eigum að greiða. Það gengur ekki að gengið sé frá greiðslum núna ef það á að koma einhver bakreikningur með fullþingi Hollenska þingsins. Þeyr verða að gera upp hug sin hvað það er sem á að greiða í þessu máli. Reyndar er best að láta reina á alla þessa vitleysu fyrir dómsstólum ef ekki er hægt að koma vitinu fyrir þessar þjóðir, Þeyr verða skilja að semja verður á einhverju vitrænum nótum svo að hægt sé að greiða þetta ellegar er betra að sleppa því og taka því sem að höndum ber. Það þarf að gera þessum mönum grein fyrir því að með gjaldþroti Íslands þá fá þeyr ekki neitt og því ekkert að græða með þessum látum. Ég er reyndar farinn að halast að skoðun Atla Gíslasonar þingmanns að betra sé af taka út gjaldþrotið strax í stað þess að lengja í hengingar ólinni ef hlutirnir eiga vera með þessum hætti.
mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband