Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
VG - Icesave og ESB.
17.7.2009 | 23:48
![]() |
Frestun Icesave slæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samfylkingin komin í spreng?
17.7.2009 | 15:40
![]() |
Búið að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ávarp Steingríms J til félagsmanna VG í dag.
16.7.2009 | 17:11
Þetta ávarp Steingríms er að finna á heimasíðu VG.
Ég verð að segja að mér finnst þetta aum tilraun til að réttlæta þær gerðir sem meirihluti þingmanna VG og forustan stóð fyrir í dag. Allar vonir og beiðni Steingríms um að félagsmenn láti þetta mál ekki sundra félögmönnum í VG kemur of seint. Hann hefði betur gert félögum sínum grein fyrir því af hverju hann og þingmenn VG voru ekki reiðubúnir til að lát reyna á aðildarvilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæði. Hefði slík ákvörðun endað stjórnarsamstarfið þá var það ekki þess vert að halda því áfram. Það að þessi niðurstaða hafi fengið yfirgnæfandi fylgi á flokkráðsfundi er of sagt, það rétta er að mjög skiptar skoðanir voru um málið bæði meðal félagsmanna og þingmanna þá eins og nú.
Ávarp frá Steingrími J. Sigfússyni
16.7.2009
Ágætu félagar,
Alþingi hefur nú samþykkt að Ísland óski eftir því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og að möguleg niðurstaða þeirra verði lögð í dóm kjósenda. Höfum það þó í huga að enn hefur engin ákvörðun verið tekin um að ganga í Evrópusambandið, hún verður ekki tekin fyrr en öll spil hafa verið lögð á borðið og það verður þjóðin sem mun taka hana komi til þess. Þannig er þessi niðurstaða vel samrýmanleg landfundarályktun í mars síðastliðnum sem lögð var fram í kjölfar mikils starfs innan flokksins sem allir flokksmenn gátu tekið þátt í.
Vinstrihreyfingin grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vissulega voru uppi hugmyndir um leiða málið til lykta á annan hátt og mörgum innan okkar raða er það óljúft að standa yfir höfuð að nokkurri hreifingu málsins í þessa átt. Ég dreg enga dul á að þetta mál hefur verið erfitt fyrir mig eins og okkur öll enda hefur flokkurinn frá upphafi tekið afstöðu gegn aðild Ísland að sambandinu. Þessi leið varð hins vegar niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkinguna og fékk yfirgnæfandi stuðning á flokksráðsfundi. Á þeim fundi kom í ljós eindreginn vilji til að mynda velferðarstjórn að norrænni fyrirmynd með Samfylkingunni og að myndun slíkrar stjórnar ætti að varða veginn fyrir endurreisn íslensks samfélags.
Nú munu væntanlega hefjast aðildarviðræður við Evrópusambandið. Með aðild sinni að ríkisstjórn getur Vinstrihreyfingin grænt framboð haldið stefnu sinni og sjónarmiðum til haga á öllum stigum þeirra. Við munum leggja áherslu á að staðið verði vörð um íslenskan sjávarútveg og landbúnað, yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum, velferðarkerfið og félagsleg réttindi og síðast en ekki síst lýðræðið sjálft. Leiði viðræðurnar af sér aðildarsamning þá verður hann rækilega kynntur fyrir þjóðinni og þannig tryggt að hún verði í aðstöðu til þess að taka upplýsta afstöðu til málsins. Komi það hins vegar í ljós að engann þann skilning á sérstöðu eða grundvallarhagsmunum Íslands verði að finna hjá viðsemjendum okkar að það gefi tilefni til að halda viðræðum áfram, þá höfum við einnig gert það alveg ljóst að við áskiljum okkur rétt til að leggja til á hvaða stigi sem er að þeim verði hætt.
Kæru félagar, það er mikilvægt að við látum þetta mál, sem ég veit að afar skiptar skoðanir eru um innan hreyfingarinnar, ekki sundra okkur. Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur nú verið sett í ferli sem mun annað tveggja leiða til þess að viðræðum verður hætt náist enginn viðunandi árangur eða að þjóðin á lýðræðislegan hátt gerir út um málið. Við þurfum á næstu mánuðum og misserum að sameina kraftana í glímunni við erfiðleikana hér heima. Til þess að sigrast á þeim þarf að grípa til margvíslegra og erfiðra ráðstafana, en við höfum þá trú að það sé betra að við gerum það sem gera þarf heldur en setja málin aftur í hendur þeirra sem bera höfuð ábyrð, bæði pólitískt og hugmyndafræðilega, á óförum okkar.
Hér á eftir fylgir sú atkvæðaskýring sem ég flutti við upphaf afgreiðslu málsins í dag:
Þegar tillaga þessi um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur til lokaafgreiðslu vil ég árétta þá grundvallarstefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili. Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað eða samþykkt niðurstöðuna komi til hennar. Þingmenn Vg eru bundnir af engu nema eigin sannfæringu varðandi það hvort sú leið skuli farinn. Hvoru tveggja afstaðan, að vera með því eða á móti er vel samrýmanleg stefnu flokksins. Öll eigum við það sameiginlegt að áskylja okkur rétt til málflutnings og baráttu utan þings sem innan í samræmi við grundvallaráherslur flokksins og okkar skoðun. Það tekur einnig til þess að hvort sem heldur er leggja til á hvaða stigi viðræðna við Evrópusambandið sem er, komi til þeirra, að þeim verði hætt ef þær eru ekki að skila fullnægjandi árangri gagnvart grundvallarhagsmunum Íslands sem og að leggjast gegn óviðunandi samningsniðurstöðu.
Steingrímur J. Sigfússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Forusta VG hefur misst allan trúverðugleika:
16.7.2009 | 14:35
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Upphafið að endalokum VG.
16.7.2009 | 13:12
![]() |
Tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Seingrímur J hlustar ekki á félagsmenn Vg.
15.7.2009 | 12:30
![]() |
ESB-málið vissulega ýmsum þungbært |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrslu haldið leyndri?
15.7.2009 | 12:08
![]() |
Segja ríkisstjórnina halda skýrslu leyndri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Steingrímur J. og forusta VG gagnrýnd.
14.7.2009 | 20:35
![]() |
Steingrímur ómerkingur orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki formlegt álit seðlabankas?
14.7.2009 | 14:11
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave klúður.
13.7.2009 | 21:25
![]() |
Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)