Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

VG - Icesave og ESB.

Það vit það allir sem vita vilja að ef Icesave samningnum verður frestað þá þíðir það sjálfkrafa frestun á ESB viðræðunum og verði honum hafnað þá þíðir það að ekkert verður af ESB aðild svo einfalt er það. Icesave samningurinn er gjaldið fyrir greiðum samninga viðræðum við ESB. Það verða sömu hótanir upp á borðinu af hálfu Samfylkingarinnar hvað þennan samning varðar og við ESB aðildina, ef VG fellir Icesave samningin þá er stjórnarsamstarfið búið og VG mun beygja sig fyrir þeim hótunum eins fyrri daginn. Með sama áframhaldi verður ekkert eftir af trúverðugleika VG ef hann er þá nokkur eftir. VG mun verða ein rjúkandi rúst áður en sumarið er búið með þessu áframhaldi, og ekki annað að sjá en að forusta VG og þingmönnum flokksins sé nokkuð sama um það.
mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin komin í spreng?

Það tók ekki langan tíma eða réttan sólahring frá atkvæðagreiðslu, Samfylkingin hefur greinilega verið komin í spreng. Nú getur forusta VG verið stolt af gerðum sínum og ánægð með sig, hafi þau ævarandi skömm fyrir.
mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávarp Steingríms J til félagsmanna VG í dag.

 Þetta ávarp Steingríms er að finna á heimasíðu VG.

Ég verð að segja að mér finnst þetta aum tilraun til að réttlæta þær gerðir sem meirihluti þingmanna VG og forustan stóð fyrir í dag. Allar vonir og beiðni Steingríms um að félagsmenn láti þetta mál ekki sundra félögmönnum í VG kemur of seint. Hann hefði betur gert félögum sínum grein fyrir því af hverju hann og þingmenn VG voru ekki reiðubúnir til að lát reyna á aðildarvilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæði. Hefði slík ákvörðun endað stjórnarsamstarfið þá var það ekki þess vert að halda því áfram. Það að þessi niðurstaða hafi fengið yfirgnæfandi fylgi á flokkráðsfundi er of sagt, það rétta er að mjög skiptar skoðanir voru um málið bæði meðal félagsmanna og þingmanna þá eins og nú.

Ávarp frá Steingrími J. Sigfússyni

16.7.2009

Ágætu félagar,

Alþingi hefur nú samþykkt að Ísland óski eftir því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og að möguleg niðurstaða þeirra verði lögð í dóm kjósenda. Höfum það þó í huga að enn hefur engin ákvörðun verið tekin um að ganga í Evrópusambandið, hún verður ekki tekin fyrr en öll spil hafa verið lögð á borðið og það verður þjóðin sem mun taka hana komi til þess. Þannig er þessi niðurstaða vel samrýmanleg landfundarályktun í mars síðastliðnum sem lögð var fram í kjölfar mikils starfs innan flokksins sem allir flokksmenn gátu tekið þátt í.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vissulega voru uppi hugmyndir um leiða málið til lykta á annan hátt og mörgum innan okkar raða er það óljúft að standa yfir höfuð að nokkurri hreifingu málsins í þessa átt. Ég dreg enga dul á að þetta mál hefur verið erfitt fyrir mig eins og okkur öll enda hefur flokkurinn frá upphafi tekið afstöðu gegn aðild Ísland að sambandinu. Þessi leið varð hins vegar niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkinguna og fékk yfirgnæfandi stuðning á flokksráðsfundi. Á þeim fundi kom í ljós eindreginn vilji til að mynda velferðarstjórn að norrænni fyrirmynd með Samfylkingunni og að myndun slíkrar stjórnar ætti að varða veginn fyrir endurreisn íslensks samfélags.

Nú munu væntanlega hefjast aðildarviðræður við Evrópusambandið. Með aðild sinni að ríkisstjórn getur Vinstrihreyfingin – grænt framboð haldið stefnu sinni og sjónarmiðum til haga á öllum stigum þeirra. Við munum leggja áherslu á að staðið verði vörð um íslenskan sjávarútveg og landbúnað, yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum, velferðarkerfið og félagsleg réttindi og síðast en ekki síst lýðræðið sjálft. Leiði viðræðurnar af sér aðildarsamning þá verður hann rækilega kynntur fyrir þjóðinni og þannig tryggt að hún verði í aðstöðu til þess að taka upplýsta afstöðu til málsins. Komi það hins vegar í ljós að engann þann skilning á sérstöðu eða grundvallarhagsmunum Íslands verði að finna hjá viðsemjendum okkar að það gefi tilefni til að halda viðræðum áfram, þá höfum við einnig gert það alveg ljóst að við áskiljum okkur rétt til að leggja til á hvaða stigi sem er að þeim verði hætt. 

Kæru félagar, það er mikilvægt að við látum þetta mál, sem ég veit að afar skiptar skoðanir eru um innan hreyfingarinnar, ekki sundra okkur. Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur nú verið sett í ferli sem mun annað tveggja leiða til þess að viðræðum verður hætt náist enginn viðunandi árangur eða að þjóðin á lýðræðislegan hátt gerir út um málið. Við þurfum á næstu mánuðum og misserum að sameina kraftana í glímunni við erfiðleikana hér heima. Til þess að sigrast á þeim þarf að grípa til margvíslegra og erfiðra ráðstafana, en við höfum þá trú að það sé betra að við gerum það sem gera þarf heldur en setja málin aftur í hendur þeirra sem bera höfuð ábyrð, bæði pólitískt og hugmyndafræðilega, á óförum okkar.

Hér á eftir fylgir sú atkvæðaskýring sem ég flutti við upphaf afgreiðslu málsins í dag:

Þegar tillaga þessi um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur til lokaafgreiðslu vil ég árétta þá grundvallarstefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili. Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað eða samþykkt niðurstöðuna komi til hennar. Þingmenn Vg  eru bundnir af engu nema eigin sannfæringu varðandi það hvort sú leið skuli farinn. Hvoru tveggja afstaðan, að vera með því eða á móti er vel samrýmanleg stefnu flokksins. Öll eigum við það sameiginlegt að áskylja okkur rétt til málflutnings og baráttu utan þings sem innan í samræmi við grundvallaráherslur flokksins og okkar skoðun. Það tekur einnig til þess að hvort sem heldur er leggja til á hvaða stigi viðræðna við Evrópusambandið sem er, komi til þeirra, að þeim verði hætt ef þær eru ekki  að skila fullnægjandi árangri gagnvart grundvallarhagsmunum Íslands sem og að leggjast gegn óviðunandi samningsniðurstöðu.

Steingrímur J. Sigfússon

 

 


Forusta VG hefur misst allan trúverðugleika:

Frá og með deginum í dag hefur forusta VG misst allan trúverðugleika. Að segja eitt og síðan framkvæma allt annað getur ekki talist trúverðugt. Forustan hefur selt sig fyrir stjórnarsamstarf og ráðherrastóla þrátt fyrir ítrekaða andstöðu félagsmanna VG allt fram á síðustu stundu, því það var reynt að tala forustuna til að framfylgja stefnu flokksins eða til að í það minnsta setja málið í tvöfalda þjóðaratkvæðisgreiðslu. Forustan valdi hinsvegar þann kostinn að hafa skoðanir félaga sinna að engu og mun hún þurfa að standa félögum sínum í flokknum skil á þeirri afstöðu.
mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum VG.

Með þessari afgreiðslu má fullyrða að forusta VG hafi tekið fyrstu skóflustungu að gröf flokksins. Vinstri grænir héldu uppá 10 ára afmæli sitt fyrir skömmu og hefur forusta flokksins nú gefið félagsmönum félega afmælisgjöf eða hitt þó heldur. Síðustu klukkutímanna hefur síminn hjá okkur hjónum bókstaflega glóað þar sem svæðisfélög víða um landið hafa keppst við að hvetja grasrótanna í að senda forustunni ályktanir um að hafna aðildarviðræðum, eða í það minnsta styðja tvöfalda þjóðaratkvæðisgreiðslu. Forusta VG hefur nú valið að hunsa þá beiðni félaganna, því segi ég að það eina sem forusta VG virðist skilja er að félagar flokksins segi sig úr honum eða segi sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir hann, því að ljóst má vera að það hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli forustu VG og grasrótarinnar. Þetta kann að vera upphafið að endalokum VG.
mbl.is Tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seingrímur J hlustar ekki á félagsmenn Vg.

Það er komin tími fyrir löngu að forusta VG fari að hlusta á grasrótina í flokknum ef hún ætlar sér að hafa einhvern flokk á bakviðsig í framtíðinni. Nú síðustu daga hafa bókstaflega rignt inn beiðnir um að félagsmenn VG mótmæli þessum gerðum forustunnar í ESB málinu og er verið að bregðast við því. Steingrími J finnst hann ekki vera að bregðast félögum sínum en ef marka má viðbrögð félaga hans í grasrótinni víðsvegar um landið þá veður hann reyk í þeim efnum. Það má einnig spyrja hvort hann og þeir þingmenn VG sem vilja ESB umsókn sæki umboð sitt sem þingmen og ráðherrar til Vinstri grænna eða til Samfylkingarinnar. Þau þurfa að gera upp hug sinn hvort þeim er kærra að hafa sinn eigin flokk á bakvið sig eða félagsmenn Samfylkingarinnar.
mbl.is ESB-málið vissulega ýmsum þungbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslu haldið leyndri?

Var það ekki opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem þessi ríkisstjórn lofaði þegar hún tók við. Það hefur nú ítrekað komið í ljós að gögnum hefur verið haldið leyndum fyrir þjóðkjörnum fulltrúum þjóðarinnar upp á siðkastið í hinum ýmsu álum, það geta ekki talist opin og lýðræðisleg vinnubrögð eða leggur ríkisstjórnin annan skilning í það orð en þjóðin. Ég veit að þar sem Atli Gíslason er annarsvegar þá mun hann ekki líða það átölulaust, það vel þekki ég manninn.
mbl.is Segja ríkisstjórnina halda skýrslu leyndri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. og forusta VG gagnrýnd.

Það hafa borist fleiri ályktanir frá svæðisfélögum víða um landið, þær má sjá á http://vg.is eða heimasíðu VG. Þessar ályktanir eru búnar að vera að koma inn frá því í byrjun júní og ég hef fullvissu um að fleiri eru á leiðinni, þessar ályktanir hafa eining byrst í morgunblaðinu. Þannig að öllum má vera ljóst að forusta VG hefur ekki allan flokkinn með sér í þessari ferð og grunar mig að þar sé um meirihluta félagsmanna að ræða.
mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki formlegt álit seðlabankas?

Hvað voru þessir "trúðar" úr Seðlabankanum að gera á fund utanríkismálanefndar? Voru þeir sendir til að fylla upp í auðu stólana?. Nei, Árni svona málflutningur er ekki mönnum bjóðandi. Ég á bágt með að trúa því að lögfræðingar Seðlabankans mæti á fund utanríkismálanefndar til að lýsa sínum eigin skoðunum, slíkar fullyrðingar eru aumt yfirklór til að réttlæta vont mál. Það væri ríkistjórninni til meiri sóma að stöðva þetta mál og skoða betur hvað býr að baki og hvort ekki væri rétt að semja upp á nýtt og þá á þeim nótum sem við ráðum við ef ætlunin er að greiða þessar skuldir á annað borð. Að bera það á borð fyrir fólk að málið lykti af pólitík er hlægilegt eða eru kannski fullyrðingar þínar þar um kannski af sama meiði.
mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave klúður.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hversu illa hefur verið staðið að þessum samningum. Þetta hlíttur að vera nógu rík ástæða til að stoppa þennan samning áður en í óefni er komið. Eða eru menn búnir að grafa sig svo niður í flokks pólitískar skotgrafir og þeir þori ekki að líta upp úr þeim?
mbl.is Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband