Úrsögn úr VG.

Hvort sem yfirlýsing Steingríms J er sönn eða ekki þá er meðferðin á Ásmundi Einari VG til skammar. Hafi þessar átillur sem Ásmundur fékk komið frá samfylkingunni þá átti forusta VG að koma honum til varnar af meyri krafti og sannfæringu en hún gerði. Þessi afstaða Steingríms J til málsins og sá stuðningur eða skildi ég segja stuðningsleysi forustu VG var dropin sem fyllti mælin hjá mér. ÉG er ekki reiðubúin að starfa fyrir flokk sem meðhöndlar stefnu hans og kosningarloforð eins og raun ber vitni, svo ekki sé talað um sinnuleysi forustunnar í garð ungs þingmanns sem er að fara eftir sannfæringu sinni eins og forusta VG hefur að  svo margsinnis sagt að þingmenn eigi að gera. Ég hef því ákveðið að frá og með deginum í dag að segja mig úr Vinstrihreyfingunni grænt framboð og hef sent flokknum tilkynningu þess efnis.
mbl.is Sló ekki á fingurna á Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo að ég sé á þeirri skoðun að okkur væri betur að láta það vera að ganga í ESB þá tel ég það vera hroka af háu stigi að þjóðinn fái ekki að kjósa um þetta mál. Þessi tvöfalda kostning er að mínu mati sýndarleikur þar sem enginn veit hvað er í ESB pottinum.  Ég hlýt að hafa misskilið Vinstri græna ef það stóð ekki til að leyfa þjóðinni að kjósa um þetta mál, ég kaus þá vegna m.a. vegna afstöðu flokksins til Evrópumála en vera því samt sem áður fylgjandi að leyfa þjóðinni að kjósa.  Það er málefnalegt að ræða málinn en barnaskapur að fara út í fýlu.....

No name (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:53

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk fyrir þessa yfirlýsingu, Rafn. Ég er út af fyrir sig mótfallinn tvöfaldri atkvæðagreiðslu. Finnst bæði nóg og rétt að þjóðin kjósi um aðildina sjálfa.

En afstaða mín -eða þín - er hér aukaatriði. Það er mikil svívirðing gagnvart þingmanni að setja honum slíka afarkosti. Og þá gildir raunar einu hvort þingmaðurinn er nýgræðingur eða gamall í hettunni.

Og út af fyrir skemmtileg "tilviljun" að enginn skuli kannast við að hafa fært Ásmundi þessi skilaboð. Það segir kannski sitt.

Jón Daníelsson, 11.7.2009 kl. 03:15

3 identicon

Mest spennandi verður að sjá hvort Jóhanna og Steingrímur séu svo hrokafull  að þau þori að fara í framboð til næstu kosninga

j.a. (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Til hamingju Rafn! Skil þig fullkomlega sbr er ég sagði mig úr Framsókn! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband