VG og frumvarp um ESB aðild.

Á morgun hefst önnur umræða á alþingi um aðildarumsókn Íslands að ESB. Eins og margoft hefur komið fram í skrifum mínum hér á blogginu þá er ég alfarið á móti því að þessi leið verði farin, ef það á að sækja um aðild að ESB þá á þjóðin sjálf að skera úr um það, ekki bara þessir fulltrúar flokkana sem á alþingi sitja. Nú þessa síðustu daga hafa verið að koma ályktanir frá svæðisfélögum VG þar sem þingmenn og forusta flokksins er mynt á fyrri kosningaloforð og á stefnu VG í Evrópumálum, það er von mín að þingmenn hlusti á þessar ályktanir, því að þær endurspegla meirihluta vilja félagsmanna VG og kjósanda flokksins. Velji forusta VG hinsvegar að hunsa þessar ályktanir þá óttast ég að hætta sé á verulegum klofningi og flótta úr flokknum. Ég er því miður ekki einn um þessa skoðun ef einhverjir skildu halda það, því vona ég að forustan fari eftir ályktun landsfundarins frá í vor, en sú ályktun var samþykkt með miklum meirihluta fundarmanna, annars er hætt á að illa fari og mun þá forusta VG verða kölluð til ábyrgðar. 
mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband