Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Er Davíð komin í dýrlinga tölu

Á ég virkilega að trúa því að til sé fólk sem tekur orð Davíðs Oddsonar trúanleg hvað bankahrunið varðar. Eru menn virkilega svona fljótir að gleyma í Íslenskri pólitík, að til séu menn sem gleypa fullyrðingar hans án athugasemda og trúi því að aðkoma Davíðs sé engin að bankahruninu, þó hann hafi á þeim tíma setið við völd í seðlabankanum þeirri stofnun sem gat spyrnt við fótum og sem gaf meira að segja heilbrigðisvottorð fyrir bankanna vorið 2008. Er það ekki frekar langsótt að kenna Steingrími J um hvernig komið er fyrir Íslensku þjóðinni? Væri ekki nær að axla eigin ábyrgð eins og fullorðin maður og hætta að kenna öðrum um eigin gerðir og flokkfélaga hans. Hafi einhvern tíman verið slegið undir beltisstað þá er það með þessu viðtali Agnesar við Davíð og fuglyrðingar hans í garð núverandi ríkisstjórnar hann ætti að líta sér nær. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að svona dýrlinga viðtal líti dagsins ljós sér í lagi þar sem Agnes á í hlut, þau hafa komið með reglulegu millibili hjá henni viðtölin við þessa vini hennar svo sem Björgólf Guðmundsson, hvað skyldi hún skulda þessum mönnum. Er Davíð komin í dýrlinga tölu.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og ESB umsóknin:

Eftir að hafa hlustað á umræður á alþingi um Icesave samningin og þá skuldarábyrgð sem ríkisstjórnin fer fram á varðandi hann og með hliðsjón af viðbrögum Hollendinga við þeim töfum sem þeim finnst vera á afgreiðslu málsins þá er það orðið æ ljósara að tenging er á milli Icesave samningsins við Breta og Hollendinga og hugsanlegs aðildarsamnings Íslands við ESB. Þessi tvö mál eru óneitanlega samtvinnuð þar sem Bretar og Holendingar hafa þvingað ríkisstjórn Íslands til nauðarsamninga. Það er ljóst að öll aðildarríki ESB og EFTA löndin ásamt IMF hafa stutt við bakið á Bretum og Hollendingum í ótta við að málið fari fyrir dómstóla. Stuðningur þessara aðila við Breta og Hollendinga byggist á ótta þeirra við að regluverk ESB um innistæðutryggingasjóð haldi ekki fyrir dómstólum því ef dómsútskurður yrði Íslandi í vil þá er það mat þessara aðila að bankakerfið í Evrópu og víðar gæti farið aftur á hliðina og að sú fjármálakreppa sem þessi lönd takast á við nú gæti dýpkað verulega þar sem ótti innistæðueiganda um fé sitt gæti leit til mikils fjárflæðis út úr bönkunum á Evrópu svæðinu og hugsanlega víðar, Þessi staðreynd er þekkt. Þar af leiðandi átti Íslenska samninganefndin að knýja á um viðráðanlegan samning og tjá þessum aðilum að við stæðum við okkar skuldbindingar eins og innstæðutryggingasjóðurinn kveður á um að því gefnu að viðráðanlegur samningur fengist annars myndu við halda okkar málstað til streitu. Ég er ekki viss um að ESB og EFTA löndunum hefði hugnast það að hafa þessi mál óleyst og hangandi í óvissu til frambúðar og það hefði síst verið til þess fallandi að róa innistæðueigendur og því hætta á fjárflæði úr bönkum á Evrópu svæðinu en til staðar. Ég er þess fullviss að það hefði verið hægt að ná fram ásættanlegum samningum við Breta og Hollendinga og þá á þeim nótum eins og til dæmis hugmyndin um eitt prósent af þjóðartekjum felur í sér. það hefði hinsvegar krafist samningshörku af okkar hálfu og því óvíst nema að ESB og EFTA löndin ásamt IMF hefðu þrýst á viðsemjendur okkar um að sættast á þá niðurstöðu. Þá kemur að tengingunni við hugsanlega ESB aðild ég er nefnilega sannfærður um að það var ekki sót fram með meiri hörku í Icesave samningunum til þess eins að styggja ekki viðsemjendur okkar í hugsanlegum ESB aðildarviðræðunum, og þar með plægja jarðvegin fyrir þær undanþágur sem nauðseinlegar eru fyrir Samfylkinguna og Evrópusinna til að fá slíka umsókn samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má leiða líkum að því að aðildarlönd ESB og þá sérstaklega Breta og Hollendingar myndu ekki vera reiðubúin til að semja um nein frávik frá stofnsátmálum bandalagsins eftir að hafa þurft að gefa eftir í Icesave málinu og samþykja þau kjör sem okkur þættu ásættanleg í því máli, ég tel afar ólíklegt að Bretar og Hollendingar myndu sætta sig við nein frávik í þeim efnum. Því er það augljóst að þarna er greinileg tenging á milli og allar fullyrðingar um annað eru ekki trúverðugar. Því ætti að fella icesave samningin í núverandi mynd eða fresta afgreiðslu hans til haustsins og reina að fá viðunandi breytingar á honum. Verður samningurinn hinsvegar keyrður í gegn um alþingi óbreytur, ja þá er ESB aðild dýru verði keypt..


Ásmundur Einar er í takt við félagsmenn VG og kjósendur flokksins.

Ásmundur Einar Daðason á heiður skilið fyrir að hvetja þingheim til að slá ESB aðild út af borðinu, þjóðin er nógu sundruð út af icesave skuldunum svo ekki sé bæt á þann eld. Vg lýsti því yfir fyrir kosningar að ekki stæði til að fara í viðræður um ESB aðild ef flokkurinn kæmist til valda að minnstakosti ekki án þess að fram færi þjóðaratkvæðis greiðsla um hvort sækja ætti um aðild. Við vitum öll hvernig það mál hefur snúist í höndunum á flokks forustunni og eru nú einungis fáir þingmen VG sem hafa líst því afdráttarlaust yfir að þeyr muni standa við fyrri yfirlýsingar sem VG gaf kjósendum sínum fyrir kosningar en það eru þau, Þuríður Backman, Jón Bjarnarson, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar. Nú síðustu vikur hafa verið að koma ályktanir frá svæðisfélögum VG þar sem þessum viðsnúningi forustunnar er mótmælt og er Ásmundur Einar aðeins að skerpa á þeirri andstöðu sem er innan flokksins hvað ESB umsókn varðar. Það má fullyrða að forusta VG og þeir þingmenn sem eru hlynntir ESB umsókninni eru ekki að tala fyrir hönd meirihluta félagsmanna í VG öfugt við ofangreinda þingmenn sem eru í takt við félagsmenn og kjósendur flokksins.


mbl.is Hvatti þingheim til að slá ESB út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband