Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Meyri þrístingur frá Hollandi er ekki af hinu góða.
22.7.2009 | 11:53
Vilja ganga lengra en Verhagen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonandi er Ögmundur að ná attum.
21.7.2009 | 22:57
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver trúir því virkilega að það sé engin tengsl milli Icesave samningana og ESB aðildar.
21.7.2009 | 22:48
Engin tengsl milli Icesave samninga og ESB aðildar"
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Horfa á myndskeið með fréttSigríður Mogensen skrifar:
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir misskilning að það séu sérstök tengsl á milli umsóknar Íslands í Evrópusambandið og Icesave málsins. Hann óttast að það muni hafa umtalsverðar neikvæðar afleiðingar ef Icesave málið dregst á langinn.
Icesave málið er væntanlega eitt það erfiðasta sem komið hefur inn á borð Alþingis.
Krafa hefur verið uppi um að fresta þurfi málinu fram á haust þannig að þingmönnum gefist meira svigrúm til að kynna sér Icesave samningana áður en þeir taka afstöðu.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki góður kostur að fresta frumvarpinu. Auk þess segir fjármálaráðherra að engin tengsl séu á milli aðildar að Evrópusambandinu og Icesave samninganna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanríkisráðherra Hollands hótar Íslendingum.
21.7.2009 | 22:32
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjörleifur Guttormsson harðorður í garð forustu VG.
21.7.2009 | 16:02
Þessa grein eftir Hjörleif Guttormsson má finna á smugan.is þar fer hann hörðum orðum um forustu VG þátt hennar í ESB umsókninni og ég held að margir félagsmenn VG og fyrrverandi kjósendur flokksins geta tekið undir orð hans og gert þau að sínum, það geri ég að minnstakosti.
Alvarlegur trúnaðarbrestur vegna ESB-umsóknar
Höktandi útskýringar formanns
21.7.2009 13:24 Aðsent - Hjörleifur Guttormsson
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem rúmlega helmingur alþingismanna samþykkti 16. júlí 2009 er stærsta ákvörðun í sögu íslenska lýðveldisins. Þessi niðurstaða kemur á óvart með hliðsjón af stefnumörkun stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga síðastliðið vor. Aðeins Samfylkingin hafði fyrirvaralausa stefnu um aðildarumsókn, Framsóknarflokkurinn hafði opnað fyrir aðildarumsókn með skýrum fyrirvörum, Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi í mars að bera aðildarumsókn undir þjóðaratkvæði og Vinstrihreyfingin grænt framboð hélt fast við fyrri stefnuyfirlýsingu gegn aðild að ESB. Kvöldið fyrir kjördag gaf formaður VG ótvíræða yfirlýsingu um að af hans hálfu kæmi ekki til greina að fallast á aðildarumsókn í framhaldi af kosningunum. Borgarahreyfingin vísaði á þjóðaratkvæðagreiðslu en hafði að öðru leyti óljósa afstöðu til málsins. Stefnumörkun flokkanna og úrslit kosninganna gáfu ekki tilefni til að ætla að aðildarumsókn yrði niðurstaða tæpum þremur mánuðum eftir kosningar.
Stjórnarmyndun og stefnuyfirlýsing
Vinstrihreyfingin grænt framboð og Borgarahreyfingin voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og Samfylkingin bætti nokkuð sinn hlut. Þannig fengu flokkarnir sem áður höfðu myndað minnihlutastjórn ótvírætt umboð til stjórnarmyndunar. Ekkert var efnislega látið uppi um gang viðræðna samninganefndar flokkanna fyrr en samstarfsyfirlýsing þeirra lá fyrir og var kynnt flokksstofnunum þeirra til afgreiðslu. Augljóslega var látið reka á reiðanum um þennan lykilþátt af hálfu VG án þess að fá málið á hreint strax við upphaf viðræðna. Á fundi flokksráðs VG sem ég sat sem óbreyttur félagi gagnrýndi ég harðlega fyrirliggjandi samning flokkanna um ESB-málefni, sem gerði ráð fyrir að utanríkisráðherra legði fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn. Gefið var í skyn að Össur utanríkisráðherra myndi flytja tillögu sína sem þingmaður Samfylkingarinnar, en þegar til kastanna kom var tillagan lögð fram í nafni ríkisstjórnarinnar án nokkurs tilgreinds flutningsmanns. Um framlagningu mála á Alþingi gilda tvær ólíkar greinar stjórnarskrárinnar, 25. grein um frumvörp og aðrar samþykktir sem ríkisstjórn leggur fram í umboði forseta lýðveldisins og 55. grein sem varðar tillögur einstakra ráðherra og þingmanna. Framlagning skv. 25. grein stjórnarskrárinnar breytti eðli málsins og með þessu var VG orðin beinn aðili að tillöguflutningnum andstætt stefnu sinni og samþykktum. Staða Samfylkingarinnar til að knýja fram aðildarumsókn með samþykki Alþingis hafði að sama skapi styrkst.
Kjósendur og félagar VG furðu lostnir
Mörg flokksfélög VG og einstakir félagsmenn hafa á undanförnum vikum lýst þungum áhyggjum yfir hvert stefndi í þessu máli og heitið á þingmenn VG að greiða atkvæði gegn ríkisstjórnartillögunni við lokaafgreiðslu. Því kalli hlýddu 5 þingmenn flokksins, þar á meðal Jón Bjarnason ráðherra. Formaður þingflokksins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sat hjá eftir að hafa skrifað upp á nefndarálit utanríkismálanefndar með fyrirvara. Þetta dugði hins vegar ekki til því að meirihluti þingflokks VG greiddi atkvæði með þingsályktunartillögunni og tryggði henni þar með brautargengi. Þeirri spurningu er ósvarað hvers vegna 8 þingmenn flokksins fylgdu ekki eftir stefnu hans og greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn eins og fullyrt var við myndun ríkisstjórnarinnar að þeir hefðu fullt frelsi til. Í atkvæðaskýringum nokkurra þessara þingmanna VG kom skýrt fram að afstaða þeirra gegn ESB-aðild væri eindregin og allir bjuggust við að hún endurspeglaðist sem nei" í atkvæðagreiðslunni. Hið gagnstæða varð hins vegar raunin sem ber vott um að eitthvað annað en afstaða til ESB-umsóknar hafi ráðið niðurstöðu þeirra. Það er með ólíkindum ef einstakir þingmenn VG hafa látið hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit ráða niðurstöðu í svo afdrifaríku máli. Ríkisstjórn sem þannig er um búið milli forystumanna og þingmanna sem tryggja eiga henni þingmeirihluta á augljóslega ekki langt líf fyrir höndum.
Höktandi útskýringar formanns
Eftir lokaafgreiðslu Alþingis sendi formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, ávarp" til flokksmanna. Þar heldur hann því fram að niðurstaðan í ESB-málinu sé í samræmi við landsfundarsamþykkt flokksins frá í mars síðastliðnum. Þar var hins vegar ályktað um að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Jafnframt segir þar að aðild eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um síðara atriðið er full samstaða allra flokka ef aðildarsamningur einhverntíma liggur fyrir, en það er ekki hlutverk þeirra sem andvígir eru ESB-aðild að kalla eftir slíkum samningi. Það er því rangt hjá formanninum að jáyrði 8 þingmanna VG við að sækja um aðild sé vel samrýmanleg landsfundarályktun í mars síðastliðnum", að ekki sé talað um hans eigin yfirlýsingar frammi fyrir alþjóð kvöldið fyrir kjördag. Þeir sem vísa til þess að þjóðarviljinn eigi að ráða í máli sem þessu hefðu átt að fylgja þeirri skoðun sinni eftir með því að greiða atkvæði með tillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að þjóðin skæri úr um hvort sækja ætti um aðild. Það gerðu 5 þingmenn VG en 9 kusu að fella þá tillögu. Framhald útskýringa formannsins er í véfréttastíl, m.a. yfirlýsing hans þar sem segir: ... þá höfum við einnig gert það alveg ljóst að við áskiljum okkur rétt til að leggja til á hvaða stigi sem er að þeim [viðræðum um aðildarsamning] verði hætt." Hliðstæð orð hafði Steingrímur uppi í atkvæðaskýringu sinni á Alþingi. Þetta er ef til vill sú útgönguleið sem hann heldur opinni, en jafnvíst er að stjórnarsamstarfinu lýkur þann dag sem hún er valin og Samfylkingin mun þá leita annarra bandamanna. Hvort þeir finnast er mörgu háð, en með því að greiða fyrir aðildarumsókn að ESB var stigið örlagaskref þvert gegn margítrekuðum stefnuyfirlýsingum VG allt frá stofnun flokksins.
Hefnist þeim er svíkur sína huldumey ...
Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur algjöra sérstöðu þar eð hún varðar stöðu lands og þjóðar um langa framtíð. Efnahagshrunið á síðasta hausti er léttvægt þegar spurningin um sjálfstæði og fullveldi er annars vegar. Það er því hryggilegt þegar glýjur um vinstristjórn með vegvilltri Samfylkingu glepja mönnum sýn og horfið er frá markaðri stefnu eins og hér hefur gerst. Erfitt verður að bæta fyrir unnin afglöp, þar sem rofinn hefur verið trúnaður milli forystu og fjölda fylgismanna sem sett höfðu traust sitt á Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Ég efast um að núverandi forysta flokksins, formaður og varaformaður, átti sig á hversu djúpt þetta mál ristir og hversu afdrifaríkt undanhaldið getur orðið. Aðildarumsóknin sem nú liggur í Brussel mun minna á sig dag hvern næstu árin og stjórnsýsla, sem var önnum kafin fyrir, verður upptekin við að rýna þar í tilskipanir framandi valds. Ætlar forysta VG að taka sig á og rifta þessum gjörningi og gera þar með flokkum kleift að reisa merkið á ný?
Hjörleifur Guttormsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fer Birgitta með rétt mál?
20.7.2009 | 00:50
Séu þessar upplýsingar Birgittu réttar, þá er hér grafalvarlegt mál á ferðinni sem kalla á skýringar af hálfu fjármálaráðherra og hans fólks. Það er sem mann grunar að trúlega er ekki allt komið upp á borðið eins og lofað var. Því getur maður spurt sig er þetta rétt hjá Birgittu?
Segir ríkisstjórnina hagræða tölum
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar.
Sunnudagur 19. júlí 2009 kl 21:30
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Maður þarf að toga öll gögn út, svo framarlega sem við vitum hver gögnin eru. Það er afskaplega mikið af gögnum sem eru merkt sem trúnaðarmál sem mér finnst ekki eiga að vera trúnaðarmál," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Ríkisstjórnin boðaði betra upplýsingaflæði til þjóðarinnar á hveitibrauðsdögum sínum en annað hefur komið á daginn að sögn Birgittu.
Hún furðar sig á því sem hún kallar blekkingarleik fjármálaráðuneytisins varðandi heildarskuldastöðu þjóðarinnar sem komin sé upp í 250 prósent af landsframleiðslu og þar með yfir mörkum AGS til að þjóðir teljist tæknilega gjaldþrota.
Þessu var hins vegar breytt þannig að sveitarfélögin voru tekin út úr pakkanum, genginu var breytt og skuldir álfyrirtækjanna felldar út. Þar er verið að hagræða hlutunum svo við getum tekið á okkur Icesave," segir hún.
Við áttum ekki að sjá Icesave-samninginn, en áttum að fá úrdrátt úr honum. Þingið átti að taka ákvörðun um samninginn út frá úrdrætti. Samningurinn lak svo í fjölmiðla og þá fengum við hann."Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ingibjörg Sólrún efast um Jón Bjarnarson.
19.7.2009 | 15:00
Í fréttum sjónvarpsins í gær var ekki annað að heyra en að Ingibjörg Sólrún teldi það óheppilegt að Jón Bjarnarson væri í stöðu sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í komandi ESB samningum. það kæmi mér ekki á óvart að brátt komi krafa frá Samfylkingunni um að honum verði skipt út fyrir einhvern annan sem er jákvæðari gegn ESB. Þeyr vilja trúlega einnig velja ráðherraliðið fyrir VG af öllu að dæma og ef dæma má af vinnubrögðum VG forustunnar og því sem undan er gengið þá verður þeim trúlega að ósksinni. Lesa má fréttina hér að neðan.
ESB:Ráðherra ætlar að vera faglegur
Jón Bjarnason, sjávar- og landbúnaðarráðherra.
Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra kveðst ætla að vinna faglega að umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir andstöðu sína við aðild. Hann segir að það væri furðulegt ef einungis Evrópusambandssinnar ættu að leiða viðræðurnar við sambandið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra landsins sagði í fréttum sjónvarps í gær að það yrði erfitt fyrir þann sem fer með framkvæmdavald og ætti þar af leiðandi standa skil á samningsmarkmiðum og væntanlega samningsniðurstöðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum að vera á móti aðild að ESB. Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segist furðulostinn á ummælum Ingibjargar um að horfa þyrfti sérstakleg til með honum við samningsgerðina.
Hann minnir á að samráðherrar hans í Vinstri grænum séu á móti aðild. Aðspurður um hvort það sé ekki ankannalegt að hann leiði viðræður við ESB þar sem hann er móti aðild spyr hann hvort eðlilegra væri að sá sem liggur marflatur fyrir ESB færi fyrir málaflokknum. Hann segist ætla að vinna faglega að þessum málum. Jón segir að náið samráð verði haft við þá sem hagsmuna eiga að gæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Getur skaðað stöðu Íslands. Felst í þessu hótun?
19.7.2009 | 14:33
Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Niðurgreiðslur ESB fyrir landbúnað.
18.7.2009 | 19:35
Þetta er athyglisverð frétt fyrir þá sem vilja fræðast aðeins um styrktarkerfi ESB til landbúnaðarins í bandalaginnu.
Niðurgreiðslur ESB vekja furðu
Í ár þurftu Evrópusambandsríki í fyrsta sinn að gera grein fyrir því hvernig þau verja niðurgreiðslum til landbúnaðar sem þeim er úthlutað. Bandaríska dagblaðið New York Times birti í gær ítarlega úttekt á þessum upplýsingum. Niðurstöðurnar koma um margt á óvart.
Um 53 milljörðum evra, helmingi af fjárlögum ESB, er varið í niðurgreiðslur fyrir landbúnað.
Töluverður hluti af þessari fjárhæð rennur til starfsemi sem seint gæti talist landbúnaður. T.d. fékk þýski sælgætisframleiðandi Haribo háa upphæð endurgreidda vegna þess að sykur er niðurgreiddur.
Eins fékk ítalskt fyrirtæki sem býr til flugvélamat töluverðar endurgreiðslu fyrir sykur sem flugfarþegar innbyrtu og var tæknilega fluttur út í meltingarkerfi þeirra. Þá fékk spænskt vegagerðarfyrirtæki töluverða niðurgreiðslu vegna þess að spænsk stjórnvöld líta svo á að fjárfesting í vegakerfinu sé bændum til hagsbóta. Auk þess eiga landeigendur, jafnvel þótt þeir stundi ekki landbúnað, rétt á niðurgreiðslu. Þannig fær breska konungsfjölskyldan, sem á mikið land, t.d. háar fjárhæðir endurgreiddar.
Þótt megnið af niðurgreiðslum ESB til landbúnaðar renni enn til hefðbundins landbúnaðar sýna þessi dæmi að niðurgreiðslurnar þjóna nú öðrum tilgangi en upphaflega var gert ráð fyrir. Þeim var komið á til að auka matvælaframleiðslu í Evrópu og aðstoða evrópska bændur, en hvort tveggja þótti brýnt eftir heimsstyrjöldina seinni. Nú virðist niðurgreiðslukerfið frekar í anda byggðastefnu og ríki hafa nokkuð frjálsar hendur um hvernig þau verja niðurgreiðslum sem þeim er úthlutað.
Gagnrýnendur landbúnaðarstefnu ESB segja hana hrærigraut sem enginn hafi yfirsýn yfir. Þá loki hún evrópskum markaði fyrir fátækum bændum utan Evrópu og ýti undir offramleiðslu. Embættismenn ESB segja hins vegar ekkert athugavert við það hvernig niðurgreiðslur til landbúnaðar hafa þróast. Ýmsum aðferðum þurfi að beita til að styrkja evrópskan landbúnað, m.a. þurfi að standa vörðu um þjónustu og lífsgæði á landsbyggðinni.
Þá hafa ríki nú meiri stjórn á því hvernig niðurgreiðslum þeirra er varið en þau gerðu fyrst um sinn.
frettir@ruv.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
VG og Úrsagnir.
18.7.2009 | 15:36
Það að rúmlega 20 mans hafi sagt sig úr VG kemur mér ekki á óvart, ég veit að þeim á eftir að fjölga. Icesave málið er en ófrágengið og mikil reiði er út í forustuna hjá VG um hvernig þar hefur verið haldið á málum, svo að menn skildu ekki ganga út frá því að úrsögnum hafi lint ég held því miður að þeim eigi þvert á móti eftir af fjölga þegar líður á sumarið. Það er athyglisvert að sumir af þeim sem hafa sagt sig úr félaginu eru stofnfélagar og stjórnarmen í svæðisfélögum flokksins. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsta skoðanakönnun um fylgi flokkana kemur út.
Fréttaskýring: Rúmlega tuttugu hafa skráð sig úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)