Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Lissabon sáttmálanum hafnað ef íbúarnir hefðu fengið að ráða.

Lissabon-sáttmálanum hefði verið hafnað í flestum ríkjum ESB

Charlie McCreevy, ráðherra innrimarkaðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt í Dublin 25. júní sl. að Lissabon-sáttmálanum (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) hefði verið hafnað í flestum ríkjum sambandsins ef íbúar þeirra hefðu fengið að greiða atkvæði um hann. Eins og kunnugt er höfnuðu Írar sáttmálanum í þjóðaratkvæði sumarið 2008.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.

 

Þarf að hafa fleiri orðum lýðræðið í ESB. Lýðnum er sem sagt ekki treystandi til að huga að eigin hag og hafa vit fyrir hvað honum er fyrir bestu, þetta hljómar kunnuglega. Kosið hefur verið um Lissabon sáttmálan aftur í þeim löndum þar sem honum var upphaflega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en í þeim tilfellum var það gert af þjóðþingum landana, þar sem íbúum viðkomandi landa var ekki treystandi til að fengist ásættanleg niðurstaða fyrir ESB forustuna. Þetta var eitt af fyrstu verkum Angelu Merkel Þýskalands kanslara sem þá veitti ESB forustu að tala ríkisstjórnir þessara land til svo að ásættanleg niðurstaða fengist fyrir ESB.


Icesave - ESB og Þjóðaratkvæði.

Ósköp fannst mér Álfheiður Ingadóttir leggjast lágt og svar ómálefnalega þegar spurt var af hverju þjóðin á ekki að fá að greiða atkvæði um icesave skuldbindinguna á þinginu núna áðan þar sagði hún að þjóðin hefði kosið um icesave í apríl, ég vil þá mynna Álfheiði að þjóðin kaus líka um ESB í apríl og fékk VG mikið fylgi út á það eða vill hún ekki muna þan þátt kosninganna, ja hérna mikið hafa mínir menn í VG breyst í afstöðu sinni til ýmissa mála síðan þeyr komust í ríkisstjórn. Eins og ég hef áður bloggað um þá er þetta mál af þeirri stærð að full ástæða er til að láta þjóðina segja sitt, ef mönnum er þá einhver meining með að þjóðin fái að greiða þjóðaratkvæði í mikilvægum málum er hana snerta. Vinstri grænir geta ekki verið þekktir fyrir að meina þjóðinni það og sama er að segja um væntanlegan ESB samning. Það getur aldrei verið ásættanlegt að þjóðaratkvæði um ESB aðild verði einungis ráðgjafandi og fannst mér Steingrímur J vera loðin í svörum hvað það varðar á þingi í gær, ég segi bara fyrir mig að ég treysti ekki orðið mínu fólki til að standa í lappirnar gegn Samfylkingunni hvað það varðar, eina ráðið til að tryggt er að farið verði eftir vilja þjóðarinnar í þeim efnum er að þjóðaratkvæðið verði bindandi svo ekki sé hægt að leika sér með þá niðurstöðu eins og pólitíkusum er einum lagið að gera. Það má leiða líkum að ástæðan fyrir því að icesave er keyrt í gegn sé sú að ekki megi styggja Evrópu þjóðirnar fyrir aðildarviðræðurnar eða finnst þér lesandi góður miklar líkur á að Holendingar eða Bretar samþykki okkur þar inn án þess að gengið sé frá Icesave samningnum og það á þann hátt sem þeim hugnast, ég tel litlar líkur á því og því vaknar sú spurning hvort verið sé að greiða fyrir komandi viðræðum við ESB og fyrir samþykkt þessara þjóða með þessum gjörning, ja svar hver fyrir sig.


Icesave samningin í þjóðaratkvæðagreiðslu

Mér finnst þessi tilaga ekki svo fráleit, hefur ekki einmitt verið kallað eftir því að þjóðin fá að segja álit sitt í stærri málum sem snerta hag þjóðarinnar. Ef icesave samningarnir og þær skuldbindingar sem þeim fylgja flokkast ekki sem slíkt mál þá eru þau hreinlega ekki til, það því er full ástæða til þess að spyrja þjóðina hvað henni finnst um þessa samninga. Það kann vel að vera að við komumst ekki hjá því að borga þetta, (ég er reyndar ekki sannfærður um það enn) en þá eru kjörin í þessum samningum að þau eru algjörlega óaðgengileg að mínu viti. Það leikur verulegur vafi á að við getum staðið við samningin og þess vegna tel ég betra að hafna honum strax í stað þess að skuldbinda okkur við eitthvað sem við klárum ekki eða eru líkur á að við klárum ekki. Ég mundi aldrei skrifa upp á samning við bankann minn ef ég væri ekki viss um að ég gæti staðið við hann, maður skuldbindur sig ekki þannig ef einhver vafi er á því að hægt sé að standa við samningin.  Var það ekki einmitt það sem kom Landsbankanum í þær ógöngur sem hann lenti í með icesave reikningana, hann gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það er því ekki til eftirbreytni fyrir ríkið að gera slíkt hið sama.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi útlendinga.

Þessi frétt kemur mér ekkert á óvart, útlendingar verða oftast þeir sem fyrst hverfa af vinnu markaði við svona aðstæður, það þekki ég af eigin raun frá þeim tíma sem ég bjó í Svíþjóð eða frá 1989 til 1996 á tímum fyrri bankakreppu þar í landi, en þar var þróunin meðal erlendra starfsmanna sú hin sama og við sjáum nú hér. Ég hef séð á ummælum sumra bloggara að þeim finnst þetta fólk vera afætur á íslenskum atvinuleysisbótum, en því er til að svara að þetta fólk hefur unnið fyrir réttindum sínum rétt eins og íslendingar og eiga að fá að njóta þeirra. Sumt af þessu fólki hefur jafnvel keypt hér fasteignir og þarf að standa skil á þeim rétt eins og við eða fyndist okkur það réttlát að Íslenskir starfsmenn erlendis væru sendir til síns heima og fengju ekki að njóta sömu réttinda og starfsmenn þess lands sem þeir ynnu í þótt þeyr hefðu greitt í sjóði veraklíðsfélaga og greitt sína skatta til samfélagsins.
mbl.is Mikið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfis hryðjuverk og ekkert annað.

Hvenær ætlar þessi þjóð að læra að ganga almennilega um landið, ég var að vona að þetta væri liðin tíð.
mbl.is Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoltur af nýja hundinum.

Er alveg farin í hundanna svei mér þá. Nú er hann Brútus komin til okkar hann er 13 mánaða blanda af Border Collie og Labrador. Við vorum dálítið smeyk um að Tinna tíkin okkar myndi ekki samþiggja ráðahaginn en allt virðist vera að ganga upp hjá þeim. Honum hafði ekkert verið sinnt í sveitinni þar sem hann var og það átti að fara að lóga honum þegar við lásum um hann á netinu og ákváðum að skoða hann betur, við höfum trúlega dottið í lukkupottinn með hann. Hann var gauðdrullugur þegar við fengum hann og honum hafði greinilega lítið verið sinnt, hann hafði aldrei komið í bíll eða haft hálsól og því síður gengið í ól, nú stekkur hann upp í bílinn eins og hann hafi aldrei gert annað og gengur við hæl í ól eins og margreindur verðlauna hundur, allt þetta á einum sólarhring. Þetta er algjört gæðablóð og sem vott um gott og stresslaust skaplindi þá var hann kembdur og fór í bað í gær og í dag var hann aftur kembdur og meira að segja ryksugaður á eftir, það þarf ekki að taka fram að hvorugu hefur hann nokkru sinni kynnst áður. Set mynd af honum hér á síðunna.


Þjóðaratkvæði RÁÐGJAFANDI:

Eins og lesa má á heimasíðu Heimssýnar þá kom fram í fyrirspurn að Jóhanna Sigurðardóttir teldi niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ætti einungis að vera ráðgjafandi. Mér er spurn geta þingmenn VG tekið undir þær fullyrðingar.  Er ekki hægt að krefjast skýrs svars við því hvort svo er, það skiptir okkur sem studdu VG í síðustu kosningum verulegu máli að fá þetta á hreint hvað átt er við með þessum ummælum Jóhönnu.

 

Heimssýn
ÞJÓÐIN MUN EKKI EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ UM ESB!!
-------------------------------------------

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en EKKI BINDANDI.

Þetta viðurkenndi Jóhanna í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni benti á að þetta þýddi að íslenska þjóðin hefði ekki síðasta orðið um málið heldur ríkisstjórnin sem tæki endanlega ákvörðun um það hvort hún færi eftir niðurstöðunni eða ekki.


ESB sama hvað.

ÉG er sammála þessum orðum Sturlu. Það virðist sem að núverandi ríkisstjórn ætli að koma okkur inn í ESB með góðu eða illu. það hryggir mig sem félaga í VG að svo skuli komið fyrir flokknum mínum, að hann ætli að stuðla að því. Ég hef tekið þá ákvörðun að bíða fram yfir atkvæðagreiðsluna um aðildarfrumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi, og ef mér hugnast ekki hvernig þingmenn VG kjósa þar mun ég væntanlega yfirgefa flokkinn og beita kröftum mínum þar sem þeir nýtast betur í baráttunni gegn ESB, svo það sé nú á hreinu.

Svona til gamans og að lokum þá var móður amma mín og Jón Sigurðsson þremenningar og ég hef alltaf verið frekar stoltur af þeim skyldleika.


mbl.is Öllu skal fórnað fyrir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný sjálfstæðisbarátta?

Ný sjálfsæðisbarátta með aðstoð frá Bretum og Holendingum og frændum okkar á norðurlöndunum, svo má ekki gleyma AGS og svo kórónum  verkið með því að gerast ESB aðilar. Glæsileg baráta það.


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun svæðisfélags VG í Hveragerði og Ölfussi birtist hér í heildsinni en styttri útgáfa var birt í mbl þann 17 06 2009.

Svæðafélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboð í Hveragerði og Ölfusi tekur undir ályktun svæðafélags VG í Skagafirði sem birt var í morgunblaðinu þann 15.06.2009, en þar segir meðal annars:

  Félag vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði minnir á samþykktir flokksins og yfirlýsingar fyrir nýliðnar alþingiskosningar þar sem alfarið er hafnað Evrópusambandsaðild og ítrekað að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan sambandsins.

VG er eini flokkurinn sem á sæti á alþingi sem hefur frá upphafi talað skýrt í þessum efnum. Því skorar félagið á þingflokk VG að beita sér gegn því að frekari skref verði stigin í átt til Evrópusambandsaðildar og hafna þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður. 

Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá hruni íslensks efnahagslífs hafa alþingismenn og stjórnvöld nú þegar sóað of miklum tíma og orku í umræðu um Evrópusambandsaðild og hefur það komið niður á öðrum og brýnni verkefnum til samfélagslegrar endurreisnar.

Svæðafélag VG í Hveragerði og Ölfusi  vill minna forystu og þingmenn flokksins á ályktun landsfundar VG um ESB og einnig þær yfirlýsingar sem flokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar um ESB. Félagið lýsir einnig yfir fullum stuðningi við þingmann VG á Suðurlandi Atla Gíslason í andstöðu hans við frumvarpið og við þá þingmenn VG sem lýst hafa sig andvíga fram komnu frumvarpi. Félagið hvetur einnig þingmenn allra flokka á alþingi að sameinast um átak í efnahagsmálum þjóðarinnar láti af frekari tímaeyðslu í ESB umræður við núverandi aðstæður.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband