Þjóðaratkvæði RÁÐGJAFANDI:

Eins og lesa má á heimasíðu Heimssýnar þá kom fram í fyrirspurn að Jóhanna Sigurðardóttir teldi niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ætti einungis að vera ráðgjafandi. Mér er spurn geta þingmenn VG tekið undir þær fullyrðingar.  Er ekki hægt að krefjast skýrs svars við því hvort svo er, það skiptir okkur sem studdu VG í síðustu kosningum verulegu máli að fá þetta á hreint hvað átt er við með þessum ummælum Jóhönnu.

 

Heimssýn
ÞJÓÐIN MUN EKKI EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ UM ESB!!
-------------------------------------------

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en EKKI BINDANDI.

Þetta viðurkenndi Jóhanna í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni benti á að þetta þýddi að íslenska þjóðin hefði ekki síðasta orðið um málið heldur ríkisstjórnin sem tæki endanlega ákvörðun um það hvort hún færi eftir niðurstöðunni eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Jóhanna sagði að það væri útúrsnúningur að segja að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði að forminu til ráðgefandi. Ekki yrði farið gegn niðurstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu. Ljóst sé að breyta þurfi stjórnarskránni verði ákveðið að ganga í Evrópusambandið. Þá sagði hún að fyrir sitt leyti komi ekki til greina að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

http://www.visir.is/article/20090618/FRETTIR01/256423117

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Af heimasíðu Heimssýnar 16. júní sl.:

Ríkisstjórnin hefur langt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem m.a. er gert ráð fyrir að einfaldur meirihluti þingmanna geti farið fram á að haldið verði ráðgefandi þjóðaratkvæði um ákveðin mál. Þetta eigi að tryggja að þjóðin eigi síðasta orðið í meiriháttar málum. Hvernig sem það er fengið út þegar þjóðaratkvæðið yrði aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Mat manna mun vera að til þess að þjóðaratkvæði geti verið bindandi þurfi að breyta stjórnarskránni.

Eðli málsins samkvæmt vaknar spurning um það hvernig þetta snerti þá stefnu ríkisstjórnarflokkanna að senda umsókn um inngöngu í Evrópusambandið til Brussel leggi Alþingi blessun sína yfir þau áform. Verður hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu í sambandið þannig aðeins ráðgefandi en ekki bindandi? Ríkisstjórninni hefur legið svo á í því máli að fjölda spurninga eins og þessari er einfaldlega ósvarað enda er heimavinnan nánast engin. Þannig liggur í raun ekkert fyrir um það hvernig hugsanlegt umsóknarferli verði komi til þess.

Ef þjóðaratkvæðið ætti að vera bindandi yrði ferlið sennilega að vera þannig að eftir að samningur um inngöngu lægi fyrir yrði þing rofið og boðað til kosninga og samhliða þeim yrði stjórnarskránni breytt. Ný ríkisstjórn yrði síðan að boða til þjóðaratkvæðis um inngönguna. Ef þjóðaratkvæðið ætti aðeins að vera ráðgefandi þá væri hægt að halda þjóðaratkvæðið samhliða þingkosningum. En það þýddi hins vegar að þjóðin hefði í rauninni ekki síðasta orðið heldur ríkisstjórnin sem væri ekki bundin af niðurstöðunni og tæki hina endanlegu ákvörðun um það hvort farið yrði eftir henni.

Ólíklegt verður að telja að íslenska þjóðin sé reiðubúin að sætta sig við annað en að hafa raunverulega síðasta orðið í þessu stóra og umdeilda máli ef til þess kemur einhvern tímann að haldið verði þjóðaratkvæði um það.

Heimild:
Meirihluti þingmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur (Vísir.is 12/06/09)

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Sæll Hjörtur: Það kemur hreinlega ekkert annað til mála að mínu viti en að  ESB aðild verði afgreidd í þjóðaratkvæðisgreiðslu og þá helst í tvennum kosningum, sem sagt um hvort fara skuli í viðræður og svo um niðurstöðu þeirra. En það væri í takt við annað að þjóðinni væri ekki treyst fyrir því. Verði þetta niðurstaðan þá má þetta stjórnarsamstarf fara skrattans til, en þú afsakar orðbragðið.

Rafn Gíslason, 22.6.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband