ESB sama hvað.

ÉG er sammála þessum orðum Sturlu. Það virðist sem að núverandi ríkisstjórn ætli að koma okkur inn í ESB með góðu eða illu. það hryggir mig sem félaga í VG að svo skuli komið fyrir flokknum mínum, að hann ætli að stuðla að því. Ég hef tekið þá ákvörðun að bíða fram yfir atkvæðagreiðsluna um aðildarfrumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi, og ef mér hugnast ekki hvernig þingmenn VG kjósa þar mun ég væntanlega yfirgefa flokkinn og beita kröftum mínum þar sem þeir nýtast betur í baráttunni gegn ESB, svo það sé nú á hreinu.

Svona til gamans og að lokum þá var móður amma mín og Jón Sigurðsson þremenningar og ég hef alltaf verið frekar stoltur af þeim skyldleika.


mbl.is Öllu skal fórnað fyrir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn og frænda þinn, Jón Sigurðsson.

Velkominn í Sjálfstæðisflokkin ef VG samþykka að láta selja okkur nauðasölu til ESB.

ESB er fyrir aumingja. 

Hrafn G. Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Velkominn í Sjálfstæðisflokkin ef VG samþykka að láta selja okkur nauðasölu til ESB."

Ertu ekki að grínast? Að ganga í þann flokk sem leiddi yfir okkur hrunið og gaf þann höggstað á okkur sem varð forsenda "nauðasölunnar"? Rafn, ég vona að þú og aðrir sem þetta lesa taki ekki mark á svona vitleysu og hugleiði fremur að ganga til liðs við Samtök Fullveldissinna, sem hyggja á þáttöku í íslenskum stjórnmálum og hafa það efst á stefnuskránni að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar. Gangi sú stefna ekki eftir verður tómt mál að tala um "íslensk stjórnmál" í framtíðinni og flokksaðild undir merkjum VG eða xD eða einhvers annars yrði hvort sem er sjálfhætt í núverandi mynd. Kjósum hvorki yfir okkur ráðaleysi né valdaafsal!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 21:50

3 identicon

Thessi vidbjódur...D...er kominn í varanlega sóttkví og fer thad honum vel.

Bobbi (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rafn minn. Þú veist að Samtök fullveldissinna standa þér opin. EINU
stjórnmálasamtökin sem 100% er hægt að treysta í  þjóðfrelsis- og fullveldismálum í anda Jóns Sigurðssonar. SAMTÖK sem nú eru í grunnmótun og sem vonandi flestir þjóðlega sinnaðir Íslendingar komi
að til að móta og fullgera......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2009 kl. 01:08

5 identicon

Góð færsla hjá þér Rafn, mig langar til að ganga í VG til að geta gengið  úr honum... hef verið óflokksbundinn en dyggur kjósandi, en hef væntanlega kosið þá í síðasta skipti eftir að sjá þennan brjálaða viðsnúning hjá fólkinu sem ég treysti fyrir atkvæðinu mínu...

Hildur Ýr Ísberg (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:02

6 identicon

Sæll félagi Rafn. Það kom úr hörðust átt að Sturla Böðvarsson talaði um sjálfstæði, maðurinn sem ber ábyrgð á stöðu Íslands í dag sem Ráðherra og forseti Alþingis. Það er svívirða við minningu Jóns Sigurðssonar að Sturla skuli nefna hann á nafn. Hitt verð ég að segja að ég er algjörlega ósammála þér um ES og Evruna. Danir eru ekki minna sjálfstæðir en við og ekki hefur ES ráðist á þá eða tekið af þeim sjálfræðið. Sama á við um Svía. Ég skil LÍÚ mafíuna að vera á móti evrunni og ég skil að þingmenn td. sjálfstæðisflokksins séu á móti þessu. Það er hinsvegar ekki af væntumþykju fyrir landanum. Nei þeir vilja geta fellt gengið reglulega hér eftir sem hingað til. Saga krónunnar er ein harmsaga eins og sést á verðgildi hennar. Félagshyggjufólk eins og þú Rabbi eigið að sjá að áróður gegn ES gagnast best LÍÚ eins og ég sagði og kvótaeigendum því sennilega yrðu við skyldaðir að koma á einhverju jafnræði í úthlutun kvótans en taka af sjálfskipaðan rétt Íhaldsins til hans. Vinstri Grænir eiga ekki að púkka upp á svona málflutning. Ef ég kaupi litla tveggja herbergja íbúð á íslandi á svona 20 milljónir borga ég 40 til 50 milljónir í vexti (hefur alltaf verið þannig) en fyrir svipuð kaup í norður Evrópu greiði ég hvað ? 5 milljónir? kannski 7 ! Mig munur um 40 milljónir þó það væri ekkert annað. Hitt er svo annað mál hvort einhver vill sjá okkur, þetta spillingarbæli sem hér er.

Að svo mæltu legg ég til að þið Silla bjóðið mér í mat í sumar hehe td. íslenska lambasteik. Bið að heilsa félagar og gangi ykkur vel.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Tryggvi ég skynja að Þú sért hrifin af þeirri hugsun að við sækjum um inngöngu í ESB, en það verður að segjast eins og er að ESB snýst um fleira en evrur og vexti það veit ég að þú veist líka Tryggvi minn. Hvað viðkemur afstöðu LÍÚ þá er ég ekki að bera hagsmuni þeirra fyrir brjósti þegar ég tala gegn ESB ég er engu ánægðari en þú hvernig komið er fyrir kvótanum og því braski sem honum er fylgjandi í höndum LÍÚ. Hvað varðar krónuna þá er því til að svara að staða hennar er að miklu leiti okkur sjálfum að kenna og hvernig haldið var á efnahagsmálum þjóðarinnar í fyrri ríkisstjórn, ég held að þú vitir það jafn vel og ég að evru erum við ekki að sjá hér sem okkar gjaldmiðil á næstu árum eða áratugum, þó við göngum inn í ESB við eigum langt í að uppfylla skilyrði myntbandalagsins til að því geti orðið. Ég hef aldrei haldið því fram að við yrðum ósjálfstæð innan ESB, en sjálfstæði okkar yrði verulega skert í sumum málum sem við stjórnum núna.  En af því að þú nefnir frændþjóðir okkar þá eru þær ekki jafn vissar í sinni sök hvað varðar sjálfsákvörðunar rétt sinn og þú fullyrðir það veit ég eftir að hafa fylgst með framvindu mála og umræðunni þar síðustu misserin. En ég skal að sjálfsögðu sjá til þess að bjóða þér í löngu tímabært grill og þá hafa læri á boðstólum.  Okkur gefst þá meyri tími til að ræða þessi mál.

Rafn Gíslason, 19.6.2009 kl. 21:59

8 identicon

Sæll Rafn. Þakka svarið og nokkuð langt á milli okkar í ES málum en það er í góðu lagi. Sennilega er það líka rétt hjá þér að við erum ekki að fá evruna á næstu árum þar sem við uppfyllum engin skilyrði eins og þú bendir á og ég segi því miður. Svo er komið þökk sé Íhaldinu að við erum hvergi velkomnir lengur. Ég hef verið á leiðinni að heimsækja ykkur síðan þið fluttuð í Þorlákshöfn og dett inn einhvern daginn og heimta þá lambalæri á grillið félagi hehehe og á fjórða glasi göngum við sennilega í samband Asíuríkja í fullkominni sátt og samlyndi :) Hafðu góðar stundir og bið að heilsa Sillu.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 23:35

9 Smámynd: Rafn Gíslason

Tryggvi: Það endar alltaf svo hjá okkur þegar á fjórða glas er komið og svo verður örugglega líka í þetta sinn, en vertu hjartanlega velkomin hingað austur það er löngu komin tími til.

Rafn Gíslason, 24.6.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband