Lissabon sáttmálanum hafnað ef íbúarnir hefðu fengið að ráða.

Lissabon-sáttmálanum hefði verið hafnað í flestum ríkjum ESB

Charlie McCreevy, ráðherra innrimarkaðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt í Dublin 25. júní sl. að Lissabon-sáttmálanum (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) hefði verið hafnað í flestum ríkjum sambandsins ef íbúar þeirra hefðu fengið að greiða atkvæði um hann. Eins og kunnugt er höfnuðu Írar sáttmálanum í þjóðaratkvæði sumarið 2008.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.

 

Þarf að hafa fleiri orðum lýðræðið í ESB. Lýðnum er sem sagt ekki treystandi til að huga að eigin hag og hafa vit fyrir hvað honum er fyrir bestu, þetta hljómar kunnuglega. Kosið hefur verið um Lissabon sáttmálan aftur í þeim löndum þar sem honum var upphaflega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en í þeim tilfellum var það gert af þjóðþingum landana, þar sem íbúum viðkomandi landa var ekki treystandi til að fengist ásættanleg niðurstaða fyrir ESB forustuna. Þetta var eitt af fyrstu verkum Angelu Merkel Þýskalands kanslara sem þá veitti ESB forustu að tala ríkisstjórnir þessara land til svo að ásættanleg niðurstaða fengist fyrir ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband