Icesave samningin í þjóðaratkvæðagreiðslu

Mér finnst þessi tilaga ekki svo fráleit, hefur ekki einmitt verið kallað eftir því að þjóðin fá að segja álit sitt í stærri málum sem snerta hag þjóðarinnar. Ef icesave samningarnir og þær skuldbindingar sem þeim fylgja flokkast ekki sem slíkt mál þá eru þau hreinlega ekki til, það því er full ástæða til þess að spyrja þjóðina hvað henni finnst um þessa samninga. Það kann vel að vera að við komumst ekki hjá því að borga þetta, (ég er reyndar ekki sannfærður um það enn) en þá eru kjörin í þessum samningum að þau eru algjörlega óaðgengileg að mínu viti. Það leikur verulegur vafi á að við getum staðið við samningin og þess vegna tel ég betra að hafna honum strax í stað þess að skuldbinda okkur við eitthvað sem við klárum ekki eða eru líkur á að við klárum ekki. Ég mundi aldrei skrifa upp á samning við bankann minn ef ég væri ekki viss um að ég gæti staðið við hann, maður skuldbindur sig ekki þannig ef einhver vafi er á því að hægt sé að standa við samningin.  Var það ekki einmitt það sem kom Landsbankanum í þær ógöngur sem hann lenti í með icesave reikningana, hann gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það er því ekki til eftirbreytni fyrir ríkið að gera slíkt hið sama.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hjartanlega sammála þér.

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.6.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband