Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Allt gert til að komast hjá því að þjóðin leggi dóm sinn á Icesave.

Ég held að það sé svo komið að þessi ríkisstjórn er sem stendur að berjast fyrir lífi sínu og því róið með öllum árum að leysa Icesave samningin áður en þjóðin fær að segja skoðun sína á meðhöndlun hennar í því máli. Einnig er farið að hrikta í stoðum hennar vegna afstöðu sumra VG þingmanna í ESB málinu og ógjörningur að sjá hvernig þeir eiga að geta starfað með Samfylkingunni út kjörtímabilið nema þeir þá verði keflaðir í því máli, en það er augljóst að það hefur verið reynt áður með misgóðum árangri, en það kæmi mér svo sem ekki á óvart að forusta VG gerði allt sem hún gæti til að þagga niður í andstæðingum ESB innan flokksins, það hefur gerst áður.
mbl.is Segir viðræður enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að skilja.

Er orðin nokkur leið að skilja hvað þessum manni gengur til ????????????
mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja sig fyrir völd og stóla.

Nei er nú ekki komið nóg af þessari vitleysu, ætlar forusta VG en og aftur að láta Samfylkinguna segja sér fyrir verkum í ESB málinu? Er ekki komið nóg af svikum við félagsmenn og kjósendur VG. Flokksráð hefur sent forustunni og þingmönnum flokksins skýr skilaboð um afstöðu þess í málinu og það hafa reyndar svæðafélögin gert líka, nú er því  komin tími til að forusta VG taki af skarið og segi félagsmönnum flokksins hvar hún stendur í þessu máli og hætti að klóra yfir gerðir sínar með undanslætti, með því móti geta þeir sem ekki telja sig eiga samleið með flokknum sagt sig frá honum og hafið baráttu sína á öðrum vettvangi eða hreinlega stofnað annan flokk.  Þingmenn og forusta flokksins verður að gera upp við sig hvar hollustan liggur, annaðhvort heldur hún áfram að skríða fyrir Samfylkingunni eða hysjar upp um sig buxurnar og fer að vinna eftir vilja flokksmanna og eftir stefnu VG. Í raun er þetta eins og götumellan sem selur sig fyrir næsta dóp skammt nema í þessu tilfelli eru það þingmenn og forusta VG sem er að selja sig fyrir annað dóp sem kallast völd og stólar og ég veit hreint ekki hvor aðilinn er veikari.


mbl.is Tuktar þingmenn Vinstri Grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samninganefndina heim.

Þá er réttast að kalla samninganefndina heim hið snarasta því við höfum ekkert um að tala við Hollendinga og Breta ef þetta eru skilyrðin fyrir áframhaldandi viðræðum. Við getum sjálf set fram svona grunnforsendur ef það er það sem þeir vilja og ættum raunar að vera búin að því fyrir löngu.
mbl.is Hollendingar bíða átekta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt það eða hitt þó heldur

Glæsilegt það eða hitt þó heldur. Ísland þarf að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB, það hlíttur að vera mikill fögnuður hjá Samfylkingarmönnum með það, og er sennilega fáum betur til þess treystandi en ESB að fara með þau mál fyrir okkar hönd enda segir árangur þeirra í þeim málaflokki sína sögu svo ekki verður um villst. Þar að leiðir að það hlíttur að vera okkur Íslendingum fagnaðar efni að láta þá um slík mál fyrir okkur. En að öllu gríni sleppt er þetta virkilega það sem við viljum og erum að sækjast eftir, er ekki komin tími til að horfast í augu við það að okkur standa ekki til boða neinar varanlegar undanþágur og þá einkum í sjávarútvegsmálum og í Landbúnaðarmálum. Nei nú þegar ljóst er hvað ætlast er til af okkar hálfu varðandi þessa inngöngu hvað viðkemur ESB þá er rétt að staldra við og spyrja sig hvort þetta sé eitthvað sem við viljum og getum gengið að, og einnig hvort nokkrar líkur séu á að við fáum nokkru áorkað í samningaviðræðum við ESB um þessa málaflokka því að mínu viti er það algjörlega útilokað að gangast undir sjávarútvegsstefnu ESB því  það væri algjört glapræði.


mbl.is Mælir með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum um Icesave og sendum skýr skilaboð.

Nú erum við komin á þann tímapunkt í þessum viðræðum að ljóst er að engin vilji er hjá viðsemjendum okkar að ræða þetta mál á öðrum forsendum en þeim sem áður hafa komið fram. Bæði er hér um stjórnmálakreppu í Hollandi og fallandi fylgi Verkamannafloksins í Bretlandi að kenn þar sem kosningar eru þar fyrir höndum í vor. Einnig verður ekki undan því skotist að Íslensk stjórnvöld hafa haldið hörmulega á þessu máli fram til nú og mikil hringlandaháttur ráðið för, það er því kannski ekki nema von að svona er komið með þetta mál. Nú látum við þjóðaratkvæðisgreiðsluna Icesave samningi fara fram og sjáum hver niðurstaðan verður, þar færi best á því að afgerandi meirihluti hafni þeim samningi svo senda megi skýr skilaboð til Íslenskra stjórnvalda og til viðsemjanda þeirra að þjóðin sé ekki á því að axla birgðar útrásavíkinganna á þeim nótum sem þessum ríkisstjórnum hugnast. Að lokum vil ég segja að það er komin tími til að endurskoða aðildarumsókn Íslendinga að ESB og láta þjóðina segja sitt um hvort hún yfir höfuð vill halda því ferli áfram við núverandi ástand. Það má öllum vera ljóst að það mál hefur flækst fyrir allri samstöðu um mikilvæg mál sem brýnt er að takast á við og koma hjólum efnahagsins af stað aftur. ESB umsókn er því tímaskekkja og ætti að víkja því máli til hliðar í það minnsta fram til loka þessa kjörtímabils og gera það þá að kosningamáli þar sem þjóðin getur tekið afstöðu til þess með atkvæði sínu þá.


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil Guðberg vel.

Mikið skil ég þessa ákvörðun hans,  það þarf mikið til að formaður svæðafélags sjái sér ekki lengur vært  í stóli formanns. Ég þekki reyndar til þess að prófkjörsmál hafa ekki farið fram friðsamlega innan raða VG og ég er ekki hissa á því að svona sé á málum haldið þar. En ég skil vel óánægju hans með forustu flokksins og veit fyrir víst að margir helstu baráttumönum flokksins hér í mínu nær umhverfi eru vægast sagt óánægðir með hvernig flokkurinn hefur staðið að ESB málinu og það allt frá fyrstu tíð, og hafa margir þeirra látið af störfum fyrir flokkinn og sumir hreinlega sagt sig úr honum. Allir tilburðir til að sannfæra fólk um að allt sé með besta móti innan flokksins er aumt yfirklór til að reyna fela þá óánægju sem ríkir innan hans með störf forustunnar í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og hvernig hún meðhöndlaði ESB umræðuna.


mbl.is Formaður VG á Akureyri segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum þeim hlutlausa óháða rannsókn.

Það að Hollendingar hafi fyrirskipað rannsókn á samskiptum þeirra við Íslenska kollega sína um tilurð Icesave reikningana er af hinu góða, og ætum við að gera þeim tilboð um að það verði hluti af komandi samningsviðræðum að farið verði ofan í saumanna á þessum málum bæði í Hollandi og í Bretlandi sem og hér á Íslandi, og þá þar með talin beiting Breta á hryðjuverka löggjöfinni þeirra sem þeir beitu okkur í byrjun hruns. það er best að fyrir allar þjóðirnar sem að þessum samningum koma að þær geri hreint fyrir sínum dyrum og hið rétta komi í ljós, því hnútuköst sem þessi eru engum til framdráttar og eru ekki til þess fallin að bæta samskipti þessara þjóða. Almenningur í þessum löndum á heimtingu á því að hið rétta komi fram þannig að stjórnmálamenn og embættismenn komist ekki upp með að kasta ryki í augu samlanda sinna til að fegra sína aðkomu að málinu hver svo sem hún var, það er jú Íbúar þessara landa sem að lokum borga þann kostnað sem út af stendur eftir uppgjör Landsbankans. Bjóðum þeim því hlutlausa óháða rannsókn á Icesave.


mbl.is Rannsaka ásakanir um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ og ríkisstjórnin.

Um nokkurn tíma nú hef ég bloggað af og til um tengsl helstu forustumanna verkalýðshreyfingarinnar við Samfylkinguna, það er nefnilega svo að stór hluti þeirra er flokksbundin þar og eru forustumenn í ASÍ þar engin undantekning en þar er meirihluti þeirra  tilheyrandi hinum svokallaða verkalýðsarmi þess flokks, og því ekki við því að búast að þeir beiti sér mikið gegn sitjandi stjórnarherrum sem þeim finnst þeir örugglega eiga meira undir um framtíð sína en okkur launþegum sem þó borgum launin þeirra.  Ályktun sem þessi er því ekki marktæk að mínu viti þar sem engin hugur liggur að baki hennar af hálfu þeirra sem hana bera fram það hafa þeir nú þegar sýnt með aðgerðarleysi sínu og undirlægju hæti við núverandi stjórnvöld. Gylfa Arnbjörnssyni og öðrum stjórnarmönnum ASÍ er meira umhugsað um að troða Íslenskum launþegum inn í ESB ( og reyndar á þetta við stjórnarherra flestra verkalýðsfélaga landsins ) en að huga að því hvernig heimilin í landinu og umbjóðendur þeirra komast af. Ég hef reynt að fá skýr svör frá þessu fólki um hvaðan forusta ASÍ og þá jafnframt forusta aðildarfélagana fær umboð sit til að tala fyrir hönd Íslenskra launþega fyrir ESB aðild.  Hafa slíkar tillögur til dæmis verið bornar upp til samþykktar á aðalfundum þeirra eða er þessi ákvörðun tekin í þröngum hóp stjórnanda sem flestir eins og áður segir eiga þann draum helstan að Samfylkingin stýri hinu pólitíska landslagi í verkalýðshreyfingunni ? Engin svör hef ég fengið við þeim spurningum þó gengið hafi verið eftir. Nei það að ASÍ álikti nú um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar til handa bágstöddum heimilum er örugglega af öðrum hvötu en að þeir séu allt í einu að átta sig á því nú að svo er komið að heimilin og launþegar eru margir hverjir að kikna undan vandanum, þar hef ég trú á að aðrar hvatir ráði för og það skildi nú ekki vera að kosning til forseta ASÍ er fyrir höndum á þessu ári að mér skilst og mönnum því fundist að þeir þyrftu að þenja sig aðeins svona fyrir okkur vesalingana svo við sjáum að eitthvað sé gert á þeim bænum.  Sú þögn sem ríkt hefur af hálfu ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni um stöðu launþega og vanda heimyllana og fyrirtækjanna í landinu er með öllu óskiljanleg og hreint furðulegt að launþegar láti það viðgangast átölulaust.


mbl.is Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róttækur femínisti eða miðaldra maður?

Ég verð nú að viðurkenna það að ég er orðin ansi leiður á þessu tali um femínista og þann yfirgang sem mér finnst þeir farnir að sýna öðrum félögum sínum í VG, hvað þá að þeir séu eitthvað betri en annað fólk og það að tala niður til félagsins með þeim hætti sem hér er gert er ekki málstaðnum heldur til framdráttar. Er það kannski mat femínistana í VG að þeir séu betri en miðaldra menn einungis aldursins vegna eða eru miðaldra men dæmdir úr leik einungis vegna þess að þeir eru miðaldra? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg að skilja þennan málflutning og get reyndar ekki séð að það sé neitt athugavert við það að farið sé fram á að leikreglur forvalsins séu virtar, þó svo að rótækir femínistar í VG eigi í hlut að máli. Hitt er svo að einungis tíminn mun skera úr um það hvort þetta val hafi verið flokknum til góðs eða ekki og vil ég ekki hafa skoðun á því, Sóley fær sinn tíma til að sanna sig sem forustuafl flokksins í þessum kosningum og er bara að vona að hún standi undir því, en Silja látið af þeim leiða ávana að tala niður til þess fólks sem er ekki ykkur samála og vill að hafðar séu í heiðri þær reglur sem um forvalið snýst það hefðuð þið sjálfar krafist ef málum hefði verið snúið við. Framgangur VG í borgarmálum snýst ekki um það hvort í forustu fyrir listanum sé róttækur femínisti eða miðaldra kallmaður heldur sú málefna stefna sem borgarbúum er boðið upp á, missum ekki sjónar af þeirri staðreynd.
mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband