Ég skil Guðberg vel.

Mikið skil ég þessa ákvörðun hans,  það þarf mikið til að formaður svæðafélags sjái sér ekki lengur vært  í stóli formanns. Ég þekki reyndar til þess að prófkjörsmál hafa ekki farið fram friðsamlega innan raða VG og ég er ekki hissa á því að svona sé á málum haldið þar. En ég skil vel óánægju hans með forustu flokksins og veit fyrir víst að margir helstu baráttumönum flokksins hér í mínu nær umhverfi eru vægast sagt óánægðir með hvernig flokkurinn hefur staðið að ESB málinu og það allt frá fyrstu tíð, og hafa margir þeirra látið af störfum fyrir flokkinn og sumir hreinlega sagt sig úr honum. Allir tilburðir til að sannfæra fólk um að allt sé með besta móti innan flokksins er aumt yfirklór til að reyna fela þá óánægju sem ríkir innan hans með störf forustunnar í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og hvernig hún meðhöndlaði ESB umræðuna.


mbl.is Formaður VG á Akureyri segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf traustvekjandi þegar menn standa á sannfæringu sinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: Elle_

Já, ég virði hann fyrir það.

Elle_, 25.2.2010 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband