Róttækur femínisti eða miðaldra maður?

Ég verð nú að viðurkenna það að ég er orðin ansi leiður á þessu tali um femínista og þann yfirgang sem mér finnst þeir farnir að sýna öðrum félögum sínum í VG, hvað þá að þeir séu eitthvað betri en annað fólk og það að tala niður til félagsins með þeim hætti sem hér er gert er ekki málstaðnum heldur til framdráttar. Er það kannski mat femínistana í VG að þeir séu betri en miðaldra menn einungis aldursins vegna eða eru miðaldra men dæmdir úr leik einungis vegna þess að þeir eru miðaldra? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg að skilja þennan málflutning og get reyndar ekki séð að það sé neitt athugavert við það að farið sé fram á að leikreglur forvalsins séu virtar, þó svo að rótækir femínistar í VG eigi í hlut að máli. Hitt er svo að einungis tíminn mun skera úr um það hvort þetta val hafi verið flokknum til góðs eða ekki og vil ég ekki hafa skoðun á því, Sóley fær sinn tíma til að sanna sig sem forustuafl flokksins í þessum kosningum og er bara að vona að hún standi undir því, en Silja látið af þeim leiða ávana að tala niður til þess fólks sem er ekki ykkur samála og vill að hafðar séu í heiðri þær reglur sem um forvalið snýst það hefðuð þið sjálfar krafist ef málum hefði verið snúið við. Framgangur VG í borgarmálum snýst ekki um það hvort í forustu fyrir listanum sé róttækur femínisti eða miðaldra kallmaður heldur sú málefna stefna sem borgarbúum er boðið upp á, missum ekki sjónar af þeirri staðreynd.
mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sæll.

Ég verð að taka undir með þér, og bæta við, að þrátt fyrir að vera algjör jafnréttissinni, þá ofbýður mér sú mynd sem 3. bylgja jafnréttisbardagafólks hefur gefið annars göfugri baráttu.

Feminismi er orðinn femi-fasismi...Bríet gamla, sú merka kona, var held ég ekki með haturs-, níð- og  aðskilnaðaráróður í huga.....

Haraldur Davíðsson, 9.2.2010 kl. 22:03

3 identicon

Silja Bára hefur útlit miðaldra manns svo ekki veit ég hvað sú kona? er að tjá sig.  Allir sem þekkja til vita að Sóley er öfgafullur, óheiðarlegur og hættulegur stjórnmálamaður.  Verði VG að góðu

Baldur (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er sammála ykkur sem skrifað hafa hér að ofan. Það eru öfl innan VG sem hugsa þeim þegjandi þörfina sem stóðu með Ögmundi og öðrum þingmönnum flokksins sem ekki vildu lúta ofríkinu, og ég er sannfærður um að við höfum ekki séð fyrir endann á því enn. Staðreyndin er bara sú að Ögmundur og fylgismenn hans eiga stóran hóp fylgjanda innan raða VG og þetta fólk þorir ekki opinskátt að sverfa að því nema með undirferli og það af ótta um sin eigin hag, flokkurinn er klofin í fylkingar því verður ekki neitað.

Rafn Gíslason, 9.2.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er miðaldra karl sem hef kosið VG, bæði til alþingis og sveitastjórna. En núna er ég hættur að styðja þá. ÉG ætla EKKI að kjósa rótækan ofur-femínista sem minn fulltrúa í borgarstjórn. Ég get vel ímyndað mér að svo sé um fleiri, sérstaklega eftir þessi ummæli hennar Silju.

Ég eyði ekki atkvæði mínu í svona vitleysu, það er á hreinu. Ætli maður sitji ekki bara hjá þetta árið, enda búinn að fá nóg af sviknum kosningaloforðum hjá VG.

Dexter Morgan, 10.2.2010 kl. 00:11

6 Smámynd: Dexter Morgan

Gleymdi að koma því að; er ekki bara kominn tími til að stofna nýjan hreinræktaðan VINSTRI flokk hérna á Íslandi, með Ögmund í forystu ?

Dexter Morgan, 10.2.2010 kl. 00:13

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Jú Dexter ég get tekið undir þær hugmyndir þínar, þessi mál eru ekki að þróast í þá átt sem maður vonaðist til eftir andóf Ögmundar og félaga hans í haust. Það verður ekki langt að bíða þess að VG sundrist endanlega ef þessu fer fram sem horfir.

Rafn Gíslason, 10.2.2010 kl. 00:20

8 identicon

Þetta mál hefu sko akkúrat ekkert með Ögmund Jónasson að gera.

Kjósandi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 02:15

9 identicon

Enginn hálf þenkjandi maður vill kjósa flokk sem er með álíka óheiðarlegan og sjúkan leiðtoga og sóleyju

Baldur (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:48

10 Smámynd: Rafn Gíslason

Kæri kjósandi ég þekki það vel til innan raða VG að hvorki þú né aðrir þurfa að hafa fyrir því að reina að sannfæra mig um að mál Ögmundar og hans fylgismanna hafi ekkert með málið að gera, klofningurinn í VG er öllum augljós sem sjá vilja.

Rafn Gíslason, 10.2.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband