Kjósum um Icesave og sendum skýr skilaboð.

Nú erum við komin á þann tímapunkt í þessum viðræðum að ljóst er að engin vilji er hjá viðsemjendum okkar að ræða þetta mál á öðrum forsendum en þeim sem áður hafa komið fram. Bæði er hér um stjórnmálakreppu í Hollandi og fallandi fylgi Verkamannafloksins í Bretlandi að kenn þar sem kosningar eru þar fyrir höndum í vor. Einnig verður ekki undan því skotist að Íslensk stjórnvöld hafa haldið hörmulega á þessu máli fram til nú og mikil hringlandaháttur ráðið för, það er því kannski ekki nema von að svona er komið með þetta mál. Nú látum við þjóðaratkvæðisgreiðsluna Icesave samningi fara fram og sjáum hver niðurstaðan verður, þar færi best á því að afgerandi meirihluti hafni þeim samningi svo senda megi skýr skilaboð til Íslenskra stjórnvalda og til viðsemjanda þeirra að þjóðin sé ekki á því að axla birgðar útrásavíkinganna á þeim nótum sem þessum ríkisstjórnum hugnast. Að lokum vil ég segja að það er komin tími til að endurskoða aðildarumsókn Íslendinga að ESB og láta þjóðina segja sitt um hvort hún yfir höfuð vill halda því ferli áfram við núverandi ástand. Það má öllum vera ljóst að það mál hefur flækst fyrir allri samstöðu um mikilvæg mál sem brýnt er að takast á við og koma hjólum efnahagsins af stað aftur. ESB umsókn er því tímaskekkja og ætti að víkja því máli til hliðar í það minnsta fram til loka þessa kjörtímabils og gera það þá að kosningamáli þar sem þjóðin getur tekið afstöðu til þess með atkvæði sínu þá.


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Umsókn um ESB núna er jafn heimskuleg og ef maður myndi gleðjast yfir að pláss á fyrsta klassa hefði losnað á Titanic meðan það var að hverfa í gröf sína.

Glæsiskipið er að sökkva, og Jóhanna og hennar fylgismenn horfa gírugum augum á gullið, en sjá ekki vatnið sem flæðir að.

Ellert Júlíusson, 23.2.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Sammála Ellert.

Rafn Gíslason, 23.2.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kaus í dag og sagði Nei.  Ég horfi með hryggð á aumkvunarverða ráðherra sem standa þarna fyrir framan myndavélar úttauguð og reið og skilja ekkert í af hverju þau fá ekki klapp og hrós.  Svo veruleikafirrt eru þau Jóhanna, Össur og Steingrímur að þau þurfa sennilega túlk til að fara út í búð að versla sér í matinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 23:18

4 Smámynd: Elle_

Icesave-stjórnin hefur ekkert leyfi til að vera að semja um neitt Icesave.  Gegn öllum lögum. 

Elle_, 25.2.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband