Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Ógn við ESB - aðild ??
14.8.2009 | 13:19
Þetta er það sem ég hef verið að skrifa um í bloggi mínu undanfarið, ástæðan fyrir þessum linkindum og undirlægju hætti Samfylkingarinnar og hluta þingmanna Vg er vegna þessa. Það hefur alltaf verið vitað að Bretar og Hollendingar muna ekki hleypa ESB aðild Íslendinga í gegn nema að Icesave málið verði afgreitt á þann veg sem þeim þóknast, og þetta vita Samfylkingar menn ósköp vel. En hefur ríkisstjórn Íslands heimild til að nota framtíð lands og þjóðar sem skiptiminnt í viðleitni sinni til að ganga í ESB, hefur hún fengið óskorðað umboð frá þjóðinni til þess?
Nei umsókn um aðild að ESB er ekki tímabær á meðan Icesave málið er óafgreitt, og það munu aldrei nást hagkvæmir samningar í hvorugu málinu fyrir Íslands hönd meðan verið er að blanda þessum tveim málum saman, það ætti öllum að vera ljóst.
Icesave ógnar ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sátt að nást ??
13.8.2009 | 21:39
Ekki fannst mér nú mikil sátta tónn í þeim félögum Bjarna og Sigmundi í fréttunum í kvöld, það á eftir að koma í ljós hvort það orðalag sem fylgja á fyrirvörunum með samninginum sé í takt við kröfur Borgarahreyfingarinnar og þeirra þingmanna Vg sem hafa verið gagnrýnir á samninginn fram til þessa.
Ég gat ekki betur heyrt á Bjarna en að það orðalag sem lögfræðingarnir settu saman hafi verið til lítils gagns og litlu breitt um túlkun samningsins, einungis smá fágun á því sem þegar var búið að ákveða.
Sátt að nást um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leið Bucheits ekki fær?
12.8.2009 | 20:24
Enn og aftur kemur fram hörð gagnrýni á hvernig staðið var að þessum Icesave samningi og nú frá einum af hæfustu samninga mönnum heims í svona málum. Hvað þarf að koma til svo að ríkisstjórnin með Steingrím J í fararbroddi hlusti? Er þessi ofur trú á eigið ágæti og trú þeirra á hæfni samninganefndarinnar sem send var til viðræðna við Breta og Hollendinga slík að menn neita að sjá hið augljósa. Af hverju er það orðið of seint að taka aftur upp þráðinn við Breta og Hollendinga þegar þjóðin stendur frammi fyrir einni stærstu ákvörðun sem hún hefur orðið að taka frá upphafi lýðveldisins. Liggur virkilega svo á að menn séu reiðubúnir að flana að slíkri ákvörðun og telji sig ekki hafa tíma til að grundvalla ákvörðunartöku sína með hliðsjón af ráðleggingum hæfustu manna. Af hverju var sú leið sem Bucheits leggur til ekki fær. Er það vegna þess að Bretar og Hollendingar vildu ekki fara hana og samninganefndin tók því bara þegjandi og hélt ekki uppi vörnum fyrir málstað okkar? Af hverju er ekki látið reyna á það fyrir dómstólum hvað okkur ber að borga. Ég trúi því ekki að sú leið sé ekki fær bara af því að Bretar og Hollendingar vilji það ekki. Hvers lags lýðræðis og réttar skipulag búa þessar þjóðir við? Er það ekki vaninn að leitað sé til dómstóla þegar þjóðríki greinir á. Ég kaupi það ekki að annar aðilinn geti samið leikreglurnar án samráðs við aðra hlutaðeigandi aðila. Nei hér er ekki verið að segja okkur alla söguna eða ástæðuna fyrir því að svona mikið liggur við, enda áttu þingmenn ekki að fá að sjá allan Icesave samningin í upphafi málsins, eða eru menn búnir að gleyma hvaða leynd hvíldi yfir honum í byrjun og gerir að vissu leiti enn?
Leið Buchheits ekki fær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hiti í grasrót VG:
12.8.2009 | 11:40
Mikill hiti í grasrót VG vegna Icesave-málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er Ögmundur örlagavaldurinn eða??
11.8.2009 | 15:12
Ég fagna því að þingmenn VG skuli kjósa og fara eftir sannfæringu sinni, var ekki einmitt firr í sumar talað um að þeim bæri að gera það. Að Ögmundur og fleiri þingmenn VG skuli ætla að fara þá leið er bara ástæða til að hrósa þeim fyrir. Samfylkingin verður að fara átta sig á því að hún er í tveggja flokka stjórn þar sem hún ræður ekki öllu. En það verður ekki langt í að menn á þeim bæ fara að tala um svik við stjórnarsamstarfið og að þingmenn VG séu ekki hæfir í stjórn, ég veit að Samfylkingunni svíður það að þingmenn VG hafi sjálfstæðar skoðanir og láti ekki kúga sig út í það endalausa. Eins og ég hef skrifað um áður þá þurfa þessir flokkar að fara að gera það upp við sig á hvaða forsendum samstarf þeirra á að vera. Er Ögmundur örlagavaldurinn eða er það þvermóðska Samfylkingarinnar?
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aftur hótanir.
11.8.2009 | 13:14
En og aftur stendur Vinstrigreifinginn grænt framboð frami fyrir hótunum af hendi Samfylkingarinnar um stjórnarslit ef ekki er gert eins og þeyr vilja. Telur nokkur félagsmaður VG að þessi framkoma í garð VG sé uppbyggileg og líkleg til þess að þessi ríkisstjórn ná árangri í störfum sínum, tæpast.
Í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar var því haldið fram af stjórninni að sérhver þingmaður ætti að láta samvisku sína ráða för um hvar atkvæði hans lenti í því máli, maður skildi því halda að þá ætti að gilda sömu rök um atkvæðai þingmanna varðandi Icesave samningin og við ESB atkvæðagreiðsluna.
En viti menn þegar líkur voru á ESB færi ekki í gegn um þingið og nú þegar Icesave samningurinn er í uppnámi þá er og er gripið til hótana og men kallaðir inn á teppið til að berja þá til hlýðni, það gerðist í ESB málinu og virðist vera að endurtaka sig nú. Þessi framkoma er ekki til þess fallin að byggja upp trausta stjórnarhætti og tiltrú á ríkisstjórninni, síður en svo og nú þurfa þingmenn VG að gera upp hug sinn og spyrja sig þeirrar samvisku spurningar hvort að samstarf sem er byggt á svona grunni er eitthvað sem þingmenn VG vilja vera hluti af. Ég efa að ef grasrótin í VG væri því sammála að haldið sé svona á málum fyrir hönd flokksins.
Djúpstæður klofningur hefur myndast innan VG vegna þess hvernig forustan meðhöndlaði ESB málið og ef Icesave málið á að fara í sama farveg þá er hætt á því að flokkurinn klofni endanlega. Ég hef haft spurnir af þingmönum VG sem eru búnir að fá sig full sadda af þessum vinnubrögðum og undirlægjuhætti flokks forustunnar við Samfylkinguna, og má því fullyrða að VG sé á tímamótum hvað einingu og framtíð flokksins varðar.
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stöðugleikasáttmáli hvað?
6.8.2009 | 15:02
Það má vel taka undir orð Vilhjálms Birgissonar formanns verlýðsfélags Akraness. Kjör launþega hafa vægast sagt versnað herfilega síðustu misserin og eiga eftir að versna enn frekar. Sá stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrr í sumar hefur sýnt sig vera marklaust plagg. Frá því hann var gerður hafa dunið yfir verðhækkanir frá hinum ýmsu aðilum bæði í einkageiranum og frá því opinbera og það með tilheyrandi hækkunum á vísitölunni. Sú skjaldborg sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit um að reisa ætti um fyrirtæki og heymili er í versta falli veikburða tjaldborg sem rifna mun fyrstu vindkviðunum þegar frysting gjaldeyrislána linnir og þegar þau hellast yfir lántakendur af fullum þunga. Það verða ekki mörg heimili sem þola munu slíkt áhlaup og með þann launastrúktúr sem nú er verið að innleiða, og með þá veikbyggðu skjalborg sem ríkisstjórnin ætlar þeim til varnar. Hvað ríkisstjórnin ætlar sér þá til bragðs að taka getur maður einungis látið sig dreyma um, en ef dæma má af ummælum félagsmálaráðherra og viðskiptaráðherra þá verður það hvorki mikið eða burðugt.
Sáttmálinn marklaust plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staðfestir heildar myndina??
4.8.2009 | 22:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvetr er fylgi flokkanna?
4.8.2009 | 16:44
Fylgi ríkisstjórnarinnar 48% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fleiri andvígir ESB aðild.
4.8.2009 | 16:09
Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og á andstaðan aðeins eftir að aukast efir því sem líður á viðræðurnar og almenningur sér hvað í boði er.
Fleiri andvígir aðild að ESB en hlynntir
Íslendingar eru frekar andvígir aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun Capacent Gallup.
Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Alls eru 48,5% landsmanna andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu en 34,7% eru hlynntir aðild samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki, sem heldur úti Vef-Þjóðviljanum.
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Niðurstöður urðu þær, að 17,1% sögðust vera mjög hlynnt", 17,6% sögðust vera frekar hlynnt", 19,3% sögðust vera frekar andvíg" og 29,2% sögðust vera mjög andvíg". 16,9% sögðust vera hvorki hlynnt né andvíg.
Ef þeim, sem völdu svarið hvorki né", er sleppt úr niðurstöðunum, eru því 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)