Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Það getur verið skaðlegt ef málflutningur Evu heyrist of víða.

Það er undarlegt hvað sumum aðilum er uppsigað við Evu Joly og virðist það einna helst koma úr einni át, og á ég þá ekki við Björn Bjarnarson. Eva er eini erlendi stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp hanskann fyrir okkur Íslendinga og lagt sig fram um að málstaður okkar heyrist sem víðast á erlendri grund, og það er bara að þakka fyrir það. En auðvitað eru viss öfl í þjóðfélaginu sem mega ekki fyrir nokkurn mun heyra á slíkt minnst og eru æf yfir því að hún skuli gerast svo ósvífin, sérstaklega  þar sem það gæti hugsanlega styggt viss samtök í Evrópu, nokkuð sem má alls ekki gera núna þegar svo mikið liggur undir,  og geti nú sér hver til hvaða manskap þar er át við.

Það getur nefnilega verið skaðlegt ef málflutningur Evu heyrist of víða.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð grein hjá Evu Joly.

Þessi grein Evu Joly er mjög athyglisverð og segir margt um þær þjóðir og Sambönd sem vissum stjórnmálamönnum eru svo hugleikin þessa daganna, ég man tildæmis eftir stjórnmálamanni sem nú vermir stól utanríkisráðherra flytja ræðu á alþingi þar sem hann sagðist ekki kyssa vönd kvalara sinna, eitthvað hefur innihald þeirrar fullyrðingar skolast til hjá þeim góða manni, eða er ríkisstjórn Íslands svo gjörsamlega vanmátug að takast á við endurreisn efnahagslífsins að hún gleypir allt sem að henni er rétt frá erlendum aðilum og gerir lítið sem ekkert til að koma lögum yfir þá aðila sem komu okkur í þessa stöðu, eða var það kannski aldrei ætlunin.

Hugleiðing svona í lokin, það hefur verið talað um að okkur beri að greiða 20 þúsund evrur per reikning í Icesave málinu en nú talar EVa Joly um 50 til 100 þúsund evrur per reikning, er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau upplýsi þjóðina hvað er hið rétta í þessu máli, séu fullyrðingar Evu réttar þá erum við komin langt frá þeim upphæðum sem haldið hefur verið að þjóðinni að hún þurfi að greiða vegna Icesave og því full ástæða til að spyrna við fótum og krefjast svara.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítum okkur nær.

Eftir þær upplýsinga sem nú eru að leka út um framferði bankana og þá Kaupþings í þetta skiptið, þá er ég ekki hissa á að þjóðir heims séu ekki reiðubúnar til að lána okkur peninga. Hvort sem Bretar eða Hollendingar hafa beit AGS þrístingi eða ekki þá skiptir það ekki máli nú þar sem það er orðið ljóst að eigendur bankana notuðu síðustu dagana fyrir hrunið til að koma undan peningum og það í eins miklum mæli og þeir frekast gátu, og gáfu jafnframt hvor öðrum niðurfellingu á skuldum sínum við bankastofnannirnar. Bretar urðu varir við þetta og frystu eignir bankana til að bjarga því sem bjargað varð og vart hægt að áfallast það. Íslensk alþíða átti hér hinsvegar engan hlut að máli og því ekki við hana að sakast, heldur við þá fjármálamenn sem þetta gerðu og þá aðila sem áttu að sjá um að heiðarlega og löglega væri staðið að málum. Því er það orðið löngu tímabært að frysta eigur þessara fjárglæframanna nú þegar svo hægt sé að nota eitthvað af þeim peningum sem þeir hafa ekki nú þegar komið í lóg upp í skuldir þeirra. Ég held að við Íslendingar ættum að líta okkur nær þegar verið er að leita af sökudólgum, þeir eru ekki Breskir né Hollenskir heldur eru þeir mitt á meðal okkar.
mbl.is Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband