Niðurgreiðslur ESB fyrir landbúnað.

 Þetta er athyglisverð frétt fyrir þá sem vilja fræðast aðeins um styrktarkerfi ESB til landbúnaðarins í bandalaginnu.

 

Niðurgreiðslur ESB vekja furðu

Í ár þurftu Evrópusambandsríki í fyrsta sinn að gera grein fyrir því hvernig þau verja niðurgreiðslum til landbúnaðar sem þeim er úthlutað. Bandaríska dagblaðið New York Times birti í gær ítarlega úttekt á þessum upplýsingum. Niðurstöðurnar koma um margt á óvart.

Um 53 milljörðum evra, helmingi af fjárlögum ESB,  er varið í niðurgreiðslur fyrir landbúnað.

Töluverður hluti af þessari fjárhæð rennur til starfsemi sem seint gæti talist landbúnaður.  T.d. fékk þýski sælgætisframleiðandi Haribo háa upphæð endurgreidda vegna þess að sykur er niðurgreiddur. 

Eins fékk ítalskt fyrirtæki sem býr til flugvélamat töluverðar endurgreiðslu fyrir sykur sem flugfarþegar innbyrtu og var tæknilega fluttur út í meltingarkerfi þeirra. Þá fékk spænskt vegagerðarfyrirtæki töluverða niðurgreiðslu vegna þess að spænsk stjórnvöld líta svo á að fjárfesting í vegakerfinu sé bændum til hagsbóta. Auk þess eiga landeigendur, jafnvel þótt þeir stundi ekki landbúnað, rétt á niðurgreiðslu. Þannig fær breska konungsfjölskyldan, sem á mikið land, t.d. háar fjárhæðir endurgreiddar.

Þótt megnið af niðurgreiðslum ESB til landbúnaðar renni enn til hefðbundins landbúnaðar sýna þessi dæmi að niðurgreiðslurnar þjóna nú öðrum tilgangi en upphaflega var gert ráð fyrir. Þeim var komið á til að auka matvælaframleiðslu í Evrópu og aðstoða evrópska bændur, en hvort tveggja þótti brýnt eftir heimsstyrjöldina seinni.  Nú virðist niðurgreiðslukerfið frekar í anda byggðastefnu og ríki hafa nokkuð frjálsar hendur um hvernig þau verja niðurgreiðslum sem þeim er úthlutað.

Gagnrýnendur landbúnaðarstefnu ESB segja hana hrærigraut sem enginn hafi yfirsýn yfir.  Þá loki hún evrópskum markaði fyrir fátækum bændum utan Evrópu  og ýti undir offramleiðslu. Embættismenn ESB segja hins vegar ekkert athugavert við það hvernig niðurgreiðslur til landbúnaðar hafa þróast. Ýmsum aðferðum þurfi að beita til að styrkja evrópskan landbúnað, m.a. þurfi að standa vörðu um þjónustu og lífsgæði á landsbyggðinni.

Þá hafa ríki nú meiri stjórn á því hvernig niðurgreiðslum þeirra er varið en þau gerðu fyrst um sinn.   

frettir@ruv.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ætti ekki að vekja neina furðu og fréttin í NYT er ekkert sérstök en úrdráttur RUV samt enn verri - léleg og greinilega unnin af andsinna.

Dreifbýlisstyrkir innan esb snúast ekki bara um bændur og býli heldur jafnframt að skapa störf á svæðunum.  Ekkert merkilegt eða duló við þetta.  Ennfremur er zero merkilegt að stórir landeigendur fá styrki.  Fá styrki til að halda landinu við.  Þar er ekki gert upp á milli kóngs, prests, eðalmúga.

Að mörgu leiti bráðsniðugt kerfi og ljóst að hægt er að fá styrki út á mun fjölbreittari verkefni en td. í íslenska kerfinu.

Bara hið besta mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 20:24

2 identicon

Óþroska erum við kölluð sem erum of seinþroska til að samþykkja ESB möglunalaust.Ég held að sjóðir ESB standa tómir líkt og bankarnir okkar standa í dag.ÉG tel að VG sé ekki að skilja að við sem vorum flokksbundin vorum þar af heilindum og trúðum að okkar frambjóðendur væru þar að heilindum.PS,SILLA takk fyrir allt sem þú varst fyrir okkur í Eflingu þín hefur verið sárt saknað.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Já Guðrún ég hef heyrt það áður en slíkur málflutningur ESB sinna dæmir sig sjálfur og hef ég ekki hugsað mér aðfara niður á það plan. Silla biður að heilsa og þakkar þér hlý orð í hennar garð og hún spyr hvort þú sért með blogg síðu.

Rafn Gíslason, 19.7.2009 kl. 14:08

4 identicon

Hef ekki blogg síðu.Kveðja til ykkar í Þorlákshöfn frá mér í KÓP.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband