Ingibjörg Sólrún efast um Jón Bjarnarson.

Í fréttum sjónvarpsins í gær var ekki annað að heyra en að Ingibjörg Sólrún teldi það óheppilegt að Jón Bjarnarson væri í stöðu sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í komandi ESB samningum. það kæmi mér ekki á óvart að brátt komi krafa frá Samfylkingunni um að honum verði skipt út fyrir einhvern annan sem er jákvæðari gegn ESB. Þeyr vilja trúlega einnig velja ráðherraliðið fyrir VG af öllu að dæma og ef dæma má af vinnubrögðum VG forustunnar og því sem undan er gengið þá verður þeim trúlega að ósksinni. Lesa má fréttina hér að neðan.

 

ESB:Ráðherra ætlar að vera faglegur

Jón Bjarnason, sjávar- og landbúnaðarráðherra.

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra kveðst ætla að vinna faglega að umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir andstöðu sína við aðild. Hann segir að það væri furðulegt ef einungis Evrópusambandssinnar ættu að leiða viðræðurnar við sambandið.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra landsins sagði í fréttum sjónvarps í gær að það yrði erfitt fyrir þann sem fer með framkvæmdavald og ætti þar af leiðandi standa skil á samningsmarkmiðum og væntanlega samningsniðurstöðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum að vera á móti aðild að ESB. Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segist furðulostinn á ummælum Ingibjargar um að horfa þyrfti sérstakleg til með honum við samningsgerðina.

Hann minnir á að samráðherrar hans í Vinstri grænum séu á móti aðild. Aðspurður um hvort það sé ekki ankannalegt að hann leiði viðræður við ESB þar sem hann er móti aðild spyr hann hvort eðlilegra væri að sá sem liggur marflatur fyrir ESB færi fyrir málaflokknum. Hann segist ætla að vinna faglega að þessum málum. Jón segir að náið samráð verði haft við þá sem hagsmuna eiga að gæta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Blessaður Rafn.  Ég tek undir orðin þín.  Og hvað kemur ISG það við?  Einveldi Evru-flokksins enn að vinna skemmdarverk?!  Jón Bjarnason stóð sig eins og hetja að mínum dómi sl. fimmtudag og einn ráðherra sem virti lýðræðið og það að þjóðin fengi fyrsta orðið.  Vaðið var yfir fólkið í landinu og lýðræðið þegar þegar felldur var sá réttur þjóðarinnar og bara sótt um gegn vilja fjölda fólks.  Það er sorglegt. 

Elle_, 19.7.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

rafn samála þér næst kemur krafa að hann fari út ég hef verið tals maður að við tökum upp dollar og hættum þessu ESB dekri

Ólafur Th Skúlason, 19.7.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband