Færsluflokkur: Bloggar

Það þarf að endurnýja ESB umboðið.

Vilji Björn Valur endurnýja umboð ríkisstjórnarinnar til ESB umsóknar þá verður það ekki gert á alþingi heldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu, þar sem málið verður ekki notað enn og aftur til hrossakaupa og hótanna í garð þingmanna ríkisstjórnarinnar. Nú er rétt að þjóðin segi sitt álit á þessum máli og hún gefi þar með ríkisstjórninni heimild til þess að halda áfram með málið. Þingmönnum og Alþingi er ekki treystandi til að taka þessa ákvörðun einir og óstuddir af þjóð sinni það hefur þegar sýnt sig. Samfylkingin verður að beygja sig fyrir þeim vilja þjóðarinnar ef hún velur að stöðva ferlið nú þegar sem og aðrir ESB andstæðingar verða að sætta sig við niðurstöðuna verði hún á þá lund að halda skuli áfram. Það er eina leiðin til að skaplegur friður náist um þessa umsókn.


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þetta endalok VG.

Nú sýnist mér sá tími vera að renna upp að úr því fáist skorið hvort Vg lifir áfram í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann fram að Stjórnarsamstarfi við Sf eða hvort endanlega mun sverfa til stáls og í kjölfarið verði stofnaður nýr flokkur. Mér er kunnugt um að margir af þeim sem eru andstæðingar ESB aðlögunarinnar eru á síðustu metrunum hvað þolinmæði við flokksforustuna varðar og eru þará meðal  einnig sumir þingmenn flokksins í þeim hóp. Leiða má líkur að því að ef þessu máli verður enn á ný sópað undir teppið þá muni ekki líða langur tími þar til að fram komi öfl úr Vg sem hugsa sér til hreyfings í átt að nýjum flokki.
mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus vitleysa.

Það sagði mér hafnarstarfsmaður hér við höfnina í Þorlákshöfn að alltaf hefðu þeir átt von á Herjólfi aftur en ekki svona snemma eins og raunin varð. Men sem þekkja vel til aðstæðna hér við ströndina hafa ætíð haldið því fram að þetta væri feigðar flan og mundi aldrei blessast nema með ærnum tilkostnaði og hefur það reynst rétt. Nú er mál að hætta þessum gæluverkefnum og leggja peningana í eitthvað arðbærara Því þetta er endalaus vitleysa.
mbl.is Vilja loka Landeyjahöfn tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ASÍ að vakna ?

Það er gott til þess að vita að forusta ASÍ er að vakna, í það minnsta fram yfir ársfund en vonandi verður það til lengri tíma en til sunnudags. Ég verð þó að viðurkenna að á ekki von á að það verði raunin því verkin og starfshættirnir hafa sýnt okkur annað síðustu misserin því miður. en við skulum halda í vonina.
mbl.is Á ekki að vera „hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert breyst.

Skildu þessi skilaboð ná til eyrna stjórnmálamanna í fjórflokkunum? Það efa ég ef mark má taka á því hvernig þeir hafa brugðist við eftir rassskelinnunna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Allmenungur er hreinlega búin að fá nóg af þeim flokkum sem nú sitja á alþingi og hafa setið þar undanfarna áratugi, getuleysi þeirra og eiginhagsmuna gæsla hefur ítrekað endurspeglast í störfum þeirra fram til nú og kjósendur eru orðnir vonlitlir um að neitt muni breytast þar.
mbl.is 70% vilja ný framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil mannin vel, en.

Ég mæli svo sem ekki með svona viðbrögðum en það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar, og er reyndar furða að ekki skuli neinn hafa gripið til örþrifaráða gegn samborgurum sínum fram til þessa, en þolinmæði fólks er að bresta og það hvílir mikil ábyrgð á stjórnmálamönnum við að forða okkur og samfélaginu í heild frá verri áföllum en hér áttu sér stað.
mbl.is Braut rúðu hjá umboðsmanni skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við í aðlögun eða ekki?

Það þarf að fara að fá þessi mál á hreint, erum við í aðlögun eða ekki.?

Það þarf svo sem engum að koma það á óvart að Árni Þór tali með áframhaldandi viðræðum því þar fer úlfur í sauðsgæru í ESB málinu en hann hefur ekki einörð í sér að gangast við ESB áhuga sínum, hann veit sem er að það væri ekki vinsælt innan VG og því betra að tala tungum tveim í því máli svona til að eiga einhvern út veg ef umsóknin væri dregin til baka.

Því hefur verið haldið að okkur Íslendingum að við ættum að ganga að fullu inn í ESB þar sem við höfum tekið upp 2/3 af lögsögu sambandsins og hefur það verið notað sem rök fyrir því, því spyr ég dettur nokkrum manni í hug að sá orðrómur muni minka þegar búið er að aðlaga stjórnkerfið að fullu að ESB og dettur nokkrum manni það að þau rök muni síður hljóma eftir þá aðlögun. Það er talað um að þjóðin eigi síðasta orðið en er það svo? Er ekki gert ráð fyrir a þjóðaratkvæðisgreiðslan sé einungis ráðgjafandi en ekki bindandi, treysta kjósendur því að alþingi muni virða þá niðurstöðu eftir allt sem undan er gengið hjá þeirri stofnun, ég get bara svarað fyrir mig hér en ég geri það ekki svo mikið er víst.

Því þurfa þessi mál að komast á hreint og það strax svo menn hafi það á hreinu hvaða ferill er í gangi hér.


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá á að rannsaka Icesave málið allt frá tilurð þessara reikninga til dagsins í dag.

Það er sjálfsagt að rannsaka það mál ef þingheimur telur að það muni varpa ljósi á það og skýra betur fyrir þeim og almenningi hver staða og tilurð þess máls er. Verði það gert þarf að fara í saumana á því máli allt frá byrjun eða frá þeim tíma að stofnað var til þessara reikninga og meðhöndlun þeira bæði af Landsbankanum og aðkomu þeirra ríkisstjórna sem hafa haft hafa um málið að segja frá byrjun, ekki einungis einhvern afmarkaðan tím þess, fyrr verður ekki greind staða málsins og tilurð sem og embætisfærslur þeirra sem að málinu hafa komið að. Sé svo búið um hnútana þá er sjálfsagt að slík rannsókn fari fram.
mbl.is Vilja sérstaka Icesave-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm alþingis.

Hvað eru menn að hugsa hér er það virkilega svo að sópa eigi ábyrgð þeirra sem hana báru undir teppið til að verja andlit flokkana og þeirra sem sakaðir eru, er það virkilega svo illa komið fyrir flokkunum. Nú í næsta mánuði standa hundryði heimila frami fyrir því að missa allt sitt og verða sett  á götuna vegna þessara hörmunga, og engin af þeim sem kallaðir voru fyrir rannsóknanefndina hvorki þá firri né þá seinni hafa gengist við ábyrgð og er ekki annað að heyra en að menn haldi því bara blákalt fram að þetta hafi bara gerst að sjálfu sér. Ætla ráða menn að bjóða fólki upp á svona málsmeðferð og blákalt og samviskulaust fórna hundruðum heimila fyrir eigið skinn og flokksins án þess að nein gangist við misgjörðir sýnar, fari svo þá er engin von um að þingið muni endurreisa tiltrú og traust almennings á því og satt best að segja hef ég megna skömm á þeim flokkum sem á þingi sitja núna, engin þeirra hefur sýnt sig verðugan því trausti sem kjósendur báru til þeirra í síðustu kosningum ENGIN:.
mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var búið að vara við því að til þess gæti komið.

Að til þess komi þarf ekki að koma neinum á óvart, sjómen og skipsstjórnendur hér við ströndina hafa varað við þessu allt frá því að ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd, og sagt að þetta gæti komið upp og vilja meina að miklu lengri sjóvarnagarð þurfi til að verja innsiglinguna í höfnina í Bakkafjöru en þann sem nú er. Spurningin er bara sú hvort það dugi til þegar veður eru sem verst við suðurströndina og hvort nokkurn tíman verði hægt að tryggja siglingar þarna á milli við slíkar aðstæður.
mbl.is Herjólfur til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband