Erum við í aðlögun eða ekki?

Það þarf að fara að fá þessi mál á hreint, erum við í aðlögun eða ekki.?

Það þarf svo sem engum að koma það á óvart að Árni Þór tali með áframhaldandi viðræðum því þar fer úlfur í sauðsgæru í ESB málinu en hann hefur ekki einörð í sér að gangast við ESB áhuga sínum, hann veit sem er að það væri ekki vinsælt innan VG og því betra að tala tungum tveim í því máli svona til að eiga einhvern út veg ef umsóknin væri dregin til baka.

Því hefur verið haldið að okkur Íslendingum að við ættum að ganga að fullu inn í ESB þar sem við höfum tekið upp 2/3 af lögsögu sambandsins og hefur það verið notað sem rök fyrir því, því spyr ég dettur nokkrum manni í hug að sá orðrómur muni minka þegar búið er að aðlaga stjórnkerfið að fullu að ESB og dettur nokkrum manni það að þau rök muni síður hljóma eftir þá aðlögun. Það er talað um að þjóðin eigi síðasta orðið en er það svo? Er ekki gert ráð fyrir a þjóðaratkvæðisgreiðslan sé einungis ráðgjafandi en ekki bindandi, treysta kjósendur því að alþingi muni virða þá niðurstöðu eftir allt sem undan er gengið hjá þeirri stofnun, ég get bara svarað fyrir mig hér en ég geri það ekki svo mikið er víst.

Því þurfa þessi mál að komast á hreint og það strax svo menn hafi það á hreinu hvaða ferill er í gangi hér.


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð á hreinu og er búið að vera lengi að við erum í AÐLÖGUNARFERLI.

Jóhann Elíasson, 24.9.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ja það vill ég meina Jóhann en það verður að komast á hreint hvað menn eru að gera og almennur skilningur að komast á hvað er í gangi. Ég skil ekki heldur ekki af hverju ESB sinnar vilja ekki gangast við því, eru þeir ekki að tala fyrir aðild og hvað óttast þeir ef sannfæring þeirra er svona sterk fyrir því að þetta sé okkur fyrir bestu, ég hefði haldið að þeir myndu fagna því að alögun væri hafin og að það væri þjóðarvilji eins og þeir fullyrða.

Rafn Gíslason, 24.9.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli ESB sinnar séu ekki orðið á báðum áttum með það hvort það sé nokkuð svo gott fyrir Ísland að ganga í ESB??????  

Jóhann Elíasson, 24.9.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vil fá þessi svör strax skírt og skorinort.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband