Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Burt með AGS og hættum við ESB umsóknina.
30.3.2010 | 12:11
Nú held ég að það sé orðið tímabært að henda AGS út úr landinu og jafnframt draga til baka umsóknina að ESB. Það er ljóst að þær þjóðir sem Samfylkingarmenn eru svo ólmir í að sameinast ætla sér að kúga landið til hlýðni í Icesave málinu hvað sem á dynur, og það þrátt fyrir að vafi leiki á að okkur beri að greiða þessa skuld að fullu. Það að ASG sé notað í þessum tilgangi er algjörlega ó þolandi og því best að senda þeim og umheiminum það skír skilaboð um að við látum ekki kúga okkur til hlífni við stórveldin. Það kann vel að vera að við séum lítið land að fólksfjölda en við erum stolt fólk sem hefur hingað til ekki látið knésetja sig baráttu laust og ég vona að sá tími sé ekki enn komin.
Burt með AGS og EKKERT ESB.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.4.2010 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Samfylkingin og ríkisstjórnar samstarfið.
27.3.2010 | 14:37
Það hefur verið ljóst að andstaða við ESB umsóknina var og er til staðar innan raða VG það hefði ekki átt að koma Jóhönnu á óvart. Einnig var og er andstaða við að sækja ráð og stuðning til AGS innan raða VG þetta hefði ekki átt heldur átt að koma Jóhönnu og Samfylkingunni á óvart nema að fólk á þeim bæ velji að hlusta ekki á þær gagnrýnis raddir sem eru þeim óþægilegar, og velji í staðin þann farveg sem Samfylkingin hefur tamið sér í ríkisstjórn að hóta samstarfsmönum sínum með stjórnarslitum ef þeir ekki fá það sem þeir vilja, þannig hefur það verið í þessari ríkisstjórn og svo var það einnig í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna. Það er því aumt að koma nú fram og kenna samstarfsflokknum um hvernig komið er í þessu stjórnarsamstarfi og færi betur að VG tæki nú af skarið og sliti þessu samstarfi strax. Ég sé ekki að nokkur flokkur geti frekar unnið með Samfylkingunni en VG eða eru Sjálfstæðismenn reiðubúnir að endurtaka leikin frá 2007 - 2009? Eru þeir reiðubúnir að standa í annarri hótana sambúð við Samfylkinguna? Ég veit að Samfylkingunni væri vel trúandi til að hlaup aftur í fangið á Sjálfstæðismönnum enda sýndu þeir okkur vinstri mönnum hvað flokkurinn stendur fyrir þegar þeir gerðu það eftir kosningarnar 2007. Nei Jóhanna og Samfylkingin ættu að líta sér nær og líta yfir farin veg og skoða það grímulaust hvort ekki liggi einhver sök hjá þeim sjálfum fyrir því hversu illa þeim gengur í samstarfið í ríkisstjórn hvort sem það er við VG eða aðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað græðum við á ESB aðild.
19.3.2010 | 14:33
Hefur þetta ekki verið vitað allt frá byrjun viðræðna um Icesave? Er ekki komin tími til að draga umsókn okkar að ESB til baka og einhenda sér í að semja um Icesave án þess að verið sé að blanda þessu tvennu saman. Ísland er ekki í neinni samnings stöðu við ESB á meðan efnahagsmálin eru eins og raun ber vitni og því algjör tíma eyðsla og peninga sóun að ætla sér í viðræður nú. ESB eiga allra hagsmuna að gæta við að fá Ísland sem aðildarland þó ekki væri nema vegna áhrifa þeirra í norður höfum sem myndu stór aukast við aðild okkar , en hvaða ávinning munum við hafa af slíku samstarfi? Ekki stendur okkur evran til boða í bráð og ekki munum við fá varanlegar undanþágur frá fiskveiðistjórnunarkerfinu þeirra og svo mætti áfram telja, því er það engin ávinningur fyrir okkur að fara í samningsviðræður við ESB sem á nú raunar sjálft við innri vandamál að etja og eru því ekki líklegir til að koma okkur til hjálpa. Þau vandamál sem hér eru verða aðeins leist hérlendis og af okkur sjálfum. Hættum því að láta duldar hótanir Breta og Hollendinga um að setja okkur stólinn fyrir dyrnar í ESB viðræðunum og drögum umsóknina til baka. Látum Hollendinga og Breta hafa fyrir því að fá Icesave gert upp og hættum þessum gungu hætti í garð þeirra í samninga umleitunum, það hlíttur að vera þeirra hagur að fá Icesave út af borðinu rétt eins og okkar og það á ekki að hlusta á það að ábyrgðin á þeim ósköpum sé okkar einna.
Standa ekki veginum fyrir aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)