Burt með AGS og hættum við ESB umsóknina.

Nú held ég að það sé orðið tímabært að henda AGS út úr landinu og jafnframt draga til baka umsóknina að ESB. Það er ljóst að þær þjóðir sem Samfylkingarmenn eru svo ólmir í að sameinast ætla sér að kúga landið til hlýðni í Icesave málinu hvað sem á dynur, og það þrátt fyrir að vafi leiki á að okkur beri að greiða þessa skuld að fullu. Það að ASG sé notað í þessum tilgangi er algjörlega ó þolandi og því best að senda þeim og umheiminum það skír skilaboð um að við látum ekki kúga okkur til hlífni við stórveldin. Það kann vel að vera að við séum lítið land að fólksfjölda en við erum stolt fólk sem hefur hingað til ekki látið knésetja sig baráttu laust og ég vona að sá tími sé ekki enn komin.

Burt með AGS og EKKERT ESB.


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rafn.

Þar fyrir utan, þá eru efnahagsráð AGS þrautreynd í að dýpka kreppur og koma eigum almennings í hendur á alþjóðlegum bröskurum.

Burt séð frá ICEsave, þá þarf AGS að fara.

Þetta skilja allir nema þeir sem eiga heimilisfesti á póstfangi Viðskiptaráðs.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 12:43

2 identicon

Upp með sauðskinnskóna og vaðmálið.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar,

Hvernig fötum hefur þú klæðst undanfarinn ár???

Áttu heima á byggðasafni??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Elle_

Já, Rafn og Ómar, ég verð að taka undir það að AGS verður að fara burt úr landinu.  Núna.

Elle_, 30.3.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Elle_

Og umsóknina að Evrópuríkinu verður að sjálfsögðu að draga til baka, átti aldrei að fara í gegn, enginn fótur fyrir vitleysunni. 

Elle_, 30.3.2010 kl. 12:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2010 kl. 13:25

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algerlega sammála ykkur, Rafn, Ómar og Elle, sbr. grein mína nýbirta á Vísisbloggi: Brezk og hollenzk stjórnvöld halda áfram að fjárkúga Íslendinga í AGS.

Áfram Ísland, ekkert Icesave!

Gangið í Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave, netfang: thjodarheidur@gmail.com (nýir félagar skráðir þar).

Jón Valur Jensson, 30.3.2010 kl. 13:28

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú búið að valda AGS meiri vanda en okkur og búið að stórskaða orðstír stofnunarinnar, sem ekki var nú neitt sérstaklega jákvæður áður.  En Steingrímur Júdas ætlar að láta sig hafa það að "MJÁLMA" utan í þeim áfram, þó svo að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra (þó ekki sé nú mikið mark takandi á því sem hann segir), sagði, í Silfri Egils, að staða landsins væri ekki svo slæm og svona allt að því sagði að ekki væri þörf fyrir meiri lán.  Fyrir kosningar var Steingrímur Júdas mjög mótfallinn því að leitað yrði til AGS, það eina sem hefur breyst síðan er að hann er orðinn ráðherra fjármála.  Á ÞAÐ NOKKUÐ AÐ VERA ÁHRIFAVALDUR Í ÞESSUM MÁLUM??????  AÐ SJÁLFSÖGÐU Á AÐ SENDA AGS HEIM VIÐ GETUM VEL ÁN ÞEIRRA VERIÐ.

Jóhann Elíasson, 30.3.2010 kl. 14:02

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, þetta hefur ekki valdið IMF nokkrum vanda og hvað þá N-löndum.  Eigi neinum.

Bara eðlilegur framgangsmáti og af öllum ríkjum í alheiminum ef ekki sólkerfinu og vetrarbrautinni talið eðlilegt.

Ef ríki stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar og ætlar að gera óheiðarleika að grundvelli sinnar stjórnskipunar - nú, þá hefur það óhjákvæmilega sínar afleiðingar.

Óheiðarleiki er hvergi vel liðinn í heiminum.

Er bara þannig, sorrý.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 14:09

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ertu meðhausinn á kafi í ra....... á þér Ómar???????????

Jóhann Elíasson, 30.3.2010 kl. 14:21

11 Smámynd: The Critic

Það er augljóst að Bretar og Hollendingar eru að beita sér innan AGS.
Til að sýna að við lýðum ekki svona framkomu á að reka AGS út landi.

AGS og ESB tengjast hinsvegar ekki neitt og algjör óþarfi að vera að blanda því inn í þetta, mig minnir að norðmenn og bandaríkjamenn séu líka í stjórn AGS.

The Critic, 30.3.2010 kl. 14:32

12 identicon

 Sammála.

 Er ekki rétt líka að draga okkur tímabundið, úr samstarfi Nató þar til Bretar hafa að fullu greitt þann skaða sem hryðjuverkalög þeirra hafa skapað okkur. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:10

13 Smámynd: Sjóveikur

Ég er innilega sammála þér Rafn ! og mig langar til að taka undir með Jóhanni E.

Það þarf eiginlega að smala þessum "sauðum" sem þessi Ómar tilheirir og girða þá af, þeirra málefnalega framsettning fer að nálgast gróflegar móðganir og virðingarleysi fyrir sjálfstæði Íslands, sem að mínu mati ætti að flokkast undir landráð og landráðamenn eyga að sækjast til saka og skoðast af heilbrigðisyfirvöldum til að byrja með, það er óhæf að vera með háseta á skútunni sem eru í því að reyna að sökkva henni á allan mögulegan hátt ! þetta eru skaðræðis kvikindi að mínu mati og óhófið samt virðingarleysi í málfluttningi þeirra veldur stórum skaða í vinnuró sem þarf til að ná réttlæti í höfn.

Besta kveðja, Sjóveikur

Sjóveikur, 30.3.2010 kl. 15:57

14 Smámynd: Rafn Gíslason

Svona til áréttingar Ómar þá er ég ekki að tala um að greiða ekki það sem okkur ber, hitt er svo að það er ekki hægt að semja um þær greiðslur á þeim nótum sem stefnir efnahag landsins í voða. Ef það er svo að ekki er hægt að komast að viðunandi samkomulagi við Breta og Holendinga þá liggur ábyrgðin á því ekki bara hjá okkur, það hljóta þjóðir heims að sjá og skilja. 

Rafn Gíslason, 30.3.2010 kl. 16:29

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rafn.

Vissulega greiða menn sína reikninga, en krafa bretanna er í eðli sínu röng, ekkert alþjóðlegt regluverk getur ákveðið ótakmarkaða ríkisábyrgð einstakra ríkja.

Hafi slík ábyrgð verið innifalinn í ESB regluverkið, þá er það ólöglegt.

Enda er það ekki, það er kristaltært, og ekkert ríki myndi ljá máls á því að bakka upp fjármálamarkaði annarra ríkja með skattpening sínum.

Þess vegna er það ekki bara siðferðislega rangt að ná samkomulagi við breta um skattgreiðslur til þeirra, það er líka andstætt öllum alþjóðlegum lögum og reglum.

Hefði hins vegar legið fyrir samþykkt ábyrgð Alþingis, þá væri hún aðeins löglega, ef hún hefði verið endanlega, að í henni hefði falist hámarks upphæð.  Og slík samþykkt hefði líka orkað tvímælis, þingmenn og framkvæmdavalda eru bundin af stjórnarskrá, sem tryggir landsmönnum réttindi, til dæmis til mannsæmandi lífs.  

Ef slík ábyrgð dregur úr grunnréttindum þegnanna, sem eru tryggð í stjórnarskrá, þá hafa þingmenn ekki slíkan rétt, og fávitaháttur þeirra, að undirrita slíka ábyrgð, yrði aldrei tækur fyrir dómi.

Sumt má bara ekki, stjórnvöld hafa ekki alræðisvald yfir þegnum sínum, og ekki rétt til að selja þá í þrældóm eða annað slíkt.

Þess vegna vilja bretar ekki með málið fyrir dóm, það er gjörtapað.

En ég var samt aðeins að minna á að ICEsave er ekki eina ástæða þess að AGS á að hypja sig.

Og fólk vinstra megin við miðju veit af hverju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 22:44

16 Smámynd: Elle_

Ef ríki stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar og ætlar að gera óheiðarleika að grundvelli sinnar stjórnskipunar - nú, þá hefur það óhjákvæmilega sínar afleiðingar.

Óheiðarleiki er hvergi vel liðinn í heiminum.

Er bara þannig, sorrý.

VITLEYSA, SORRY.  

Elle_, 1.4.2010 kl. 12:33

17 Smámynd: Elle_

Og Rafn, vil ítreka það sem ég hef sagt fyrr að við MEGUM EKKI semja við bresk og hollensk stjórnvöld um neitt Icesave.  Icesave er bein fjárkúgun og gegn lögum og EKKI OKKAR SKULD.  Maður semur ekki um fjárkúgun.  Maður semur ekki við mafíu heldur.  Við skuldum ekki 1 eyri í Icesave og getum ekki samið um skuld sem við ekki skuldum.   Við verðum að hætta öllum bollaleggingum og umræðum um að semja um ólöglegt Icesave.  Icesave er EKKI milliríkjamál, EKKI ríkisstjórnarmál, heldur ólögleg krafa sem ríkisstjórn landsins á ekki að ræða við bresk og hollensk stjórnvöld.  Elle.   

Elle_, 1.4.2010 kl. 12:45

18 Smámynd: Rafn Gíslason

Eins og ég hef áður sagt, við eigum að borga það sem okkur ber samkvæmt lögum og ekki krónu eða Evru meir. Sé það svo að við eigum ekki að borga þá er engin ástæða til þess, hinsvegar er hér greinilega um lagaflækju að ræða og því færi best á því að málið færi fyrir dómstóla til að fá úr þessu skorið eitt skipti fyrir öll. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hætta öllum viðræðum við Breta og Hollendinga og það þíðir að ekkert verður úr ESB samningum sem ég er ekki að sjá Samfylkinguna ganga að.

Rafn Gíslason, 1.4.2010 kl. 13:06

19 Smámynd: The Critic

Rafn: ESB samningurinn er þessu máli alveg óviðkomandi

The Critic, 1.4.2010 kl. 13:45

20 Smámynd: Elle_

Nei, umsóknin í EU er þessu alls ekki óviðkomandi.  Stjórnvöld EU hafa verið fullkomlega með í Icesave-kúguninni gegn okkur og Jóhanna svífst einskis við að koma Icesave yfir okkur fyrir inngöngu í EU.  Það er öllum ljóst sem vilja vita.

Elle_, 1.4.2010 kl. 13:59

21 Smámynd: The Critic

Elle það er kjaftæði, EU hefur margsinnis gefið það út að þetta mál hafi ekki áhrif á umsóknina. Meira segja þingmenn EU eins og Eva Joly og Alain Lipietz hafa tekið okkar málsstað og marg sagt að okkur beri ekki að borga en hinsvegar er það Steingrímur og Jóhanna sem taka engum ráðum.

The Critic, 1.4.2010 kl. 16:26

22 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er þér alls ekki samál þar Critic, það er ljóst að án samþykkis Breta og Hollendinga verður ekkert úr slíkri inngöngu, Fjármálaráðherra Hollands gaf meira að segja yfirlýsingu um slíkt nýlega. Þó einstakir þingmenn ESB hafi tekið upp málstað okkar þá vegur það létt á vogaskálunum, það er nú  einu sinni svo að það þarf samþykki allra aðildarþjóða ESB til þess að Ísland geti orðið meðlimur.

Rafn Gíslason, 2.4.2010 kl. 01:03

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rafn, brezk og hollenzk stjórnvöld nota nánast hvaða auvirðilegar aðferðir sem hugsazt geta til að ýta ráðamönnum hér út í að samþykkja sínar ólögvörðu lygakröfur. Þess vegna veifa þeir framan í Samfylkingar-ódámana hótun um að beita neitunarvaldi gegn innlimun Íslands í EU, eins og t.d. Hollendingar hafa gert með áberandi hætti. En það er ekkert að marka hótunina, af því að þýzk og frönsk stjórnvöld og valdaklíkan í Brussel líða það ekki, að bandalagið fari á mis við Ísland. Brezka ríkisstjórnin vill sjálf, að bandalagið innlimi Ísland og þess auðugu mið; brezkir ráðamenn voru m.a.s. strax farnir að ámálga samninga um afnot af fiskimiðum hér við Ingibjörgu Sólrúnu veturinn 2008–9. Þess vegna verður það ekki liðið í Brussel, að eitthvert ríki beiti neitunarvaldi gegn þessari verðmæta- og yfirráðaaukningu bandalagsins; viðkomandi ríki fengi/fengju þá að finna fyrir því með refsiaðgerðum vegna óhlýðni þeirra við út gefna stefnu um vilja bandalagsins (les: ráðandi afla þar).

Áður fyrr sameinuðust ríki (eða öllu heldur: eitt svælt undir annað) með vopnavaldi og eftir harðvítugar njósnir, stundum undirróður og 5. herdeildar-starfsemi. Brussel-valdakjarninn fer ekki að okkur með vopnavaldi, en umber það brosandi, að Bretar heyi við okkur viðskiptastríð allt frá haustinu 2008. Efastu ekki um njósnara Breta og EU hér. Undirróðurinn og 5. herdeildar-starfsemin eru enn augljósari birtingarmyndir útþensluaðferðanna.

Hvernig var t.d. ASÍ narrað – nei, sjanghæjað – til að styðja umsókn um innlimun landsins í evrópska stórríkið? Var það borið undir almenna félagsmenn? Nei, láttu þig ekki dreyma um það, enda eru nál. 70% landsmanna algerlega gegn slíkri innlimun. Aðferðin fólst í því að mýkja menn, gera þá að e.k. "konungsmönnum" eins og gert var á 13. öld, þ.e.a.s. með því að einbeita sér að því að vinna auðblekkjanlegan hug og spillanleg hjörtu manna, sem fóru með forystu í ýmsum útöngum stjóraapparatsins í verkalýðshreyfingunni.

Brussel-boðsferðirnar byrjuðu ekki í gær. Þær voru löngu byrjaðar, þegar á bilinu 2–300 manns í forystusveit ASÍ tók af þessum "skiljanlegu" ástæðum, en einhliða, án samráðs við grasrótina, þessa lýðveldisfjandsamlegu ákvörðun.

Eitthvað svipað hefur trúlega gerzt meðal atvinnurekenda.

Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 17:35

24 Smámynd: The Critic

Jón: Voðalega er ESB vondir, vilja bara hirða fiskinn og ekkert annað.  Ég bendi á regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir að við höldum yfirráðum á fiskistofnum í íslenskri lögsögu. Menn eins og þú og margir aðrir íslendingar eru vandamál þessa þjóðfélags, eina sem getur gert þetta 300 þúsund manna sker byggilegt er að við verðum í bandalagi með okkar nágranaþjóðum.  Ekki gleyma því að við erum nú þegar í "Evrópska stórríkinu" eins og þú villt kalla það í gegnum EES samninginn, fylgjum 80% af öllum lögum sem koma frá Brussel. Villtu kannski að við segjum okkur úr því bandalagi og gerumst Kúba norðursins?
Með inngöngu í ESB myndum við losna undan kúgun ríkisins sem ríkt hefur hér í áratugi. T.d. má ég ekki selja franska osta í minni verslun því íslenskum bændum þóknast það ekki, ég má ekki kaupa mér Ipod frá Bretlandi nema borga yfir 100% af verði vörunnar í vörugjöld til ríkisins, þetta er kúgum og ekkert annað. Allt kjaftæði um að við missum sjálfstæði og fullveldi við að ganga þarna  inn er froðusnakk og kjaftæði.

The Critic, 2.4.2010 kl. 21:53

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Critic, þetta innlegg þitt er meðýmsum villum, sem ég tek kannski fyrir seinna, þótt fáir skoði síðuna, en ég er nýkominn inn úr snjónum og hef öðru betra að sinna nú.

PS. Þú hlýtur að heita eitthvað! Kannski nokkrir EU-sinnar á bak við nafnið? Eða ætlarðu að vera svo vænn að upplýsa um nafnið? Ef ekki, hvers vegna? Finnst þér/ykkur í alvöru trúverðugt að menn sjái þetta á síðu þinni/ykkar: "Höfundur hefur læst bloggi – Höfundur hefur læst bloggi sínu með lykilorði" ?

Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 23:38

26 Smámynd: Elle_

Heldur vil ég geta pantað hluti frá öðrum hlutum heimsins en landi bresku yfirgangsríkissjórnarinnar, Critic, eins og Bandaríkjunum eða Canada.  En með inngöngu i EU koma EU tollar á allt utan EU og það er kúgun og ekkert annað og nákvæmlega eins og þú orðar það sjálfur að ofan.  Ekkert United States of Europe, takk kærlega.  Evrópa er bara pínulítill hluti heimsins og heimurinn snýst ekki um litlu Evrópu.   Og gleymirðu ekki að við munum ekki hafa neitt vægi þar?  Nánast ekkert.  Og auðvitað vilja löndin þar fiskimiðin okkar.  Breta-frekjurnar hafa ALLTAF viljað fisikimiðin okkar.  Og Spánverjar glöddust ekki lítið eftir að nauðungar-umsóknin - sem Jóhanna píndi í gegnum Alþingi, gegn vilja stærrii hluta þjóðarinnar - fór í gegn. 

Elle_, 3.4.2010 kl. 00:46

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Elle, nærð hér vel í fáum orðum utan um ýmislegt mikilvægt.

Jón Valur Jensson, 3.4.2010 kl. 02:44

28 Smámynd: The Critic

Elle: Þetta kjaftæði í þér sýnir fádæma fáfræði í þessum málum. Í dag leggur íslenska ríkið ofur tolla á allar vörur, hvort sem þær koma frá USA, Canada eða  EU ríki. Með inngöngu í EU myndum við losna við tollana frá EU ríkjunum en þeir myndu verða áfram á vörur frá USA og Canada eins og í dag þannig að þar yrði engin breyting á.

Ísland er bara pínulítill hluti heimsins og heimurinn snýst ekki um litla Ísland. Þetta er það sem íslendingar skilja ekki.

"Og gleymirðu ekki að við munum ekki hafa neitt vægi þar?" Elle þú gleymir að við erum í EES  og fylgjum 80% af reglum ESB en fáum ekki að vera með í að semja þær, verðum bara að fara eftir þeim og höfum engin áhrif þannig að í dag höfum við ekkert vægi! Ef við gengjum alla leið inn fengjum við fulltrúa í þessum nefndum og gætum að minnsta kosti sagt okkar skoðun og komið með hugmyndir! 

Þessi hræðsluáróður um að fiskimið okkar fyllist af spænskum togurum er líka orðin lúinn. Þú verður að hafa í huga að hér eru aðrar aðstæður í sambandi við sjávarútveg en er á hinum löndunum þar sem þau liggja hvert ofan í öðru. Hér myndum við t.d fara undir regluna hlutfallsleg veiðireynsla sem myndi halda erlendum skipum í burtu að mestu leiti, nokkur erlend skip fengju að veiða hér og íslendingar fengju að veiða á öðrum miðum í staðin.

The Critic, 3.4.2010 kl. 10:09

29 Smámynd: Elle_

Vertuð með kjaftæði sjálfur og þú hefur rangt fyrir þér þarna.  Tollar munu hækka milli landa, sem eru utan EU.  Og ég segi það aftur: Heimurinn snýst ekki um litlu Evrópu, 92% heimsins stendur þar fyrir utan.  Ég er Íslendingur og skil VEL að heimurinn snúist EKKI um litla Ísland og datt það heldur aldrei í hug.  

Og nei, við munum ekki hafa neitt vægi, við munum hafa innan við 1%vægi og stærstu löndin, Bretland, Frakkland, Pólland, Spánn, Þýskaland og man ég held Frakkland, munu hafa yfir 70% vægi fjlótlega.
STÆRSTU LÖNDIN MUNU RÁÐA NÁNAST ÖLLU, RÁÐA YFIR ÖLLUM HINUM MINNI LÖNDUNUM.   Og þetta er ekkert hræðsluáróður með fiskinn, það er ALVÖRUHRÆÐSLA OG EKKI ÚT Í LOFTIÐ.  

Elle_, 3.4.2010 kl. 12:03

30 Smámynd: Elle_

VERTU með kjaftæði . . .

Elle_, 3.4.2010 kl. 12:04

31 Smámynd: The Critic

Elle: þú talar í þversögn við sjálfa þig. Talar um litlu Evrópu sem skipti engu máli fyrir heiminn, en svona þér til fróðleiks þá eru íbúar Evrópusambandsins 500 miljónir! en  íbúar Bandaríkjanna eru 300 miljónir og íbúar Kanada 34miljónir. Ertu að halda því fram að þessi ríkjasambönd séu of lítil líka?
  Þér finnst 500 miljóna manna samband vera lítið og skipta ekki máli fyrir alþjóðasamfélagið, hvað er þá 300 þúsund hræður, eru þær ekkert of fáar til að vera einar án þess að vera í bandalagi með öðrum?

1% vægi er betra en 0% vægi eins og við höfum í dag.Við myndum einnig fá að vera með í nefndum og ráðum, en við fáum það ekki í dag.

Minnimáttarkenndin og þjóðar stoltið í íslendingum er ógeðslegt. 

The Critic, 3.4.2010 kl. 16:06

32 Smámynd: Elle_

Vertu ekki að brengla það sem ég skrifaði.  Ég sagð að heimurinn snérist ekki um litlu Evrópu og ekki heldur um Ísland.  Og ég er ekki í neinni mötsögn, það er þinni heili sem er í mötsögn.  Ég VEIT VEL hvað eru margir íbúar í bæði Bandaríkjunum og Canada, er bandarískur ríkisborgari, ef þér þá kemur það nokkuð við.   Ég skrifaði ekkert um það að ofan.  Ég sagði heldur EKKI að Evrópuríkið væri OF LÍTÍÐ og hættu að leggja mér bull-orð í munn og bullar svo mest sjálfur.  'Eg sagði einfaldlega að heimurinn snérist EKKI um lítlu Evrópu og það eru 2 ólíkir hlutir.  OG HEIMURINN SNÝST EKKI UM LITLU EVRÓPU.  Og ég er ekki með neina fjárans minnimáttarkennd.  Vil bara ALLS EKKI vera bundin við Evrópu.  Vertu sjálfur með minnimáttarkennd.   Og það sem ég skrifaði að ofan kemur engu fjárans þjóðarstolti við.  Og er ekkert bundin við Ísland frekar en hitt landið mitt og þú bara veist ekkert um hvað þú ert að tala, heldur fordæmirðu fólk.  Fordómar þínir eru ógeðslegir gegn þeim sem ekki kjósa Evrópu yfir 92% heimsins þar fyrir utan. 

Elle_, 3.4.2010 kl. 21:49

33 Smámynd: Elle_

OG ég sagði EKKI heldur að Evrópa skipti ekki máli fyrir heiminn, eins og þú segir að ég hafi sagt.  LESTU:  ÉG SKRIFAÐI AÐ HEIMURINN SNÉRIST EKKI UM LÍTLU EVRÓPU.  Þú hefur ítrekað brenglað orðin mín að ofan og eins gott að þau eru skrifað svart á hvítt og þú kemst ekki upp með að ljúga.

Elle_, 3.4.2010 kl. 21:55

34 Smámynd: The Critic

Elle: Ég er ekki að brengla það sem þú skrifar, það er bara gáta að reyna að túlka sumt af því sem þú ert að skrifa.

The Critic, 3.4.2010 kl. 22:24

35 Smámynd: Elle_

Jú, þú ert að brengla og beinlínis að ljúga.  Held ekki að það sé nein gáta að skilja mig að ofan, þó að vísu lesi ég þar nokkrar innsláttarvillur í flýtinum.  Öðru fólki hefur ekki gengið neitt illa að skilja mig.  Hinsvegar hefur léleg rök og ætlar núna að kaffæra mig með þeim orðum að það sé gáta að skilja það sem ég er að skrifa.  Núna skal ég endurskrifa svarið mitt við brenglununum þínum að ofan:

Ég sagði EKKI að Evrópuríkið væri OF LÍTÍÐ og hættu að leggja mér bull-orð í munn og bullar svo mest sjálfur.  Ég sagði EKKI heldur að Evrópa skipti ekki máli fyrir heiminn, eins og þú segir að ég hafi sagt.
LESTU:  ÉG SKRIFAÐI AÐ HEIMURINN SNÉRIST EKKI UM LÍTLU EVRÓPU.   Og það eru 3 ólíkir hlutir að vera of lítiill og skipta ekki máli eða AÐ HEIMURINN SNÚIST EKKI UM E-Ð.  OG HEIMURINN SNÝST ÖRUGGLEGA EKKI UM LITLU EVRÓPU.   Það eru fordómar ykkar Evrópu-sinna að saka okkur hin, sem viljum samband við lönd utan Evrópu, um minnimáttarkennd, þjóðarrembing og þjóðarstolt.   

Og það sem ég skrifaði, kemur ekki neinni fjárans minnimáttarkennd eða þjóðarstolti neitt við.   Vil bara ALLS EKKI vera bundin við Evrópu.   Hvernig í veröldinni rökstyður þú að það sé minnimáttarkennd eða þjóðarstolt að kjósa 92% heimsins yfir Evrópu?????  Vertu sjálfur með minnimáttarkennd og þjóðarstolt.   Og mér virðist þú sjálfur vera með Evrópurembing yfir önnur lönd heimsins.  Evrópa er bara ekkert merkilegri eða nauðsynlegri en nein önnur lönd í heiminum.   Fordómar þínir eru ógeðslegir gegn þeim sem ekki kjósa Evrópu yfir 92% heimsins þar fyrir utan. 

Elle_, 3.4.2010 kl. 22:45

36 identicon

Sæll Rafn; sem og þið önnur, hér á síðu hans !

The Critic !

Skítkast þitt; í garð ElleE - og annarra, missir gjörsamlega marks.

Ertu svo heimskur; eða þá, óupplýstur, að þú sjáir ekki augljós tengslin, milli glæpa stofnanna ESB og AGS, auk NATÓ; þriðja hjólsins, undir vagni vestrænna heimsvaldasinna ?

Mér sýnist; sem þú sért bezt geymdur, í einhverri kjallaraholu ESB skrifræðis Nazistanna, Critic minn.

Þú ert svo sem ekki; eini skýja glópurinn, hver hefir látið ginnast, af fagurgala ESB nýlendu velda samsteypunnar. Ómar Bjarki Kristjánsson er nú enn einn, lítilþægur, auk annarra gerfi- lýðræðis krata, og ann arra, af meið fylgispektarinnar og lotningarinnar, fyrir ESB óskapnaði num.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 02:00

37 Smámynd: The Critic

Óskar ég er ekki með skítkast út í Elle, aðeins að reyna að ræða hlutina ef eitthver er með skítkast þá ert það þú að kalla fólk heimskt.   Skrif þín eru lýsandi dæmi um þröngsýni. ESB eru nazistar og glæpamenn, AGS eru NATO eru glæpastofnanir, þvílíkt bull, þú hefur ábyggilega aldrei lesið þér til um ESB og hvað það er, ert fullur af neikvæðum ranghugmyndum.
Vandamál íslands eru ekki þessum stofnunum að kenna heldur
 liggja þau hjá íslendingum og vonlausri ríkisstjórn.

The Critic, 4.4.2010 kl. 09:53

38 Smámynd: The Critic

Hinsvegar er ég alveg sammála með að það er eitthvað ekki í lagi innan AGS og það ber að skoða.

The Critic, 4.4.2010 kl. 10:22

39 Smámynd: Elle_

AGS hefur komið fram sem handrukkari 2ja velda í Evrópu og ef það kallast ekki glæpur, hvað kallast það?  Líka vill til að ég veit að Óskar Helgi, eins og ég og fjöldi manns, vill samskipti við ÖNNUR lönd utan Evrópu.  Vill ekki lokast innan ríkjabandalags þar sem nokkur stærstu löndin munu ráða langmestu og stjórna nánast öllu lagavaldi í ríkinu.

Elle_, 4.4.2010 kl. 10:39

40 Smámynd: The Critic

Eins og ég segi þá er eitthvað verulega athugavert við hvernig AGS hefur komið fram við ísland og það fyrsta sem manni dettur í hug er að Bretar og Hollendingar eru að  nota AGS sem handrukkara tól.
Það sem er ennþá skrítnara er að innan AGS eru fleiri þjóðir t.d. Bandaríkin með flesta fulltrúa við borðið og  hafa fleiri atkvæði en Hollendingar og Bretar samanlagt en þau virðast ekki hafa mikið verið að hjálpa okkur þar.

The Critic, 4.4.2010 kl. 12:26

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

"The Critic" (sem krítíserar hér fyrst og fremst íslenzka hagsmuni, íslenzk réttindi, sæmd þjóðarinnar og viðleitni okkar til að halda uppi sjálfstæðu samfélagi, þú átt enn eftir að birta hér nafn þitt!

Rafn ég myndi í þínum sporum ekki hýsa slíka nafnleysingja, enda á þeim sennilega eftir að fjölga, flugumönnum Evrópubandalagsins og 5. herdeildar þess hér á Íslandi, eftir því sem líður ár aðlögunarferlið að Evrópuyfirráðabandalaginu og nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Látum þessa menn standa fyrir máli sínu undir nafni, ella kasta þeim út, ég hvet þig og aðra til þess.

Vegna ruslpósts og skítkasts frá nafnleysingjum og mönnum sem sigldu 'undir hentifána' á netinu bannaði ég innlegg frá öðrum en skráðum Moggabloggurum og kanna jafnan, hvort menn, sem gefa ekki upp nafn, séu með raunverulegt nafn á höfundarsíðu sinni; ef þeir hafa það, nefni ég gjarnan nafn þeirra í svörum mínum; ef þeir birta þar ekki nafn sitt, svæfi ég innlegg þeirra, sér í lagi ef þau beinast gegn þjóðarhagsmunum.

Elle hefur svarað "the Critic" ágætlega, en hér er ég með tvær athugasemdir við málflutning hans:

1) Það er rangt, að Bandaríkin hafi ekki hjálpað okkur innan Aljþóðagjaldeyrissjóðsins, og jafnvel gamli komminn Steingrímur J. leitar nú á náðir Bandaríkjanna um stuðning við okkur þar.

2) Ofar sagði krítíkerinn: "Í dag leggur íslenska ríkið ofur tolla á allar vörur, hvort sem þær koma frá USA, Canada eða EU ríki." – þetta er alls ekki rétt alhæfing um EU-ríki. Því miður gjalda bandarískar og kanadískar vörur samkeppni við vörur frá EU, sem njóta hér tollfríðinda vegna EES-reglna. Við gætum nú þegar lækkað verðlag hér verulega, ef ekki væru allir þessir ofurtollar á vörum frá Bandaríkjunum, allt frá grænmeti til gæðabíla.

Jón Valur Jensson, 4.4.2010 kl. 13:32

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

... líður á aðlögunarferlið ...

... köstum þeim ella út ...

(2 leiðréttingar)

Jón Valur Jensson, 4.4.2010 kl. 13:34

43 Smámynd: The Critic

Ef þú villt ritskoða allar athugasemdir við þitt blogg Jón Valur þá er það þitt mál, langar að benda þér á að Elle hefur ekki komið fram undir nafni en þér er alveg sama um það því hún er á sömu skoðun og þú.

Ef fólk kýs að koma hér fram undir nafnleynd Jón þá er það ekki þitt vandamál, get ekki séð að það geri þig að betri manni. 

Einnig vil ég leiðrétta þig aðeins, ég sagði ekki að bandaríkin hefðu ekki hjálpað, ég var aðeins að benda á að það væri skrítið að ekki komi meiri stuðningur þaðan, hvernig svo sem á því stendur. 

Einnig veit ég vel að íslensk stjórnvöld gætu nú þegar lækkað hér tolla og annað slíkt en það hefur aldrei verið vilji hjá þeim til þess, sé það sérstaklega ekki gerast með  núverandi ríkisstjórn. 

The Critic, 4.4.2010 kl. 15:07

44 Smámynd: Elle_

Og ég hef komið fram undir nafni og bæði Jón og Rafn vita líka hver ég er.  Verð ég hinsvegar að koma fram undir fullu nafni til að koma fram undir nafni?

Elle_, 4.4.2010 kl. 15:12

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það heitir enginn The Critic að fornafni né eftirnafni, svo mikið er víst.

Elle heitir Elle, er í stjórn Þjóðarheiðurs með mér, mjög konkret manneskja!

The Critic er hins vegar flugumaður sem þorir ekki að brtast undir nafni. Ég læt hann/hana ekki segja mér fyrir verkum, hvort ég vari stuðningsmenn lýðveldisins við ábyrgðarlausum áróðurssendingum aðila eins og hans/hennar.

5. herdeildin á ekki að njðta hér neins réttar til að naga niður tiltrú fólksins á sitt lýðveldi með nafnlausum sendingum og til að halda sjálfstæðisunnendum uppteknum við að svara þeim. Vilji einhver leggja nafn sitt við sendingar eins og hans/hennar, þá ætti viðkomandi bara að gera það, ella er skömmustan augljós.

Það er ekkert skrýtið, að þessi vinstri stjórn fái ekki "meiri stuðning" frá Bandaríkjunum. Hann hefur einmitt verið ærinn í stjórn AGS, en ríkisstjórn með Bandaríkjahatendur innan borðs getur naumast gert kröfu til stuðnings frá Bandaríkjunum, sízt þegar hún hefur móðgað svo hrikalega síðasta sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, að síðarnefnda ríkið hefur ekki sent hingað sendiherra síðan!

PS. Svar þess krítíska um tollamálin svarar í raun ekki svari mínu.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband