Hvað græðum við á ESB aðild.

Hefur þetta ekki verið vitað allt frá byrjun viðræðna um Icesave? Er ekki komin tími til að draga umsókn okkar að ESB til baka og einhenda sér í að semja um Icesave án þess að verið sé að blanda þessu tvennu saman. Ísland er ekki í neinni samnings stöðu við ESB á meðan efnahagsmálin eru eins og raun ber vitni og því algjör tíma eyðsla og peninga sóun að ætla sér í viðræður nú. ESB eiga allra hagsmuna að gæta við að fá Ísland sem aðildarland þó ekki væri nema vegna áhrifa þeirra í norður höfum sem myndu stór aukast við aðild okkar , en hvaða ávinning munum við hafa af slíku samstarfi? Ekki stendur okkur evran til boða í bráð og ekki munum við fá varanlegar undanþágur frá fiskveiðistjórnunarkerfinu þeirra og svo mætti áfram telja, því er það engin ávinningur fyrir okkur að fara í samningsviðræður  við ESB sem á nú raunar sjálft við innri vandamál að etja og eru því ekki líklegir til að koma okkur til hjálpa. Þau vandamál sem hér eru verða aðeins leist hérlendis og af okkur sjálfum. Hættum því að láta duldar hótanir Breta og Hollendinga um að setja okkur stólinn fyrir dyrnar í ESB viðræðunum og drögum umsóknina til baka. Látum Hollendinga og Breta hafa fyrir því að fá Icesave gert upp og hættum þessum gungu hætti í garð þeirra í samninga umleitunum, það hlíttur að vera þeirra hagur að fá Icesave út af borðinu rétt eins og okkar og það á ekki að hlusta á það að ábyrgðin á þeim ósköpum sé okkar einna.


mbl.is Standa ekki veginum fyrir aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna eru sko morð í tíma töluð  Get ekki verið meira sammála þér.  Mjög góð grein.

Jóhann Elíasson, 19.3.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Samningsstaða okkar er ömurleg hvort sem varðar IceSafe eða ESB. Sammála um að einhenda sér í IceSafe delluna og ljúka þessu rugli.

Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Elle_

Rafn. já, ríkisstjórnin átti aldrei neitt með að sækja um þarna.  En við megum ekki semja um neitt kol-ólöglegt Icesave.  Við berum ekki nokkra ábyrgð á 1 eyri í Icesave.  Elle. 

Elle_, 19.3.2010 kl. 22:51

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Rafn og þið öll ! kíkið á þetta: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1033203/

Kristján Hilmarsson, 22.3.2010 kl. 12:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.  Hætta þessu ESBbrölti og fara að sinna okkar eigin málum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:50

6 identicon

Sammála- hætta þessu ESB brölti - því afhverju skyldu þeir vilja okkur stór-skulduga  þjóð inn? Ég held þeir vilji mannauðinn, fiskinn, vatnið, orkuna og kannski er olía á drekasvæðinu.  Þetta er mín skoðun.

Ekkert ESB rugl!!

Takk Rabbi minn fyrir bloggið þitt - gaman að lesa og fylgjast með :)  

inga (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband