Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Á Borgaraheyfingin sér framtíð?

Er Borgarahreyfingin ekki að breytast í hefðbundin stjórnmálaflokk þrátt fyrir fullyrðingar um að svo yrði ekki? Eru menn ekki að átta sig á að lausbundin samtök áhugafólks um hin ýmsu málefni virka ekki eins og til var ætlast þó svo að hugsunin sé hrífandi. Festa og samheldni ásamt skilvirkum vinnubrögðum eru hverjum flokki og samtökum nauðsynleg sér í lagi þegar saman er kominn hópur fólks með misjafnar áherslur og væntingar.
mbl.is Læra af mistökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með spillinguna og siðleysið!

Ekki finnst mér það neinu skipta hvort maðurinn er Framsóknarmaður eða ekki og hvort hann hefur brotið lög, hér erum slíkt dómgreindarleysi að ræða að manninum getur ekki verið stætt á að sitja áfram í bankaráði. Það er með öllu ólíðandi að bankaráðsmenn ráðleggi fyrirtækjum að fara beinlínis gegn stefnu þeirrar stofnunar sem hann á að gæta hagsmuna almennings í landinu. Hann fær væntanlega greitt fyrir setu sína í ráðinu og ber að hafa hagsmuni okkar að leiðarljósi. Treysti hann sér ekki til þess, þá á hann að víkja umsvifalaust úr bankaráði og á reyndar að gera það sjálfviljugur nú þegar, er svona staða er komin upp.

Burt með spillinguna og einkahagsmuni gerum ríka kröfu til heiðarleika þeirra sem sitja í stofnunum hins opinbera og að þeir sem þar sitja sjái sóma sinn í að koma heiðarlega fram, annars víki þeir ella.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna heldur í vonina.

Ætli það sé ekki með þetta eins og annað hjá þessari stofnun að verið sé að bíða eftir grænu ljósi frá Bretum og Hollendingum. Það er borin von að AGS geri neitt í okkar málum fyrr en að áður nefndar þjóðir leggja blessun sína á fyrirvara alþingis vegna Icesave samningsins og það ætti að vera orðið öllum ljóst. Voru ekki Hollendingar einmitt að gera kröfu um að AGS votti að Íslendingar geti ekki greitt skuldir sínar áður en þeir taki í mál að samþykkja fyrirvarana á Icesave ríkisábyrgðinni. Þetta kom víst fram á Hollenska þinginu nú í vikunni og eru þeir ekki sáttir við annað en að skuldin verði greidd til baka að fullu og það með vöxtum eða eins og samningurinn hljóðaði upp á. Þannig að Jóhanna og co. verður trúlega að bíða þar til að sú staðfesting kemur frá AGS og að hún sé þá Hollendingum að skapi, þar til verður trúlega allt lagt á ís.

Heldur enn í vonina um að AGS svari fyrir mánaðamót

mynd

Jóhanna Sigurðardóttir vonast til þess að afstaða Breta og Hollendinga fari að skýrast. Mynd/ Vilhelm.

Ekki liggur enn fyrir hvenær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Íslendingar fái þau gjaldeyrislán sem samið hefur verið um.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún vonist til þess að málið verði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir næstu mánaðamót.

Þá sagðist Jóhanna ekki hafa fengið svar við erindum sem hún sendi stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi vegna fyrirvara Alþingis við Icesave samkomulagið. Hún vonast hins vegar til þess að málin fari að skýrast á næstu dögum.

 


Evrópumálin eru Steingrími J erfiðust ?

Evrópumálin eru Steingrími erfiðust

Steingrímur J. Sigfússon segir að Evrópumálin hafi verið sér miklu erfiðari en Icesave.  

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu er langerfiðasta málið sem Steingrímur J. Sigfússon hefur staðið frammi fyrir í ríkistjórnarsamstarfinu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.

„Fyrir mér var þetta miklu, miklu erfiðara mál heldur en Icesave. Ég átti í engum vandræðum með Icesave málið, því ég hef bjargfasta sannfæringu fyrir því að þetta var það eina sem hægt var að gera, þ.e.a.s. að leiða málið til lykta með þeim skástu samningum sem í boði voru," segir Steingrímur.

Steingrímur segist skilja mjög vel gagnrýnendur þeirrar niðurstöðu sem fékkst í ESB málinu. Hann bendi hins vegar á að Evrópumálin séu flestum flokkum erfið. Allir flokkar séu meira og minna skiptir í afstöðu sinni til ESB-aðildar.

Það er nú gott þó að seint sé að Steingrímur J sé farin að skilja hvaða skaða hann og forusta Vg hafa orsakað flokknum í ESB málinu. Það er bara full seint að skilja það þegar eftir stendur strandað fley og áhöfnin að yfirgefa strandstað. Það verður ekki aftur ýtt á flot á því fleyi þar sem það hriplekur og engin úr áhöfninni tilbúin að fara aftur út (til atkvæðaveiða) með þeim skipstjóra sem sigldi fleyinu svo dómgreindarlaust í stand. Það hjálpar ekki þó hann bendi á önnur skip og aðrar áhafnir sem hlotið hafa sömu örlög, það réttlætir ekki hans eigin afglöp.

Að Steingrímur J eigi ekki í neinum vandræðum með Icesave málið sínir kannski best í hvaða hugarheimi hann er staddur. Þarna erum að ræða mál sem er með þeim stærstu og afdrífaríkustu sem Íslenska þjóðin hefur staðið frami fyrir og hann telur sér enn trú um að sá samningur sem hann svo dómgreindarlaust skrifaði undir sé sá besti sem völ var á. Það þrátt fyrir að bent hafi verið á stórfenglega galla í þeim samningi bæði af innlendum og erlendum sérfræðingum. Þessi fullyrðing hans vekur hjá mér óhug.

 

 


Enn við sama heygarðshornið.

Steingrímur J hefur nú á liðnu sumri margoft varað þjóðina við því að mála skrattann á vegginn og að gera meira úr málum en ástæða er til og menn ættu ekki að tala eins og hér sé allt á heljarþröm. Ég held að sá ágæti maður ætti að hlusta á sín eigin orð sé honum einhver meining með þeim og hætta þessum hræðsluáróðri sem honum er svo tamt að grípa til í hvert skipti sem Icesave málið er nefnt á nafn.

Stærstu mistök Steingríms J voru að keyra í gegn hjá flokksráði Vg þá eftirgjöf sem gerð var í ESB málinu í aðdraganda stjórnarsáttmálans við Samfylkinguna og þannig koma sér og þingmönnum flokksins í þá stöðu að ef ESB frumvarpið færi ekki í gegnum þingið með stuðningi þingmanna Vg þá mundi Samfylkingin slíta stjórnarsamstarfinu því það voru hótanir sem fóru illa í grasrót Vg. Icesave málið er af sama meiði það verður nefnilega að nást í gegn um alþingi samningur um það mál í góðri sátt við Hollendinga og Breta efað ESB aðildarumsóknin á að fá einhvern hljómgrunn hjá þessum þjóðum og reyndar einnig hjá öðrum ESB þjóðum. Steingrímur j einfaldlega vanmat viðbrögð grasrótarinnar í Vg til þessara tveggja mála. Þau voru önnur en hann hafði reiknað með og var undarskriftin á Icesave samningnum gerð án þess að hafa fullvissu um að þingflokkur Vg væri allur með honum í því máli. Sennilega var einnig hugsunin að að tala þá þingmenn til sem málinu voru andvígir rétt eins og í ESB málinu og þá undir hótunum um stjórnarslit. Það var reyndar imprað á því af hálfu Samfylkingarinnar um tíma en í þetta skiptið voru þingmenn Vg ekki hýddir til hlýðni, þeir hafa seinlega áttað sig á því að þeir áttu mikinn stuðning meðal eigin félagsmanna í andstöðu sinni við Icesave málið rétt eins og í ESB málinu og það nógan til að þeir spyrntu við fótum og létu ekki hóta sér.

Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um Icesave málið og þá fyrirvara sem alþingi setti nú í síðasta mánuði sagði Steingrímur J að það væri afdráttarlaust að ef Hollendingar og Bretar höfnuðu fyrirvörunum þá væri málið komið að nýju inn á borð þingsins, því þá væri engin ríkisábyrgð til staðar fyrir málinu. Sú fullyrðing hans var afdráttarlaus og ekki hægt að misskilja á nokkurn hátt, því vil ég ekki trúa því fyrr en á reynir að um einhverja aðra túlkun geti verið að ræða á þessum fyrirvörum nú en þegar þeir voru til umræðu á alþingi og að hægt sé að semja sig að þeim við Hollendinga og Breta án aðkomu alþingis, það væri gróft brot á stjórnarskrá. Ríkisstjórnin getur einfaldlega ekki túlkað fyrirvarana á annan veg en þann sem um ræðir í lögunum án aðkomu alþingis. Verði það reynt er úti um allan þann litla frið sem þessi ríkisstjórn enn hefur og ekki langt í að blásið verður til annarrar búsáhaldabyltingar á Austurvelli í líkingu við þá sem kom fyrri stjórnarherrum frá og ég er hræddur um að sú bylting verði engu vægari í garð þeirra flokka sem nú mynda ríkisstjórn Íslands en þeirra sem áður mynduðu ríkisstjórn Íslands. 


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðild Íslands í höndum Íra.

Framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB liggur í höndum Íra, hafni þeyr Lissabonsáttmálanum þá er út séð um frekari stækkun ESB að sinni þar sem þá verður að hverfa aftur til Nice-sáttmálans og hann gerir ekki ráð fyrir frekari stækkun.
mbl.is Dregur úr stuðningi við Lissabon-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar sér lausnir.

Hafi einhver haldið að við fengjum einhverja sér meðferð hjá ESB þá er eins gott fyrir þan sama að koma niður á jörðina hið snarasta. Samfylkingin virðist búin að skrúfa upp slíkar væntingar hjá ESB sinnum að þeyr geta ekki á sér heilum tekið þessa stundina. Það verða engar sér lausnir til handa Íslendingum hjá ESB og því eins gott að horfast í augu við það strax.
mbl.is Íslendingar fá ekki flýtimeðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktunin um ESB sem feld var á flokksráðsfundi Vg á Hvolsvelli.

 Ekki var hátt risið á flokksráði  og forustu Vg á fundi þeirra á Hvolsvelli um síðustu helgi, nú er komið í ljós að upp var borin ályktun af Guðbergi Agli Eyjólfssyni um afstöðu Vg til ESB og leyfi ég mér að birta hanna hér að neðan en hún er tekin af bloggvef hans http://hleskogar.blog.is/blog/hleskogar/entry/941135/   En þar segir Eyjólfur.

Sjálfur var ég á flokksráðsfundi VG nú um helgina sem áheyrnarfulltrúi og lagði fram ályktun varðandi aðildarumsóknina í ESB. Ég læt ályktunina fylgja með og síðan ræðu mína á fundinum. Þess má geta að ályktunin var aðeins felld með tveimur atkvæðum og það eftir að formaðurinn hafði fordæmt ályktunina í ræðu sinni rétt áður.

Ályktun Eyjólfs.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs haldinn að Hvolsvelli 28. - 29. ágúst 2009.Flokksráð harmar að hluti þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafi samþykkt þingsályktunartillögu um aðildar umsókn að Evrópusambandinu. Vill flokksráð benda þingflokknum á að í lögum flokksins standi skýrum stöfum að Vinstri hreyfingin grænt framboð ætli að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Jafnframt segir í stefnu flokksins um utanríkismál að Vinstri hreyfingin grænt framboð hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er ljóst að hluti þingflokksins hefur hvorki fylgt stefnu flokksins við atkvæðagreiðsluna né þeim áherslum sem flokkurinn lagði upp með í Evrópumálum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.
Vill flokksráð minna þingmenn flokksins á að fylgja stefnu flokksins og gæta þess að fara ekki út af sporinu í jafn viðamiklum málum og gert var í atkvæðagreiðslunni um aðildar umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Mikil ólga er innan flokksins vegna þessa og vill flokksráð beita sér fyrir því að flokkurinn standi þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Jafnframt er mikilvægt að þetta mál falli ekki í gleymsku og verði til lykta leitt á næsta landsfundi flokksins. Guðbergur Egill Eyjólfsson
 

Þetta segir allt sem segja þarf um viðbrögð og afstöðu flokksráðs Vg á túlkun þinghópsins á landsfundarályktun Vg til ESB aðildar. Afstaða Steingríms J virðist einnig hafa snúist í 180° um hvað afstöðu hann og flokksráð myndu taka til ESB þegar á hólminn yrði komið, en í sjónvarpsumræðum forustumanna flokkana sagði hann eftirfarandi.

Innlent - föstudagur - 24.4 2009 - 21:51

 

Steingrímur um ESB: Flokksráð VG mun ekki samþykkja aðildarvið- ræður í sumar

steingrimurjsigfusson.jpgSteingrímur J. Sigfússon sagði  í sjónvarpsumræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna í kvöld, að flokksráð VG mundi aldrei samþykja að farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið nú í sumar. Fram kom að hann er óánægður með það hve fast ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar hafa kveðið að orði um inngöngu í Evrópusambandið á næstunni.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kvaðst enn sannfærð um að flokkarnir næðu sameiginlegri niðurstöðu um hvernig leiða mætti ESB-málið til lykta þrátt fyrir ólíka afstöðu. Flokkarnir væru sammála um að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið um málið. Steingrímur taldi einnig að flokkarnir finndu leið í málinu.

Jóhönnu og Steingrím greindi á um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til. Steingrímur útilokaði ekki þá leið, en Jóhanna kvað hana ekki boðlega.

Hver ræður för hjá Vg þessa stundina, er það forustan með fulltingi flokksráðs, sem telur sig vera að framfylgja vilja félagsmanna og fara eftir landsfundarályktuninni frá því í vor, eða er það hollustan við Samfylkinguna og óttinn við að missa stjórnarsetuna ef ekki er farið að vilja þeirra í ESB málinu. Var sú leið sem flokkarnir fundu í ESB málinu í samræmi við stefnu Vg varðandi ESB aðild og fyrri yfirlýsinga Vg fyrir kosningar.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband