Jóhanna heldur í vonina.

Ætli það sé ekki með þetta eins og annað hjá þessari stofnun að verið sé að bíða eftir grænu ljósi frá Bretum og Hollendingum. Það er borin von að AGS geri neitt í okkar málum fyrr en að áður nefndar þjóðir leggja blessun sína á fyrirvara alþingis vegna Icesave samningsins og það ætti að vera orðið öllum ljóst. Voru ekki Hollendingar einmitt að gera kröfu um að AGS votti að Íslendingar geti ekki greitt skuldir sínar áður en þeir taki í mál að samþykkja fyrirvarana á Icesave ríkisábyrgðinni. Þetta kom víst fram á Hollenska þinginu nú í vikunni og eru þeir ekki sáttir við annað en að skuldin verði greidd til baka að fullu og það með vöxtum eða eins og samningurinn hljóðaði upp á. Þannig að Jóhanna og co. verður trúlega að bíða þar til að sú staðfesting kemur frá AGS og að hún sé þá Hollendingum að skapi, þar til verður trúlega allt lagt á ís.

Heldur enn í vonina um að AGS svari fyrir mánaðamót

mynd

Jóhanna Sigurðardóttir vonast til þess að afstaða Breta og Hollendinga fari að skýrast. Mynd/ Vilhelm.

Ekki liggur enn fyrir hvenær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Íslendingar fái þau gjaldeyrislán sem samið hefur verið um.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún vonist til þess að málið verði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir næstu mánaðamót.

Þá sagðist Jóhanna ekki hafa fengið svar við erindum sem hún sendi stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi vegna fyrirvara Alþingis við Icesave samkomulagið. Hún vonast hins vegar til þess að málin fari að skýrast á næstu dögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband