Á Borgaraheyfingin sér framtíð?

Er Borgarahreyfingin ekki að breytast í hefðbundin stjórnmálaflokk þrátt fyrir fullyrðingar um að svo yrði ekki? Eru menn ekki að átta sig á að lausbundin samtök áhugafólks um hin ýmsu málefni virka ekki eins og til var ætlast þó svo að hugsunin sé hrífandi. Festa og samheldni ásamt skilvirkum vinnubrögðum eru hverjum flokki og samtökum nauðsynleg sér í lagi þegar saman er kominn hópur fólks með misjafnar áherslur og væntingar.
mbl.is Læra af mistökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BH á sér enga framtíð. Enn eitt framboðið sem er andvana fætt.

Flottur pinni (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

auðvitað á borgarahreyfingin sér framtíð. Í hreyfingunni ætti að vera sveigjanleiki sem er ekki í hinum flokkunum til massívari mannabreytinga á einum vettvangi ...

Mér finnst þú ekki flottur Pinni .. því augjljóslega fæddist hún (bh) ekki andvana það er nokkuð gefið! 

Hinrik Þór Svavarsson, 13.9.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að Borgarahreyfingin eigi sér framtíð.  'Eg er dálitið hugsandi fyrri þessari yfirtöku hóps, sem að hluta til er frá Samfylkingunni.  Og hugsa hvort þetta sé enn eitt samsærið til að halda völdum?  En það er eitthvað sem ekki er sannfærandi, var að hlusta á Þór Saari í síðdegisútvarpinu og fannst hann koma vel út úr því, og ég treyst einfaldlega Birgittu Jónsdóttur til allra góðra hluta.  Þannig að mín hugsun er sú að þetta sé ekki gott mál, þessi aðalfundur og yfirtaka. En ég er einfaldlega ekki í hreyfingunni, en vil sjá breytingar í pólitík og vil þess vegna berjast fyrir hverjum þeim sem ég tel að af hreinu hjarta og vilja til að gera vel, bjóðist til að vinna að því.  Ég tel yfirtökuna ekki var af því tagi.  Og verð sannfærðari um það eftir því sem ég heyri meira um fundinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Sæll Rafn.

Sammála áliti þínu.

Sigurbjörn Svavarsson, 15.9.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband