Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Já njótið þið næturinnar.

Það að Ögmundur sjái ekki ástæðu til að koma á þingflokksfund Vg nú í kvöld og sú staðreynd að hann og Jón Bjarnarson fóru snemma af fundinum í dag segir sennilega allt sem segja þarf um hvernig ástandið á þessum bæ er orðið. Það fór ekki fram hjá neinum sem sá kastljósviðtalið við Ögmund í kvöld að hann var hrakin úr ríkisstjórninni af þeim hjúum Jóhönnu og Steingrími. Það má því með réttu spyrja hvað Steingrími J gangi til með þessari framkomu við flokkssystkini sín. Metur hann trúnaðinn og tryggðina við Samfylkinguna meyr en trúnaðinn við sitt eigið fólk. Af því sama mætti reyndar spyrja fleiri úr forustu Vg. Haldi þessu áfram þá er Vg flokkur í upplausn.
mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur á hrós skilið.

Það færi betur ef fleiri úr þingflokki Vg hefðu sömu einurð og stæðu við sannfæringu sína og bitu frá sér í stað þess að skríða fyrir þeim hjúum Jóhönnu og Steingrími J.  Félagar þeirra í grasrótinni yrðu að minnstakosti sáttari við þau vinnubrögð, svo mikið er víst. Draumurinn um ráðherrastóla og Vg í ríkisstjórn með samfylkingunni ætlar að verða flokknum dýrkeyptur. Ögmundur á því hrós skilið fyrir að vilja ekki gefa afslátt á sannfæringu sinni.
mbl.is Var ekki að fórna sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun ríkisstjórnin lifa af ?

Guðfríður Lilja þingflokks formaður Vg telur að ríkisstjórnina lifa af þótt Ögmundur Jónason hafi ákveðið að yfirgefa ríkisstjórnina. Það má öllum vera ljóst að mikill ágreiningur er um meðferð hennar á Icesave málinu meðal sumra þingmanna Vg og endurspeglar afsögn Ögmundar það. Vg getur ekki talist sameinaður flokkur í þessari ríkisstjórn lengur, bæði hefur afdrif ESB málsins og meðferð Icesav málsins klofið flokkinn í fylkingar sem erfitt reynist að sætta, það er augljóst nú. Eins og ég hef áður sagt hér í bloggi mínu þá ætlar þessi samvera með samfylkingunni í ríkisstjórn að verða Vg dýrkeypt svo ekki sé harðar kveðið að máli. Framtíð þessarar ríkisstjórnar veltur á því hvort Guðfríður Lilja og félager hennar í þingflokki Vg ætli að fara eftir sannfæringu sinni eða beygja sig enn og aftur fyrir þeim félögum Jóhönnu og Steingrími J. Sé það einlægur vilji og skilningur þingmanna Vg að fórnandi sé einum helsta forustumanni flokksins til að getað haldið þessari vitleysu áfram og að halda sömu stefnu sem fyrr í þessu samstarfi, þá mun klofningurinn í Vg einungis eiga eftir að aukast og mér er það ómögulegt að sjá hvernig Vg sem flokkur á eftir að geta komið heill út úr þessari ríkisstjórn.
mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að leggjast á hnén.

Það er nú gott að heyra að Jóhanna gefur sér tíma til að líta upp úr verkefnum sínum sem hafa tekið allan hennar tíma hingað til og tjá okkur að þolinmæði hennar gengt AGS sé á þrotum. Henni og samstarfsmönnum hennar í ríkisstjórninni til fróðleiks þá er Þjóðin einnig búin að fá nóg af þessum undirlægju hætti og þolinmæði hennar gengt ríkistjórninni brátt á þrotum. Það er löngu komin tími til að ríkistjórnin bíti frá sér og setji Bretum og Hollendingum stólinn fyrir dyrnar. Sé það ætlun Breta og Hollendinga með aðstoð AGS og svokallaðra vinþjóða okkar á norðurlöndum að keyra Ísland í þrot, þá eigum við ekki krjúpa á kné og aðstoða þá við það. Farið nú að sína af ykkur þann skörungskap og elju sem þjóðin gerði sér vonir um í kosningunum í vor og hættið þessum undirlægju hætti við ESB. Þjóðin á betra skilið af ykkar hálfu.
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og eigendur Morgunblaðsins.

Hafi það verið hugsun Óskars Magnússonar og annarra eiganda Morgunblaðsins að auka tiltrú og áhuga almennings á Morgunblaðinu þá er ég hræddur um að þeir hafi skotið sig í fótinn blessaðir með þessum aðgerðum. Það er greinilegt að fjöldi mans ætlar að hætta með áskrift og aðkomu á netmiðli blaðsins sem og bloggarar sem virðast vera að yfirgefa blaðið í stórum hópum, var það vilji eiganda, höfðu þeir gert ráð fyrir því? aðeins tíminn mun skera úr um hver framvindan verður. Annars er kalhæðnin í öllu þessu að það var einmitt Davíð Oddson sem talaði manna hæst um ábyrgð fjölmiðla í bankahruninu og það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann sjálfur mun meðhöndla þann þátt mála á þessum vettvangi, á samt ekki von á að hann muni bera þar nokkra ábyrgð gerðum sínum sama hvað frekar en fyrr.

Er annars einhver annar vettvangur fyrir blogg skrif?


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að stokka upp á nýtt.

Hvenær ætlar ASÍ að draga hausinn út úr afturendanum á þessari ríkisstjórn og fara að vinna fyrir umbjóðendur sína, af þeim voru þeir kosnir til starfa og fyrir þá ber þeim að vinna. Treysti stjórnendur ASÍ sér ekki til þess, þá væri það öllum til góðs að þeir láti af störfum strax. Náin tengsl forustumanna stéttarfélaga við stjórnmála afl getur verið stéttarfélögunum skaðleg, sérstaklega þegar til forustu þeirra veljast menn sem vita ekki hvorum þeim ber að sína hollustu. Félagsmönnum veraklíðsfélagana blöskrar orðið að horfa upp á stjórnendur veraklíðsfélaga og lífeyrissjóða taka sér laun sem eru margföld árslaun umbjóðanda þeirra og í sumum tilfellum laun sem skipta tugum miljóna á ári, ásamt þeim fríðindum sem margir þeirra hafa í formi lúxusbifreiða og fl. Það er því komin tími til að stokka upp hjá stéttarfélögum landsins rétt eins og hjá viðskiptalífinu og stjórnmálaöflunum. Margir stjórnendur veraklíðsfélagana eru komnir gjörsamlega úr tengslum við umbjóðendur sína og þau lífskjör sem þeir búa við í dag, það þarf því að hefja hreinsun á þeim vettvangi strax og gera stéttarfélögin aftur að virku barátuafli launþega eins og þau eru stofnuð til.
mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bönkunum um að kenna þeir fóru að lögum !!!

Ætlar þessi maður aldrei að hafa vit á því að þegja, hefur hann ekki gert nægan skaða nú þegar. Vonandi fer að styttast í forsetakosningar.
mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ráðþrotta ríkisstjórn.

Að lausn á Icesave málinu sé í sjónmáli er góðar fréttir, en ef sú lausn felur í sér að sniðganga þau lög sem sett voru á alþingi um fyrirvaranna við ríkisábyrgðina þá er friðurinn úti. Verði þeim lögum breitt á einhvern hátt án aðkomu alþingis er voðin vís og ekki líklegt að friður verði á alþingi um nokkurt mál.

Ennfremur segir Jóhanna í viðtalinu:

Hins vegar væri alveg ljóst að gripið yrði til aðgerða til handa heimilunum fyrir áramót. Á því væri enginn vafi.

Var ekki talað um að birta ætti úræði firrir heimilin nú um mánaðarmótin September - Október. Hvað varð um þau loforð, eru þau hugsanlega í takt við önnur loforð þessarar ríkisstjórnar svo sem um skjaldborgina sem engin hefur séð grilla í enn. Er hægt að leggja einhvern trúnað lengur í það sem þessi ríkisstjórn sagir um aðgerðir til handa heimilunum, ég er farin að efast um það. Þetta er ráðþrota ríkisstjórn.

 


mbl.is Lausn í Icesave í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Hreyfing?

Þann 12/9 2009 velti ég því fyrir mér hér á blogginu hvort Borgarahreyfingin æti sér framtíð, ég held að svarið við þeirri spurningu liggi nú nokkuð ljóst fyrir með þessum gjörningi fyrrum þingmanna flokksins sem í dag kusu að stofna sinn eigin flokk Hreyfinguna. Þessi flokkur ef svo skildi kalla, því að ekki er ljóst hvað margir standa að honum getur tæplega orðið langlífur. Hér er hreinlega verið að gefa kjósendum Borgarahreyfingarinnar puttann og ekki trúlegt að þessi samtök verði langlíf, því hver vill tilheyra samtökum þar sem þingmenn þeirra leggja línurnar og hinum er gert skylt að fylgja eða hunskast ella því það minnir óneitanlega á vinnubrögð hinu hefðbundnu flokka. Draumurinn um Borgarahreyfinguna sem nýtt og ferskt afl þar sem ekki skildi farin hin hefðbundna flokkspólitíska leið sprakk þegar þingmenn þessa afls vildu ekki taka tillit til óska félagasinna í grasrótinni og í stað þess alfarið ráða sjálf framvindu mála fyrir hönd flokksins á þingi og það án þess að grasrótin sem átti að vera hið sterka bakland væri með í ráðum. Hreyfingin verður því aðeins eins langlíf og þessir 3+2 þingmenn fá sínum vilja framgengt.
mbl.is Hreyfingin verður til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fleiri séu andvígir ESB kemur ekki á óvart.

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, almenningur er farin að átta sig á að í ESB hefur Ísland ekkert að gera. Hjálpina á vandarmálum þjóðarbúsins er ekki að sækja þangað, það höfum við reyndar reynt í sumar þar sem aðildarþjóðir ESB hafa set okkur stólinn fyrir dyrnar hvað aðstoð frá AGS varðar, Icesave málið og allur ferilinn í kringum það segir sína sögu. Nei ESB mun ekki draga okkur upp úr forarpyttinum það munum við einungis gera sjálf með vinnusemi og samhentu átaki.

Einnig er fólk að átta sig á því að engar varanlegar undanþágur er að fá hjá ESB í þeim málum sem eru okkur nauðsynlegar til að ESB aðild sé yfir höfuð fýsilegur kostur fyrir Ísland. Það á einungis eftir að draga enn frekar í sundur með þessum hópum þegar staðreyndirnar og samningsvilji ESB verður öllum ljós.


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband