Lítum okkur nær.

Eftir þær upplýsinga sem nú eru að leka út um framferði bankana og þá Kaupþings í þetta skiptið, þá er ég ekki hissa á að þjóðir heims séu ekki reiðubúnar til að lána okkur peninga. Hvort sem Bretar eða Hollendingar hafa beit AGS þrístingi eða ekki þá skiptir það ekki máli nú þar sem það er orðið ljóst að eigendur bankana notuðu síðustu dagana fyrir hrunið til að koma undan peningum og það í eins miklum mæli og þeir frekast gátu, og gáfu jafnframt hvor öðrum niðurfellingu á skuldum sínum við bankastofnannirnar. Bretar urðu varir við þetta og frystu eignir bankana til að bjarga því sem bjargað varð og vart hægt að áfallast það. Íslensk alþíða átti hér hinsvegar engan hlut að máli og því ekki við hana að sakast, heldur við þá fjármálamenn sem þetta gerðu og þá aðila sem áttu að sjá um að heiðarlega og löglega væri staðið að málum. Því er það orðið löngu tímabært að frysta eigur þessara fjárglæframanna nú þegar svo hægt sé að nota eitthvað af þeim peningum sem þeir hafa ekki nú þegar komið í lóg upp í skuldir þeirra. Ég held að við Íslendingar ættum að líta okkur nær þegar verið er að leita af sökudólgum, þeir eru ekki Breskir né Hollenskir heldur eru þeir mitt á meðal okkar.
mbl.is Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt Rafn. Sjálfur hef ég talað um þetta á þessum nótum. Það voru íslenskir fjárglæframenn sem stálu peningunum án þess að til þess bær yfirvöld gripu inní og það var íslenska fjármálaeftirlitið með Seðlabanka íslands. Þess vegna þurfa íslendingar og þá flestir alsaklausir að borga í dag. Hryðjuverklögin voru ekki sett að gamni sínu heldur eins og þú bendir á sáu Bretar peningana streyma út og höfðu reyndar samband við íslensk yfirvöld ( það gerðu Hollendingar líka) en þar var horft með blinda auganu.

Þetta voru nefnilega vinir D og B eins og Öndin trítilóða bendi á hér að ofan. Bestu kveðjur til ykkar og hafið góða helgi.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband