Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum ????????

 


Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis.

Bíddu nú hægur Steingrímur er ekki komið nóg af þessu endalausa pukri með þennan samning sem Icesave er. Hvað er nú verið að fela fyrir þjóðinni? ‚ Við stofnun þessarar ríkisstjórnar voru kjósendum lofað að tekin yrðu upp ný vinnubrögð og að öll mál skildu upp á borðið þjóðin skildi fá allar þær upplýsingar sem tiltækar væru. Nú hefur það skeð aftur og aftur að ekki einungis þjóðin heldur þingmen hafa ekki fengið öll gögn í þessu máli og nú er rætt um einhverjar ástæður sem eru svo viðkvæma að ekki er hægt að greina frá þeim á alþingi og auðvitað en síður fyrir þjóðinni. Nei nú er komið nóg af þessari vitleysu og það er fyrir löngu komin tími til að standa við stóru orðin og hætta þessum feluleik, greinið þingi og þjóð frá því sem ekki þolir dagsins ljós að þínu mati Steingrímur því afkoma þjóðarinnar er ekkert einkamál ríkisstjórnarinnar. Ef þessi ríkisstjórn ætlar sér að vinna traust almennings í landinu þá verður það ekki gert með þessu móti. Áfram haldandi pukur með þetta mál elur bara á tortryggni í garð stjórnvalda og á allri meðhöndlun þessa máls og kannski ekki að furða að þjóðin hefur misst trúna á að VG og Samfylkingin hafi burði til að leysa þetta mál farsælega..

 

 


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og Samfylkingin.

Segir þetta ekki alt sem segja þarf um hversvegna keyrt er af slíku offorsi áfram með Icesave samningana á alþingi og af hverju ekki má láta á reina í samninga viðræðum við Breta og Hollendinga. ESB aðildin virðist vera Samfylkingar mönnum svo kær að þeir eru reiðubúnir til alls bara ef ESB greiðir fyrir aðgöngu þeirra að ESB. Hafi Íhaldið verið þjóðinni hættulegt þá verður varla hægt að setja Samfylkinguna á annan bás því slík er fyrirlitning þeirra á lýðræðinu.


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frostavetur er þegar skollin á.

Sagt var á alþingi í vikunni að það þurfi skatttekjur 80,000 íslendinga til að standa undir vöxtunum af Icesave samningnum einum og sér, og hefur sú fullyrðing ekki verið hrakin. Ríkisskattstjóri hefur birt svipaða niðurstöðu en þetta er um 40% af skatttekjunum. Það er því hægt að spyrja sig að því hvort að sá frostavetur sem verið er að hræða men með sé ekki þegar skollin á ef þessir samningar verða samþykktir með svona útþynntum fyrirvörum og þeim draumóra kenndu hagvaxta spám sem seðlabankinn hefur lagt fram til grundvallar þess að hægt sé að standa við þessi ósköp.
mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa vörð um hvern annan.

Þetta er ömurleg niðurstaða fyrir KSÍ og fyrir trúverðugleika stjórnar sambandsins, en kemur þó ekki á óvart því svona er siðferðið á Íslandi í dag. Það eitt að reina að þagga niður málið er ámælisvert út af fyrir sig en að verja gerðir þessa mans er votur um að á þeim bæ hugsar hver um annan til að halda völdum og áhrifum. Megi stjórn KSÍ hafa skömm fyrir því þar er staðið vörð um hagsmuni sjálfs síns.
mbl.is Stjórn KSÍ aðhefst ekki frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheiðarleiki borgar sig greinilega.

Hvað skildi aganefnd FIFA segja við þessu eða UEFA. Nú reynir á hvaða vilji stendur á bakvið hvatningar Platinis um heiðarleika í knattspyrnunni. En það ætti að dæma Thierry Henry frá þátttöku á HM mótinu næsta ári til að senda skír skilaboð um að óheiðarleiki borgar sig ekki.
mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarmenn undrandi á Ásmundi Einari.

Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG

Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar.

Þessa fyrirsögn og fyrstu setningar úr greininni má lesa í Vísi nú í kvöld. Hvað getur talist athugavert við að Ásmundur Einar gerist formaður þessara samtaka. Hvenær rann upp sú stund að þingmen og félagsmenn VG þurfi að biðja leyfis hjá Samfylkingunni til slíkra hluta. Samfylkingin þarf að fara að átta sig á því að þeir ráða ekki för hjá VG þó svo að þeir hafi fengið ESB umsóknina í gegn með hjálp sumra þingmanna flokksins, því að það eru enn þingmenn þar í flokk sem ekki gefa neinn afslátt af afstöðu sinni til ESB og er Ásmundur Einar einn þeirra. Samfylkingin verður að átta sig á því að VG mun ekki hjálpa þeim með að koma ESB í gegnum þjóðaratkvæði, það var aldrei kveðið á um neitt slíkt í starfssamning flokkana og það mun heldur aldrei verða neinn vilji til þess hjá grasrót VG. Samfylkingin hefur nú ítrekað hótað stjórnarslitum ef eitthvað er aðhafst í ríkisstjórnarsamstarfinu sem ógnar getur ESB umsókninni, því ættu þeir að mynnast að það lá alltaf ljóst fyrir að minnst 6 þingmenn VG voru á móti þessari umsókn strax við myndun ríkisstjórnarinnar og Samfylkingin var meðvituð um það alla tíð, því þíðir lítið að vera með upphrópanir um afstöðu einstakra þingmanna VG til ESB, og því síður að ætla sér að fara hóta neinu því þinghópur VG er orðin þreyttur á slíkum vinnubrögðum og ætti afsögn Ögmundar Jónassonar að vera þeim nægileg viðvörun í þeim efnum.


Réttmæt gagnrýni.

Í bók sem kom út fyrir nokkrum árum um ævi og veraklíðsbarátu Halldórs Björnssonar fyrrverandi formanns Dagsbrúnar og síðar Eflingar kemur fram að hann æti þá ósk heitasta að verkalýðshreyfingin æti sér sterkt bakland í pólitíkinni líkt og er í Svíþjóð, þessi draumur Halldórs hefur nú verið að rætast síðustu árin því verður ekki neitað. Gylfi Arnbjörnsson hefur í blaðaskrifum við mig sagt að hann telji það styrk fyrir verkalýðshreyfinguna að hafa sterkt pólitískt bakland, það bakland telur forusta ASÍ sig hafa fundið í Samfylkingunni þar sem margir af forustumönnum verkalýðsins hafa haslað sér völl og komist til áhrifa, og hefur þar stundum verið talað um verkalýðsarm Samfylkingarinnar og þar sem þessir men fara forustu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að forusta ASÍ hafi svona mikið dálæti á ESB eins og raun ber vitni og gangi jafn hart fram í því efni og hún gerir. Ég átti í blaðaskrifum við Gylfa nú í vor og ræddi þar við hann um þá ógn sem steðjaði að veraklíðssamböndum í Evrópu og þá ekki síst á Norðurlöndunum, af svörum Gylfa við þessum skrifum mínum var ekki að sjá að hann teldi nokkur ástæðu fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur af þeirri þróun, þar sem hann taldi verkalýðshreyfinguna hafða svo náið samstarf við SA og ríkisstjórnina og að hún væri svo vel í stakk búin til að mæta þeirri aðför ef til kæmi. Það má sjá nánar um þessi skrif mín við hann frá því í Maí færslum mínum undir. ASÍ - Samfylkingin og ESB. og Vaxholms málið. Eftir þessi skrif missti ég þá litlu virðingu og tiltrú sem en fannst hjá mér í garð Gylfa Arnbjörnssonar og íslenskrar veraklíðsforustu. Það má því með réttu gera að því skóna að ekki er alltaf hafður í fyrirrúmi hagur hinna vinnandi stétta þegar þessir herrar koma að málum. Því fyrr sem launþegar átta sig á þessu því betra og tími til komin að hreinsa til í verkalýðsforustunni svo að þessir menn átti sig á því að þeir sækja umboð sit til félagsmanna veraklíðsfélaganna en ekki til Samfylkingarinnar eða ESB. Þessir menn eru komnir langt frá því að skilja við hvaða kjör hinir lægst launuðu félagsmenn þeirra búa, enda alltaf talað um lámarkslaun í launatöxtum og gert að því skóna að launþegar geti samið sjálfir um hærri laun við sína yfirmenn í svo kölluðum vinnustaðasamningum, ég sé tildæmis ekki starfsmann í eldhúsi eða Þvottahúsi ef því er að skipta hjá ríkisspítölunum sækja hærri laun til sinna yfirmanna, og það mætti benda á fleiri vinnustaði þar sem hinir lægst launuðu eiga sér enga viðreisnar von og sem forustan í ASÍ hefur algjörlega yfirgefið og gagnrýni á hendur þeim því réttmæt.


mbl.is Segir fullyrðingar Ragnars rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náðarhöggið fyrir marga.

Hvernig eiga launþegar sem eiga varla fyrir afborgunum lána sinna og hafa tæplega til hnífs og skeiðar að bæta við sig hærri skötum. Hefur ríkisstjórnin ekkert lært af þeim upplýsingum sem fram hafa verið bornar um stöðu heimillan, er þetta sú skjaldborg sem heimilunum var heitið í vor. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að pína fólk og ríkisstjórnin er nú með þessu skattahækunum að veita fjölda heimilla náðarhöggið. Sú leiðrétting sem átti að heita að gerð væri á lánum fólks um síðustu mánaðamót er nú fokin út um gluggann og gott betur og hægt að fullyrða að framundan er holskefla gjaldþrota hjá heimilum landsins. Þetta er náðarhöggið fyrir marga..
mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mönnum mál.

Ja mikil er asi Samfylkingarinnar í að komast í fangið á ESB hvað skildi valda því? Óttast þeir svo um framtíð ríkisstjórnarinnar að keyra þurfi sem flest mál um ESB í gegn áður en hún fellur, og þá sama hvernig. Svo mikið virðist þessum herramönum liggja á að erindisbréfin ná vart að komast í hendur þeim sem með málið eiga að fara fyrir fyrsta fund nefndarinnar, og hverjir skipa þessa nefnd sem á að semja um auðlindir þjóðarinnar? Nei það er betra að fara sér hægt í þessum aðildarviðræðum ef ekki á illa að fara eins og í Icesave samningunum nú í tvígang, Skiptir það kannski ekki neinu máli hvaða samningar nást um auðlindirnar að mati Samfylkingarinnar ef við bara komumst sem fyrst í skjól ESB. Svona flan og óðagot getur ekki haft neitt gott í för með sér.
mbl.is Áhersla á auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

180,000 fm gagnaver þarf orku.

Ekki öfunda ég þá Reyknesinga af því að fá þetta gagnaver til sýn, en mér er spurn er ekki nú þegar verið að bítast um þá orku sem kemur til með að vera á boðstólum næstu árum, og er ekki einnig óljóst hvort hægt verði að skaffa næga orku til Helguvíkur álversins. Er ekki nær að klára þau verkefni sem nú eru í pípunum áður en haldið er í önnur verk, eða ætla Reyknesingar að öll sú orka sem á boðstólum verður á næstu árum sé eyrnamerkt þeim einum. Það má öllum vera ljóst að íbúar suðurlands munu ekki gefa neitt eftir af þeirri kröfu sinni að verði neðrihluti þjórsár virkjaður þá verði sú orka sem þar fæst notuð í hér á suðurlandi annað væri ekki sanngjarnt. Stór hluti þeirrar orku sem nú er notuð á landsvísu kemur frá virkjunum hér á suðurlandi án þess þó að hún sé notuð að nokkru marki til atvinnuuppbyggingar í fjórðungnum. Nú hefur verið hávær krafa frá íbúum suðurlands um að nú sé komin tími til að íbúar fjórðungsins fá að njóta góðs af einhveri af þessari orku sem hér er virkjuð til verkefna í fjórðungnum og því geta Reyknesingar ekki reiknað með að ganga að orku héðan sem gefnum hlut, hanna verða þeir að finna úr eigin orkusvæðum.
mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband