Réttmæt gagnrýni.

Í bók sem kom út fyrir nokkrum árum um ævi og veraklíðsbarátu Halldórs Björnssonar fyrrverandi formanns Dagsbrúnar og síðar Eflingar kemur fram að hann æti þá ósk heitasta að verkalýðshreyfingin æti sér sterkt bakland í pólitíkinni líkt og er í Svíþjóð, þessi draumur Halldórs hefur nú verið að rætast síðustu árin því verður ekki neitað. Gylfi Arnbjörnsson hefur í blaðaskrifum við mig sagt að hann telji það styrk fyrir verkalýðshreyfinguna að hafa sterkt pólitískt bakland, það bakland telur forusta ASÍ sig hafa fundið í Samfylkingunni þar sem margir af forustumönnum verkalýðsins hafa haslað sér völl og komist til áhrifa, og hefur þar stundum verið talað um verkalýðsarm Samfylkingarinnar og þar sem þessir men fara forustu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að forusta ASÍ hafi svona mikið dálæti á ESB eins og raun ber vitni og gangi jafn hart fram í því efni og hún gerir. Ég átti í blaðaskrifum við Gylfa nú í vor og ræddi þar við hann um þá ógn sem steðjaði að veraklíðssamböndum í Evrópu og þá ekki síst á Norðurlöndunum, af svörum Gylfa við þessum skrifum mínum var ekki að sjá að hann teldi nokkur ástæðu fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur af þeirri þróun, þar sem hann taldi verkalýðshreyfinguna hafða svo náið samstarf við SA og ríkisstjórnina og að hún væri svo vel í stakk búin til að mæta þeirri aðför ef til kæmi. Það má sjá nánar um þessi skrif mín við hann frá því í Maí færslum mínum undir. ASÍ - Samfylkingin og ESB. og Vaxholms málið. Eftir þessi skrif missti ég þá litlu virðingu og tiltrú sem en fannst hjá mér í garð Gylfa Arnbjörnssonar og íslenskrar veraklíðsforustu. Það má því með réttu gera að því skóna að ekki er alltaf hafður í fyrirrúmi hagur hinna vinnandi stétta þegar þessir herrar koma að málum. Því fyrr sem launþegar átta sig á þessu því betra og tími til komin að hreinsa til í verkalýðsforustunni svo að þessir menn átti sig á því að þeir sækja umboð sit til félagsmanna veraklíðsfélaganna en ekki til Samfylkingarinnar eða ESB. Þessir menn eru komnir langt frá því að skilja við hvaða kjör hinir lægst launuðu félagsmenn þeirra búa, enda alltaf talað um lámarkslaun í launatöxtum og gert að því skóna að launþegar geti samið sjálfir um hærri laun við sína yfirmenn í svo kölluðum vinnustaðasamningum, ég sé tildæmis ekki starfsmann í eldhúsi eða Þvottahúsi ef því er að skipta hjá ríkisspítölunum sækja hærri laun til sinna yfirmanna, og það mætti benda á fleiri vinnustaði þar sem hinir lægst launuðu eiga sér enga viðreisnar von og sem forustan í ASÍ hefur algjörlega yfirgefið og gagnrýni á hendur þeim því réttmæt.


mbl.is Segir fullyrðingar Ragnars rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er þetta bara þegar svokölluð forysta hefur getað tryggt sér völd í bak og fyrir með útvöldum trúnaðarráðum .Kveðja til ykkar.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:49

2 identicon

Já, sammála, það er sorglegt að sjá hve ,,veik" verkalýðsforystan er. Búið að setja alla sem þora að segja sína skoðun og jafnvel bara spyrja hvort ekki sé ástæða til að skoða hina hliðina út úr trúnaðaráði, stjórn. Uppstillinganefnd gerir tillögur um sjálfa sig í stjórn og ráðum.

Það þarfa að gera allsherjarhreingerningu í verkalýðshreyfingunni.

Við þurfum sterka forystu, sem bæði þorir, getur og vill standa með sínu fólki.

Eru verkalýðsforingjarnir sem nú eru við ,,völd" ekki komnir of langt frá grasrótinni? Og alltof nálægt sínum stjórnmálaflokki?

Er ekki kominn tími til að hvíla formenn og stjórnir og fá nýtt blóð í verkalýðshreyfinguna - fá fólk sem þorir, getur og vill??????

inga (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:08

3 identicon

Ég hef ekki orðið vör við að alment félagsfólk standi til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um málefni ASÍ né ESB aðildar.Þegar pólitískt pot er orðið aðalatriði þá er rétt að skipta um í brúnni.Það er ekki trúverðugt að sama fólkið sé beggja megins BORÐS.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband