Hvaða þingmenn stjórnarinnar velja að hlusta á ákall þjóðarinnar??

Jæja góðir landsmen þá er að sjá hvaða þingmenn ríkisstjórnarinnar velja að hlusta á ákall þjóðarinnar og hafna þessum ofur byrðum sem hún vill leggja á hanna af undirgefni við Breta og Hollendinga, ESB og AGS. Það verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn meta holustuna við flokkinn og ríkisstjórnina meir en holustu sína við landsmenn. Eins og fram hefur komið í skoðanakönnunum og það fleiri en einni þá hafa 3/4 af þjóðinni viljað hafna þessum Icesave samning og hafi þingmenn VG og Samfylkingarinnar ekki þor til að standa á eigin fótum gegn forustunni og hafna Icesave samningnum þá geta þeir þó alltént falið sig bak við þjóðarvilja og vísað þessum samning til þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis því þar á hann heima. Ég skora því á þá þingmenn sem enn eru í efa að fara þá leið í stað þess að láta kúga sig til fylgis við slæmt mál og vegna flokksholustu.
mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Rafn.

Já það verður fróðlegt að sjá hvernig þessu máli lýkur og hverjir ætla að kyssa á þennan vönd í stað þess að standa í lappirnar. 

Ég á bágt með að sjá að Ásmundur Daðason þingmaður VG og nýkjörinn formaður Heymsssýnar geti stutt þetta ef hann hlustar á samvisku sína. En við spyrjum að leikslokum. 

Gunnlaugur I., 22.12.2009 kl. 16:07

2 identicon

Rafn minn góður !

 Meirihluti þingmanna v-grænna þykir vænna um  fjóra  ( 4) ráðherrastóla og meðfylgjandi völd, en hvað mikið börn okkarog barnabörn þurfa að borga - fyrir mistök EINKA-fyrirtækisis ! - Og það langt inn í ókomna framtíð.

 Ótrúlegt ! - En satt !

 Enn - fólkið mun halda áfram að kjósa  svokallaða Samfylkingu og vinstri-rauða !

 Sósialista Ísland er fætt !

 Draumaland vinstri manna orðið að veruleika !

 Mundu.: "Biðjið og yður mun gefast" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Gunnlaugur og Kalli. Já ég óttast eins og þið báðir að raunin verði sú að flokkshollustan verði ofaná hjá þingmönnum stjórnarinnar og það verði gert í þeirri von að almenningur verði fljótur að gleyma afstöðu þeirra. Ég er hinsvegar ekki eins viss um að þeim þingmönnum verði að ósk sinni þegar herðir að sultarólin hjá almenningi og þegar niðurskurðarhnífnum verður brugðið á loft. Ég verð að hryggja þig Kalli með því að það draumaland vinstrimanna sem þú talar um sé ekki það sem ég sem vinstrimaður var að vonast eftir, það er langur vegur frá því.

Rafn Gíslason, 22.12.2009 kl. 16:58

4 identicon

Íslendingar eru oft fljótir að gleyma, en það verður seint gleymt þeim fíflum sem samþykkja þetta. Það verður tómt tjón að redda gjaldeyri fyrir 100milljónir extra per dag, hve mikið verður eftir fyrir t.d. lyfum og öðru bráðnauðsynlegu?

Nei veistu, eins mikið og ég vill að allir íslenskir sem og erlendir fái allt sitt tilbaka eftir þetta glæpahyski, þá er ég ekki tilbúinn til að fara það langt niður. Frekar flyt ég úr landi. Þetta er einn þáttur sem ríkisstjórnin gleymir dálítið finnst mér, ef hún er það heimsk að koma öllu í jafnvel verra stand heldur en forverar hennar gerðu hef ég ekki mikla ástæðu til að staldra við á klakanum.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband