Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingar.

Eru nú að endurtak sig hótanir samfylkingar gegn stjórnar samherjunum, voru ekki sjálfstæðismenn í sömu sporum í síðustu ríkisstjórn með samfylkingunni, á þetta að viðgangast í íslenskri pólitík í dag að flokkum sé hótað með öllu illu ef ekki er farið sé að vilja samstarfs aðilans. Ég held að forusta VG hefði betur hlustað á Atla Gíslason þegar hann hvatti samfylkinguna til að leita annað um stjórnarsamstarf ef allt ylti á ESB aðild í síðustu stjórnarmyndun. Ég sem kjósandi og félagsmaður VG vill heldur láta af stjórnar samstarfi við samfylkinguna en að beygja mig undir þetta oflæti. Haldi forusta VG áfram að láta samfylkinguna svín beygja sig þá endar það aðeins á einn hátt, eða með uppreisn innan eigin raða. Ég hvet þingmenn VG til að láta þetta ekki viðgangast og fara eftir stefnu flokksins varðandi ESB aðild, og standa við þau loforð sem flokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar þó það orsaki stjórnarslit. Sé samfylkingunni ekki meyra annt um samstarfið en raun ber vitni þá er betra að því ljúki hér og nú.
mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Rafn. Ég hef fylgst með einurðum skrifum þínum um þessi ESB mál og ég og fleiri sem studdum VG í síðustu kosningum erum gjörsamlega að fara á hjörunum útaf þessari þjónkunn VG forystunnar við þetta landráðahyski í Samfylkingunni. Nú er nóg komið.

Ég vona að Ásmundur Daði, Guðfríður Lilja og Atli Gíslason og vonandi fleiri VG þingmenn láti ekki kúga sig til þess að kjósa með þessu auma landráðahyski úr Samfylkingunni í þessu ESB máli, þannig að það náist að fella bæði ESB málið og ICESLAVE samningana. Skítt með þessa Ríkisstjórn. 

Því þá verða mikil vatnaskil í Íslenskri pólitík og hratt mun renna undan VG, það er alveg öruggt.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:45

2 identicon

Já, þetta er alveg rétt hjá ykkur, það er auðvitað STÓR-hættulegt að leyfa lúsugum lýðnum að kjósa um aðildarsamninga þegar loks mun liggja fyrir hvað í þeim raunverulega felst. Færi svo að samningarnir væru það góðir að þjóðin myndi samþykkja þá værum við auðvitað samstundis ósjálfráða, menningarlaus og landlaus þjóð eins og Danir, Svíar, Spánverjar, Þjóðverjar, Bretar ....  Allt saman skítapakk sem kann ekki að stýra sínum málum af jafn mikilli farsæld og við!

Hvernig er svo, á ekkert að fara að endurbyggja moldarkofana hérna, ha!

Hermann (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hermann. er ekki heimurinn stærri en Evrópa?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Sæll Hermann. Þessi færsla þín er mjög málefnaleg ég vona að röksemdir þínar fyrir að ganga í ESB séu á tryggari grunni en þessi athuganasemd.

Rafn Gíslason, 10.7.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband