Icesave - ESB og Þjóðaratkvæði.

Ósköp fannst mér Álfheiður Ingadóttir leggjast lágt og svar ómálefnalega þegar spurt var af hverju þjóðin á ekki að fá að greiða atkvæði um icesave skuldbindinguna á þinginu núna áðan þar sagði hún að þjóðin hefði kosið um icesave í apríl, ég vil þá mynna Álfheiði að þjóðin kaus líka um ESB í apríl og fékk VG mikið fylgi út á það eða vill hún ekki muna þan þátt kosninganna, ja hérna mikið hafa mínir menn í VG breyst í afstöðu sinni til ýmissa mála síðan þeyr komust í ríkisstjórn. Eins og ég hef áður bloggað um þá er þetta mál af þeirri stærð að full ástæða er til að láta þjóðina segja sitt, ef mönnum er þá einhver meining með að þjóðin fái að greiða þjóðaratkvæði í mikilvægum málum er hana snerta. Vinstri grænir geta ekki verið þekktir fyrir að meina þjóðinni það og sama er að segja um væntanlegan ESB samning. Það getur aldrei verið ásættanlegt að þjóðaratkvæði um ESB aðild verði einungis ráðgjafandi og fannst mér Steingrímur J vera loðin í svörum hvað það varðar á þingi í gær, ég segi bara fyrir mig að ég treysti ekki orðið mínu fólki til að standa í lappirnar gegn Samfylkingunni hvað það varðar, eina ráðið til að tryggt er að farið verði eftir vilja þjóðarinnar í þeim efnum er að þjóðaratkvæðið verði bindandi svo ekki sé hægt að leika sér með þá niðurstöðu eins og pólitíkusum er einum lagið að gera. Það má leiða líkum að ástæðan fyrir því að icesave er keyrt í gegn sé sú að ekki megi styggja Evrópu þjóðirnar fyrir aðildarviðræðurnar eða finnst þér lesandi góður miklar líkur á að Holendingar eða Bretar samþykki okkur þar inn án þess að gengið sé frá Icesave samningnum og það á þann hátt sem þeim hugnast, ég tel litlar líkur á því og því vaknar sú spurning hvort verið sé að greiða fyrir komandi viðræðum við ESB og fyrir samþykkt þessara þjóða með þessum gjörning, ja svar hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband